Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Side 23

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Side 23
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 23 að mér fiskur sá, er þið kallið skötu. Greip ég einn fiska þessara og ég man það síðast þegar ég var að drukkna að ég kastaði einni skötunni á land upp. En síðan höfum við dvalið einhvers staðar, ég veit ekki hvar, og okkur líður nú vel, en aðdráttaraflið hingað hefur verið mikið en er nú að þverra og þá endurtökum við ýms minnisstæð atvik frá löngu liðn- um öldum. Rétt í þessu sé ég hvar hinir tveir risar eru að hvolfa bát sínum og hverfa enn á ný í djúpið. Tekur þá hin stóra kona á rás út í vatnið og vill nú özla út til sona sinna, en verður lítið úr nema eins og busl í vatni hjá drukknandi manni. Sé ég að hún grípur eitthvað í vatninu og hendir til lands og finnst mér það stefna á mig. í sama mund hrekk ég upp, og kennir mjög í aðra kinnina. Er hún nú rennvot, og hjá mér liggur á vatnsbakkanum smáskata, ekki ósvipuð venjulegri skötu. Varð mér nú á að líta út á vatnið, en sá ekkert nema blessaða sólina. Öll þoka horfin, blíðalogn og hið feg- ursta veður. Verður mér litið út á vatnið, sé ég þá að krökt er í vatninu af skötu- kvikindum þessum, óð ég út í vatn- ið til að ná í fiska þessa, en þeir hurfu nú í einu vetfangi. Gekk ég lengi suður með vatninu, en sá ekkert framar af þessu tagi. Sneri ég nú við heimleiðis. Þegar ég kom að stað þeim, er ég hafði fyrir stundu legið, sá ég spor í sand- inn við vatnið og lágu sporin út í vatnið. Spor þessi voru greinileg mannsspor, en meir en helmingi lengri en mín spor, líklega um eina alin á lengd og mjög breið. Tók ég nú skötuna, jrar sem hún lág á bakkanum og henti henni út í vatnið eins langt og ég orkaði. Hélt ég svo til byggða og skeði ekkert merkilegt á j^eirri leið. Loks skal ég geta þess að síðar, er ég fór þarna um með kunningj- um, sá ég að þetta var vatn þarna efra, sem nefnd er Stóra-Eyjarvatn. Af Botnshnúk, sem er lítið fell vestan við fyrrnefnt vatn, sést alla leiö suöur ytir Breiöafjörð, Snæ- fellsjokuli og fjalfgarourmn við sunnanverðan Breioatjörð. Ekki sagöi ég heimatólki mínu sögu þessa, þoroi það ekki. Eg hef íáum sagt lrana og þá ekki iyrr en nú á gamais aidri. Eg byst við að mér hafi verið sýndar í draumi svipmyndir úr tii- veru hálimennskra vera iyrir ár- þúsundum og það er mér vel skilj- anlegt, en skatan á árbakkanum og sponn í sandinum veröur mér jafn- an hér í iíti óráöin gáta. Undir þetta get ég livort tveggja tekið meö sögumanni mínum. Miðað byssu á vofu. Þegar ég var ungur var dýrbít- ur mtkill í minni sveit og gerði hann ott mikinn usla í lambánum á vorin. Þegar ég var 18 ára eignaðist ég tvílrleypu (þ. e. byssa meö tveim hlaupum). Ætöi ég mig fyrst á því að skjóta í mark, og þegar ég þótt- ist iullæiöur að íara með verklæri þetta, fór ég strax að elta dýrbítinn. Fór ég þá strax að iiggja á grenj- urn og vann mörg gren, auk jress, sem eg lá fyrir tótum á vetrum. Vóru það oft kaldar