Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Blaðsíða 24

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Blaðsíða 24
24 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR hljótt í bíli. Sofnaði ég aftur, en vaknaði skömmu síðar við hálfu meiri högg en áður og var nú farið að berja á fjárhússhurðina. Ég hafði sama sið og áður og hætti þá.þessi ófögnuður. Kl. var nú að ganga sex að morgni, veður orðið sæmilegt, bjart en hvasst með frosti. Tungl óð i skýjum. Fór ég nú að tygja mig til heimferðar, og fór út eítir að hafa gefið kindun- um heytuggu á jötuna. Ekki sá ég nein deili á neinu lif- andi úti. Kallaði ég og hóaði sem ég hafði orku til en allt við það sama. Gekk ég nú fram á bakkann, sé ég þá livar 4 menn eða mannverur koma gangandi upp úr sjónum og stefna þeir upp bakkann, og fóru þeir í röð mjög hægt. Beið ég ró- legur og vildi vita frekar um gesti þessa. Þegar þeir eru á að giska 5 eða 10 faðma frá mér, sá ég að sá sem síðast gekk var þeirra minnst- ur, hinir allir stórir. Færðust þeir nú ennþá nær, en ég hreyfði mig ekki, gengu þeir fast fram hjá mér og gat ég ekki betur heyrt en marr- aði í snjónum. Eitthvað þótti mér skrítið við klæðaburð þeirra, en allir voru þeir í stígvélum. Þeir legja leið sína upp að fjárhúsinu, byrja að berja þekjuna og láta ýms- um látum. Vissi ég strax að hér voru á ferð- inni svipir sjódauðra manna og var ég viss um að útlendingar væru. Ég labbaði nú til fjárhússins og stillti mér upp fyrir framan hlið þá, er þeir frömdu skrípalæti sín á og fórnaði höndum til hæða og bað inilega fyrir þessum villtu sálum og nú bað ég upphátt. Hættu jaeir strax látum sínum, störðu á mig og virtist mér birta yfir ásjónum þeirra. Bað ég guð að leiða þes^a menn til þeirra heimkynna og gefa þeim þá hjálp og þá vernd, er þeir með þurftu. Þeir stóðu þarna eins og límdir við fjárhúsþekjuna. Ég bað og bað fyrir þessum verum, eins heitt og innilega og andleg orka mín leyfði. Sá ég nú að svipirnir urðu bjart- ari og að lokum leystust þeir upp í ljósleiftur og eftir stóð ég einn og dálítið miður mín. Nú fannst mér eins og afl mitt þverraði og inn varð ég að fara og liggja í jötunni drykklanga stund. Að því búnu fór ég heim. Engum sagði ég frá þessu, er fyrir mig hafði borið. Ég fór oft þarna í fjárhúsið bæði í björtu og dimmu og svaf eina nótt heila í fjárhúsjötunni, en aldrei varð ég var við neitt, hvorki fyrr eða síðar. ★ Líður nú og bíður. Fluttist ég inn í sveitina um vorið. Frétti ég þá að slys hefði orðið úti fyrir Vest- fjörðum þá um veturinn, sem varð með þeim hætti, að 4 menn tók út af erlendu skipi, sem allir drukknuðu. Setti ég þetta í samband við heimsókn til mín í fjárhúsið vet- urinn áður. ★ Atvik þetta firntist svo í huga mínum, en ég var minntur á Jjað einum fimm árum síðar. Var ég þá farinn að búa, átti konu og 2 börn og komst vel af. Er það á útmánuðum eina nótt að mig dreymir, að til mín komi maður, sem er vel klæddur, gjörfu- legur og býður af sér hinn besta þokka. Sá ég strax að hér var kom- inn í heimsókn útlendingur. Ekki talaði hann á okkar máli, en liugs- anir hans urðu sem skýrt mál fyrir mig og tjáði hann mér að nú væri hann kominn að þakka mér fyrir hjálpina, sem ég hefði veitt sér fyrir 5 árum, þegar þeir félag- ar hefðu leitað til fjárliússins á bökkunum forðum og ég í stað Jiess að banda Jjeim burtu hefði beðið fyrir