Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Síða 19
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
19
Margt og mikið hefur verið rit-
að um sögu Hafnarfjarðar, at-
vinnulíf og auðlindir, en minna
um fegurð hans og fjölbreytni um-
hverfisins. Færðar hafa verið sönn-
ur á mikilvægt gildi hafnarinnar
fyrir fjarlæg héruð og rakið, hversu
athaínamenn eins og Bjarni Sívert-
sen hófu staðinn til vegs og geng-
is. Skyggnzt hefur verið fram. Á
döfinni munu vera tilraunir og
áform um virkjun Krýsuvíkur-
hvera, er menn gera sér vonir um,
að geti orðið yls- og orkugjafar
kaupstaðarins í framtíðinni.
Samkvæmt þessu hefur bærinn
verið og ætti þá einnig um langar
stundir að verða kjörinn vettvang-
ur dugandi athafnafólks. En livað
hefur Hafnarfjörður og umhverfi
að bjóða mönnum til yndis og af-
þreyingar? Um það lielur færra
verið sagt. Skemmtigarðar borga og
frjáls óbyggð í grennd við þær eru
þó ef til vill ekki síður mikilvæg
en sjálf atvinnuskilyrðin. Þeir
staðir eru borgunum lungu, fólk-
inu heilsulindir og gleðigjafar, at-
hvarf þess í tómstundum. Á þeim
er sívaxandi þörf, eftir því sem
vinnutími styttist og íbúum fjölgar.
Þeir veita og fegurðarþránni full-
nægju, líkt og lindarvatn svalar
þyrstum munni. Með beztu kostum
borga er því aðgengileg óbyggð í
grennd, fjöll að klífa, fagurt útsýni,
er gleður augað og eggjar hugann.
Hvernig fullnægir þá Hafnar-
fjörður kröfum af þessu tagi? Er
hann jafntilvalinn samastaður iðju-
leysingja og tómstundafólks sem
atorkumanna? Svalar hann fegurð-
arþrá og frelsislöngun? Lítum fyrst
á bæjarstæðið sjálft. Um helming-
ur kaupstaðarins stendur á hrauni,
sem runnið hefur úr Búrfellsgíg
norðaustur af Helgaíelli. Má rekja
hraunfarveginn langa leið ofan
eftir, og er varla til Ijósari lína í
náttúrunnar skemmtilegu bók. Er
sá hluti hraunsiris, er náð hefur
botni Hafnarfjarðar og runnið út
með lionum að norðan, ekki sízt
auðugur af kynjamyndum. Ber
Hellisgerði af flestum þeijn köflum
í þessum hluta hraunsins, sem enn
halda að mestu sinni upprunalegu
mynd. Verður þeim ágætu mönn-
um, sem varðveittu ]rá furðusmíð
frá eyðingu og prýddu síðan gróðri,
seint þökkuð sú fyrirhyggjusama
ráðstöfun. Þeir ættu skilið að fá
riddarakross með stjörnu.
Hinn bæjarhlutinn stendur á
öldum og ásum, sem ísaldarskrið-
jökullinn hefur mótað og rnarkað.
Sjást víða á klöppum rákir eftir
skörðóttar tennur þessa éljagríms
og grettistök, er hann í hamförum
sínum hefur velt á undan sér eins
og berserkur, sem réð ekki við
mátt sinn og megin og varð að
skeyta skapi sínu á einhverju. Tak-
mörk þessara ólíku bæjarhluta eru
við Lækinn, eina mestu prýði kaup-
staðarins.
Þóroddur Guðmundsson frá Sandi:
Hafnarfjörður og umhverfi
Báðir hafa bæjarhlutarnir til
síns ágætis nokkuð. Hraunið með
sína óþrotlegu margbreytni í form-
um kletta veitir yndi í nálægð og
l'ær gróðri, mönnum og málleysingj-
um ákjósanlegt skjól. Ásarnir og
öldurnar sunnan Lækjarins eru
tilvaldar sjónarhæðir. Mun óvíða
á byggðu bóli l'egurra um að litast
en af þeim. í shikkum hæðanna er
víða nægur leir og mold til rækt-
unar. Undir þeim eru furðulega
skýlt. En svo er og í bænum yfir-
leitt, þegar vindur blæs að norðan.
Sé farið út fyrir bæinn, nýtur
fegurð landsins sín miklu betur,
fjær og nær. Hvaða borg önnur
en Hafnarfjorður mundi eiga slík-
an sjónarhól sem Ásfjall svo nærri,
að lítið er meira en meðal stekkj-
argötulengd? í björtu veðri er fá-
gætlega fagurt útsýni af fjallinu og
ljölbreytni þess einstök, allt frá
Þorbirni við Grindavík í vestri til
Hengils i austri og fjallaraðarinn-
ar norður frá, sem endar á Snæ-
fellsjökli við hafsbrún. Af Ásfjalli
sjást fimm kaupstaðir í sæmilegu
skyggni: Reykjavík, Hafnarfjörður,
Kópavogur, Akranes og Keflavík.
Hvað bæjarstæði og l'egurð um-
hverfisins viðvíkur, virðist enginn
kaupstaður né þorp á íslandi þola
samanburð við Hafnarfjörð. Höfn
í Hornafirði gengur líklega einna
næst. Er þar þó olbogarými minna
og eigi eins margbreytilegt landslag
í nánd, en fjarsýni er þar tignar-
fagurt. Af borgarstæðum um norð-
an og vestanverða Evrópu kunna
helzt lega og umhverli Edinborgar
í Skotlandi að taka fram bæjarstæði
fiskikaupstaðarins milli Hvaleyrar
og Álftaness. Hæðirnar eru fullt
svo svipmiklar þar sem hér. Þó
vantar Edinborg mestu töfra Hafn-
arfjarðar, sem eru bundnir við
hraunið. Og útsýnið af Ásfjalli
tekur langt fram umhorfinu af
Arthur-sæti við Edinborg — í
íjarska.