nætur, því oft fór þaö svo, að engin var veioin, en stundum varð mer aftur vel til fanga. Stundaði ég þennan veiði- skap í mörg ár og var það vel séð af sveitungum mínurn. Einn vetur, er ég hafði hafið bú- skap, fór ég á reiaveiöar á tungl- björtu kvöidi á þorranum. Veöur var stillt, en frost nokkuð. Fór ég út ettir hlíðinni að tóitarbrotum, er þar voru. Gamlar sagnir voru til um jjað að þarna hefði verið búið til forna en bæinn tekið af í snjó- flóði og allir á bænum farizt. Lét ég nú fyrirberast í tóftinni og beið þess að sjá tófur á ferli, því ég hafði daginn áður séð tófuspor á þessum slóðum. Ég held að klukkan hafi verið nær 4 árdegis, er ég sá lágfótu koma labbandi í rólegheitum nið- ur hlíðina beint í áttina til mín. Beið ég nú með uppspenntan gikk- inn, þar til hún væri komin í gott færi. Rétt þegar ég er að lyfta byss- unni til að skjóta rebba, stoppar hann og gónir til mín og lág vel fyrir skotinu. En þegar ég lyfti byssunni, sé ég hvar maður, kona og þrjú börn standa í öðrum tóft- arendanum. Sá ég strax að hér var ekki um mennskar verur að ræða. Bar verur þessar á milli mín og tófunnar og ef ég hleypti af myndi skotið fara í gegnum manninn og lét ég byssuna síga, en í sama mund tók dýrið viðbragð og var horfið á svipstundu. En verur þessar hurfu á sönru stundu. Ég hentist nú af stað og ætlaði að elta tófuna, en hún var öll á bak og burt. Labbaði ég nú heim að bænum. Þegar ég var svo sem 10 faðma frá bæjarhúsunum situr tófan hin rólegasta við dyrnar á fjárhúsinu. Fékk hún þar fljótan og góðan dauðdaga. Fór ég nú heim og háttaði, sofn- aði vært. Dreymir mig þá að til mín komi maður, sem segir við mig eitthvað á J)essa leið: Illt liafðir jrú í huga, Jregar Jiú ætlaðir að skjóta mig, konu mína og börn, en gæfa Jrín var það rneiri að Jdú hættir við að skjóta í tóft- inni. Hefur })ú Jjakklæti okkar allra fyrir vikið, og hefur Jni Jreg- ar l'engið greitt fyrir það að þú lézt okkur í friði, Jjví ég neyddi dýrið heim að fjárhúsi þínu og komst það ekki Jiaðan fyrr en dauðinn batt enda á líf Jress. Og mundu Jrað að skjóta aldrei framar í eða við okkar bæ Jró tóftir einar séu þar nú, J)ví ennþá koma Jiær stundir að Jjar eigum við friðland, þó okk- ur líði annars vel. Lofaði ég manninum Jressu, og efndi það síðan. Fjórir menn ganga úr sjó. Það mun hafa verið aldamóta- árið að ég var fjármaður hjá fjár- bónda á Vestíjörðum. Hagaði svo til að ég þurfti um veturinn að fara nær Jrví klukkutíma gang til að gefa sauðum á jötu í fjárhúsi, sem stóð upp á háum bökkum. Lá götu- slóði frá sjó upp bratta bakkana og rak ég oft sauðina til fjöru- beitar niður þessa bakka. Sjaldan var lent þarna undir bökkunum, því brimasamt var og landtaka ekki góð. Kom það oft fyrir í vondum veðr- um að mér dvaldist hjá sauðunum og beið oft betra veðurs til heim- ferðar. Lagði ég mig þá oft innst í garðann og sofnaði oft ef seint var orðið og lagði þá stundum ekki af stað heim fyrr en liðið var á nóttu. Fyrst í stað varð ég aldrei var við neitt óhreint þarna, en