Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Side 20
20
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
V
cJ-lelliócjer&i
Hér ilmar af gróðri og ómar af söng,
og allt er svo þrungið lífi,
sem blómálfar dansi um bjarkagöng,
með brosum oss töfri og lirífi,
en huldur úr kambi og hamra þröng
á hljómvængjum léttum svífi.
Við espiraðir og reynilund
í rjóðrum demantar glitra
af röðulbliki um berg og sund
á bárum andvarans titra.
En bjarmalindir um græna grund
sem gullstraumar hríslast og sytra.
Á syllu klettablóm tyllir tá,
en túlípur brekkur skreyta.
Og logadýrð rósum og liljum frá
í ljóshafdýrð dalverpi breyta.
Hve þrenningargrösin gul-hvít-blá
sín glitklæði pöldrum veita!
Á nokkur Frónbúi fegri róm
en fuglinn í gróandi viði?
Gat fagnaðarríkari frelsis óm
né fró af þeim tónaniði?
Veit hugur þinn meiri helgidóm
þeim hásal með laufþrasta kliði?
Hve gott er að búa við skin og skjól,
er skúrir og stormar dynja.
Og aldrei göfugri gróður fól
neinn glólundur suðrænna vinja.
O, vermdu reit þennan, væna sól,
unz veggir klettanna hrynja.
Þóroddur Guðmundsson frá Sandi.
hverju andartaki út með allri
strönd, svo langt sem augað eygir.
Ef þú ert kominn suður fyrir Hval-
eyri eða út í Garðahverfi, veður er
sæmilegt og ekki of mikil kvika,
getur þú þér að skaðlausu farið
úr fötunum og lagzt til sunds. Sjó-
vatnið kann að virðast hálfkalt í
fyrstu. En eftir nokkur sundtök
finnurðu ekki framar til kulda. Og
þegar þú hefur þerrað þig eftir
baðið og klæðzt, verðurðu eins og
nýr maður, lítur öðrum og bjart-
ari augum á lífið og tilveruna.
Ýmislegt mótdrægt, sem gerði þér
áður gramt í geði, virðast nú smá-
munir aðeins. Og þig undrar, að
þú skyldir mikla þá fyrir þér, eins
og raun bar vitni. Um æðar þínar
er sem streymi saltvatnið úr sjón-
um, og heimurinn er fagur eins
og áður fyrr á hamingjustundum.
Þeim, sem hneigjast að sögu og
sögnum, hefur líka nágrenni Hafn-
arfjarðar margt að bjóða. Minn-
ingar og munnmæli eru nálega
bundin við hvern blett. Aðeins
nokkur dæmi skulu nefnd. Suður
í Kapelluhrauni, ekki ýkja langt
sunnan og vestan við Hvaleyrar-
holt, er svo nefnd Kapella, gömul
grjóttóft. Munnmælin segja, að þar
hafi verið dysjaður einn af mönn-
um Kristjáns skrifara. Rétt hjá
þessari tóft lá gamli vegurinn til
Suðurnesja. Minnir þetta á einn
átakanlegasta atburð sögu vorrar,
aftöku Jóns biskups Arasonar og
sona hans í Skálholti, er skrifarinn
átti frumkvæði að. í tóft þessa
grófu þeir Kristján Eldjárn þjóð-
minjavörður og Gísli Gestsson
fyrir fáum árum og fundu þar
líkneski af heilagri Barböru, gert
úr tálgusteini. Hjá öðrum vegi,
sem Hafnfirðingum er tíðfarið um,
í Kópavogi, voru hinir illræmdu
eiðar unnir 1662. Dysjar saka-
manna, er teknir voru af á Kópa-
vogsþingi, sjást þar enn uppi í
ásunum. í Voginn fellur lækurinn,
þar sem börnin frá Hvammkoti
drukknuðu og Matthías orti um
eitt af sínum fegurstu kvæðum:
Dauðinn er lækur, lífið er strá.
Hafirðu farið þessa leið gang-
andi á fögrum morgni, áður en
aðalumferðin hófst, og gefið þér
tóm til íhugana, skoðarðu þessi og
ótal fleiri atvik liðins tíma í allt
öðru ljósi en ella. Líf þitt hefur
auðgazt að verðmætum. Þegar í
Fossvog kemur, er tilvalið að fara
niður fyrir marbakkann og lesa
þar brot úr jarðsögunni. Hver veit,
nema álfkona komi þar út úr berg-
inu og leggi leið sína út í Naut-
hólsvík? Þó að þú horfir á eftir
henni lengur en góðu hófi gegnir,
kemurðu nógu snemma til Reykja-
víkur í morgunkaffið — á tveim
jafnfljótum alla leið sunnan úr
Firði. En þá máttirðu ekki held-
ur sofa yfir þig, áður en þú lagð-
ir af stað.
Sértu hins vegar í morgunsvæf-
ara lagi, getur þú látið þér nægja
gönguför út að Görðum. Þangað
lá fyrrum kirkjuvegur Hafnfirð-
inga; þar fæddist mælskuskörung-
urinn mikli, Jón Vídalín; og þar
bjó séra Þórarinn Böðvarsson,
ásamt húsfreyju sinni, sá sem gal'
út Alþýðubókina og stofnaði Flens-
borgarskólann, svo að fátt eitt sé
nefnt, sem minnir á staðinn. Af
hæðinni ofan við Garða er dýrlegt
útsýni í allar áttir. Skammt þar
fyrir norðan í hrauninu eru Gálga-
klettar. Milli þeirra voru sakamenn
hengdir, þeir sem dæmdir voru til
dauða á Kópavogsþingi, oft fyrir
litlar sakir. Má enn í dag sjá þar
nálægt bein þeirra. Finnir þú
hvort tveggja af sjálfsdáðum, klett-
ana og beinin, verður þér það
ógleymanlegt. Og þú undrast, hví-
líkt miskunnarleysi, harðúð og
grimmd ríkti áður fyrr í nánd við
þann stað, sem nú byggjum vér og
lifum hamingjusömu lífi.