Gaman hefði verið að sjá Fjörð-
inn, þegar Hrafna-Flóki steig hér
fyrst á land, á meðan hinir undur-
fögru klettar stérðu óhreyfðir, áður
en nokkurt misheppnað hús var
reist. „Mikið verkefni væri hér
fyrir byggingameistara frá Finn-
landi,“ sagði listmálari nokkur við
þann, er þetta ritar, þegar þeir
mættust einu sinni á förnum vegi
neðan við Hamarinn. Finnar eru,
sem kunnugt er, heimsfrægir fyrir
sína byggingalist. Vissulega væri
meisturum þeirra samboðið starfs-
svið hér til að reisa hús, er hæfðu
furðuverkum guðs og elds, þar sem
eru dýrðarmyndir lnaunsins og
önnur náttúrusmíði nær og fjær.
Hvaða fegurðarkosti hefur þá
umhverfi Hafnarfjarðar að bjóða?
Sumum kann að virðast það hrjóstr-
ugt við fyrstu sýn. En sé því
kynnzt nánar, kemur fríðleikinn
betur í ljós. Náin kynni takast þó
aldrei, nema farið sé um landið á
tveim jafnfljótum, eigi aðeins í
sumarblíðu, heldur og hvernig sem
viðrar og árstíðum er háttað, klif-
in fjöll þess og hnjúkar til að fá
margvísleg viðhorf og sjónarsvið.
Hellur og apalbrunar hraunsins
með mosabreiðum og lyngi, skrið-
ur fjallahlíðanna, grastorfur og
aurar, blómskrúð og fannir — allt
á þetta svo mörg litbrigði, stund-
um óumræðilega fögur, endranær
tigin, svalandi og hrein eða þá
mjúk eins og silki, einkum eftir
skúr eða hríðarél, að þau verða
eigi skynjuð og þeirra aldrei not-
ið nema við rækilega athugun og
endurtekin kynni. Skyggnast verð-
ur um með opnum og síundrandi
augum.
Áhugamál náttúruskoðarans geta
verið mörg. Séu þau einkum bund-
in við jarðmyndun, getur hann
orðið margs vísari við að reika um
víðáttu hraunsins og ganga á fjöll-
in. Sem dæmi um liælilega göngu-
för á dag, sem gefur mikinn ágóða,
skal bent á eftirfarandi hring eða
sporbaug: Gengið sé suður í Kald-
ársel, Helgafell klifið og litazt um
af tindinum. Þegar ofan kemur,
má bregða sér austur yfir Vala-
linjúka. Þaðan er tekin stefnan á
Búrfellsgíg, hann skoðaður og fylgt
farvegi hraunsins ofan eftir og litið
inn í hellana meðfram honum. Á
þessari leið gefst jafnt tækifæri ril
að skoða gerð fjalla sem gosstöðv-
ar og hraunmyndun, ísaldarminj-
ar á klöppum og ótal margt fleira.
Fýsi þig að kynnast loftsins fleygu
lijörð, birtast þér einhverjir fuglar
á livaða árstíð sem er, allt frá mús-
arrindlum til svana, eftir því hve
heppnin er mikil. Yndislegastir
þeirra eru ef til vill þrestirnir.
Hvergi syngja þeir af meiri unaði
en í Vífilsstaðahlíð á vorin.
Gróðurunnendur hafa margt að
sjá í hlíðum og hrauni kringum
Hafnarfjörð. Naumast þarf að
vekja athygli á blómum, svo sem
blágresi, holtasóley og mörgurn
fleiri skrautjurtum, er glita heil
svæði vor og sumar. Flestir kunna
vel að meta fegurð þeirra. Hitt
kann fleirum að dyljast, hvílíka
auðlegð gróðurs hraunsprungur og
lautir hafa að geyma. Meðal ann-
ars eru sumar þeirra næstum því
barmafullar af þúsundblaðgrós og
öðrum fegurstu burknategundum
þessa lands. Eigi hafa allir held-
ur komið auga á, hvílíkum töfrum
rnosinn í hrauninu og víðar býr
yfir. Hann tekur sífelldri breytingu
frá degi til dags, árstíð til árstíðar.
Honum þarf að venjast og dvelja
samvistum við hann. Að öðrum
kosti lærist þér aldrei að meta feg-
urð hans fremur en margs annars.
Náttúran, hvort sem hún er kölluð
lifandi eða dauð, á það sameigin-
legt við góð kvæði eða tónverk,
að hana verður að tileinka sér af
gaumgæfni og alúð, læra utan bók-
ar stuðla, línur og stef í hljóm-
kviðu hennar. Um hana verður að
fara eldi augans, líkt og forfeður
vorir slógu eign sinni á landið í
fornöld með því að tendra bál á
tindum þess.
Kjósirðu sjóinn til athugunar,
hefur hann upp á margt að bjóða.
Ávallt fylgir honum líf og hreyf-
ing í einhverri mynd: Fugl og fisk-
ur, skeldýr og þang í fjörunni.
Öldur lifna þúsundum saman á
Frá Hellisgerði.