þegar leið á útmánuði, fór að bera á reimleika úti við fjárhúsið. Ég gaf þessu lít- inn gaum, en þó fór svo eina nótt, að úr hófi gekk, og skal nú frek- ar Jjar frá sagt. Þegar ég hafði lokið gegningum heima við lagði ég af stað út að sauðahúsinu og sagði fólkinu heima á bænum að það skyldi ekki undrast um mig, þó ég kæmi ekki heim um kvöldið. Hafði ég með mér brauðsneiðar og súrblöndu á flösku. Veðurútlit var hið ískyggi- legasta. Þegar ég hafði lokið við að gefa á jötuna og sauðir komnir í húsið, var komin ösku-norðan- stórhríð bæði með kafaldi og tals- verðu frosti. Ég sá Jrá strax að ör- uggara væri að láta fyrirberast í fjárhúsinu og sótti heyfúlgu fram í hlöðuna, sem var áföst við fjárhúsið og innangengt á milli. Gróf ég mig í heyinu og hafði þannig sæmileg- an varma. Sofnaði ég von bráðar. Úti geysaði stórhríð og gnauðaði hart á hinu lágreysta fjárhúsi. Ég svaf nú vært og vel fram á nóttu, en hrekk upp við það að nú er barið hart í Jrekjuna upp yfir Jjar sem ég svaf. Gekk svo á um hríð. Virtist stundum að einhverjir væru að láta sig renna niður Jrekjuna og varð af þessu skruðningur mikill. Ég las Jaá bænir mínar og bað inni- lega að allar góðar vættir bægðu öllum ófögnuði frá verustað mín- um og sauðanna. Varð nú alveg VEIÐLAUNAÞIAUTIl EK Verðlaunaþrautir Aljrýðublaðs Hafnarfjarðar eru þrjár að þessu sinni. Reynt hefur verið að hafa þær Jjannig, að allir í fjölskyldunni geti átt einhvern þátt í að leysa þær. Öllum er heimil þátttaka. Ber- ist margar réttar ráðningar verð- ur dregið á milli þeirra. Lausnir skal senda í pósthólf 2, Hafnar- firði, fyrir 5. jan. n. k. Skal senda J;>ær í lokuðu umslagi og merkja hverja gátu fyrir sig með réttu nafni. Réttar lausnir og úrslit verð- launasamkeppnanna verða birtar í AlJjýðublaðinu í Reykjavík, sunnudaginn 11. janúar n. k. Verðlaunaþraut I: Gömlu húsin. Þrautin er sú, að þekkja þessi 16 gömlu hús og bæi í Hafnarfirði og nágrenni. Þess er sjálfsagt að geta, að sum Jressara liúsa eru nú ekki lengur til. Gerir Jrað Jrraut- ina ívið Jjyngri. Svörin verða að vera svo greinileg, að eigi verði um villzt. við hvaða hús er átt. r' JÓLAGETRAUNIR allrar fjölskyldunnar. 1. verðlaun: Bókapakki. (Bækur fyrir alla fjölskylduna). 2. verðlaun: íslenzkt mannlíf. Verðlaunaþraut II: Hver er sjómaðurinn? Hér koma myndir af 49 hafn- firzkum sjómönnum. Þrautin er sú að þekkja þá alla og nafngreina J)á. Það skal sérstaklega tekið fram, að Jressar myndir voru valdar al- gerlega af handahófi, en J)ó reynt að velja heldur starfandi sjómenn. Nokkrir sjómannanna eru látnir. 1. verðlaun: Bókapakki. (Bækur Iðunnarútgáfunnar). 2. verðlaun: Fjölfræðibókin. Verðlaunaþraut III. Myndagátan. Þetta er bara venjideg mynda- gáta, og er hún einkum ætluð J)eim yngri. Hún þarfnast engrar skýr- ingar við. 1. verðlaun: Stefán snarráði. (Bláa drengjabókin í ár). 2. verðlaun. Helga Rúna. (Rauða telpnabókin í ár). 3. verðlaun: Ævintýralegt jólafrí eftir Böðvar frá Hnífsdal.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.