365 daga á hverju ári hella
stjörnur, sól, tung! og ský bless-
un sinni yfir þennan bæ. Sjór og
mold gefa mönnum og málleysingj-
um af miklu örlæti gjafir sínar.
Fjöllin eru stöðugt að skipta um
búning. Stundum eru jjau í hvít-
um serk eða bláum möttli. Endra
nær búast Jjau grænum kjól. Svip-
uðu máli gegnir um hvert fell, ás
og hraunfláka. Undarlegast er, hve
fáir virðast gefa þessari fegurð
gaum. Það er eins og daglegt amst-
ur blindi augun, svo að þeir sjá
ekki dýrðina kringum sig. Fólki
hættir svo mjög við að meta öll
gæði lífsins til fjár, jjeirra á meðal
fegurð og yndi. Öðrum, sem raun-
ar skynja fegurð, hættir til að sjást
yfir hana nærri sér, gleyma Jjví, að
skjól og lilé í laut og hvammi búa
yfir töfrum, sem ómetanlegir eru.
Orðið griðastaður á mjög vel við
slík afdrep. Þar er oft unað að
finna, aðeins ef rnenn gefa sér tóm
til að njóta hans. I hrauni og und-
ir hæðum þessa bæjar og umhverfis
hann eru ótal skjól. Fjöldi borga á
sér engin náttúrleg vé af Jrví tagi og
vildi gefa stórfé fyrir þau. Hér hef-
ur margur skjólgarður og yndis-
auki verið brotinn niður með ærnu
erfiði. En vonandi gera menn sig
aldrei lramar seka um slíka goðgá.
Næst á eftir nytjastörfum, sem
unnin eru af trúmennsku, veitir
líklega frjáls náttúrufegurð mann-
inum einna dýpstan unað. Augu
sumra dveljast við upphæðir. Öðr-
um er hafið kærast. En margir hafa
mest yndi af að skoða grjót og gróð-
ur, dali, fjöll og dýr jarðar eða })á
fugla loftsins. Allt þetta er mönn-
um bæði orku- og gleðigjafar og
Jjví sízt minna virði en Jjað, sem
oft er talið til nauðsynja.
Sé ánægjan af lífinu töpuð í bili,
getur hún auðvitað aftur fundizt í
starfi og félagsskap. En þegar því
hvoru tveggja sleppir, er fjör og
fögnuð, þor og þrótt helzt að
finna utan við alfaraleið, í auðn
og óbyggð um fjöll og firnindi,
„með sól í fangi og blóm við barm“
eða Jjá í snjó vetrarins með skíði á
fótum.
Hafi Jjér brugðizt vonir, þá leit-
aðu trausts í skauti óbyggðarinn-
ar. Farðu Jjangað næsta sunnudags-
morgun, og þú kemur glaðari aft-
ur heim. Byrjaðu með stuttri
gönguför á næstu leiti og ása. Næst
ferðu dálítið lengia. Seinna verður
takmarkið að klífa Trölladyngju,
Hengil og Keili. Þú getur sparað
þér skref með Jjví að aka x bifreið
á móts við þessi og önnur fjarlæg-
ari fjöll. Ef til vill hittirðu fyrir
þér útilegufólk eða tröll í óbyggð-
inxxi og festir við Jjau vinfengi. Þau
eru miklu trygglyndari en íbúar
mannheima. Við fleiri ferðir sérðu
nýja fegurð og öðlast aukna trú á
guð og gæíuna. Stórveldi smámun-
anna brýtur Jxú undir þín yfirráð
og verður lxerra hvers atviks, sem
að höndum ber. Hugur Jxinn gerist
þakklátur við hvert ský, sem hell-
ir skúr eða hagléli yfir höfuð þitt
eigi síður en stjörnur og sól, er á þig
skína. Þú færð mætur á hverri jurt,
sem fyrir augu ber. Landið með
fjöllum og annarri fegurð verður
Jxér nátengdara en áður. Sál þín
auðgast við að skynja náttúrunnar
hljóðu tign og dýrð. Líf Jntt og
störf fá aukinn tilgang.
Þig undrai', að |)ér skuli fram
að Jjessu hafa dulizt öll Jxessi dá-
samlega fegurð svo að segja við
hvert fótmál jafnt við bæjarvegg-
inn og dálítið lengra frá. Og Jxeg-
ar augu Jnn einu sinni liafa opnazt,
ertu alltaf að sjá eitthvað nýtt og
heillandi.
Að lokum óska ég öllum þeim, er
Jxennan stað byggja og hingað koma
í heimsókn, að Jjeir njóti í sem rík-
ustum mæli fegurðar og prýði
þeirrar, sem bærinn og umhverfi
hans eru svo gagnauðug af. Megi
Hafnfirðingar bera gæfu til að
varðveita þessa fegurð um ókomin
ár og auka hana stöðugt af snilld
og smekkvísi.