Jieim og gefið Jieim orku til að leita á æðri slóðir. Við vorum viltir, sagði hann, og vissum ekki hvað við vildum eða hvert við fórum. Það varst Jdú, sem opnaðir veginn fyrir Jteim, er voru að Ieita okkar, en komust fyrst til okkar fyrir þína miklu bænarorku, er Jrú lézt okkur í té. Það stytti bið- ina til ljóssins, til hins nýja lífs. Ég og við félagar munum hér eftir reyna að gjalda skuld okkar og Jtegar Jtér liggur mikið á, mun- um við gera J>að sem okkur verður leyft. Eftir að hann hafði mælt þessi orð, gekk hann að rúmi barna minna, en ]>au sváfu saman í rúmi, lagði hendur yfir }>au og blessaði, kom svo að rúrni okkar hjóna og gerði slíkt hið sama. Fann ég mi orkubylgju leggja um mig allan og vaknaði þægi- lega. Opnaði strax augun og sá ljósa veru leysast upp í ekki neitt á baðstofugólfinu. Ég tel það æ mestu gæfu mína, að ég tók ]>annig á móti hinum fjórum verum, er heimsóttu mig til fjárhússins lorðum. Ef ég hefði tek- ið á móti þeim með formælingum og bölbænum, er ég Jress fullviss, að slíkt hefði orðið ]>eim til kvab ar og vandræða, en mér til ills, en sem betur fór tók ég — að mér finnst — rétt á máli Joessu, og enn Jtann dag í dag finn ég oft, að ég standi ekki einn í ýmsum erfið- leikum, sem ég hef þurft að sigr- ast á og oftast gert. Þar hafa verið að verki ósýnilegir hjálpendur. Um þá hjálp og margvíslegan stuðning gæti ég sagt margar sögur, en vel getur verið að ég segi ]>ér jtað einhvern tíma seinna, ef tími og tækifæri gefst til. En mundu það, að bænin er eða getur verið eitthvert sterkasta aflið í mannheimi. HANNES JÓNSSON: Ntökur Til ferskeytlunnar. Það var blítt í borg og bæ bezt er liressti geðið, upp til fjalla, út við sæ alls staðar var kveðið. Listin forna lifir enn, lesnar víkings sögur, kættist lund, Jjá kváðu menn kappa Ijóðin fögur. Köstuðu hnútum, kváðust á, kom ei slíkt að meini. Ýmsir beittu óspart Jjá orða mistilteini. Sumir líka ortust á, urður margir kættir. Granna milli gengu Jjá gamanvísnaþættir. Efnismeðferð af svo bar, ýmsra hlaut }>ví hylli, orðs í glósu einatt var orðaval og snilli. Það til gengur þannig enn, þrjóta ei vizkubrunnar. Víða prísa vitrir menn veldi ferskeytlunnar. Margir voru í vísnaleit, vakti hrifning stakan. Þannig komst hún sveit úr sveit, sveitum léttist vakan. Sléttubönd. Þrekinn fangar hylli heill herðir ganginn jórinn, drekinn spanga valla veill viðris stangar bjórinn. Til dóttur alþýðunnar. Ellin stórum mæðir mig, mótgangs hækka runnar. Draums í órurn dái eg ]>ig, dóttir aljjýðunnar. Þú varst ekki gjörn á glys, gleðin býr á vöngum, og þín fögru brunablys brostu við mér löngum. Lífs ójöfnu leiðum á lánið gæfan veiti, bægi öllu böli frá, blessun veg Jjinn skreyti. Nú vill enginn ljá mér lið, leita x vona skörðin, ellibljúgur bý ég við blessaðan Hafnarfjörðinn. Á ferð um Borgarfjörð. Almættið í öllu finn, árdags fögrum roða. Nú er dýrlegt, drottinn minn, dásemd Jjína að skoða. Fæðir yndi fegurð nýt, fjalla glitra skörðin. Aðdáunaraugum lít yfir Borgarfjörðinn. Fegurð gyllir fjallabrún. Flest hér yndi þróar: grösug engi, gróin tún, grænir birkiskógar. Himins dýrðar guðvefs glóð geislum prýðir völlinn, gróðurflosið Iitar ljóð, Ijóma slær á fjöllin. Eftirlíking af gömlum sveitabæ, eign Gunnlaugs Stefáns- sonar Austurg. 25. Bæinn smíðaði Jón Helgason Hvg. 21 B.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.