Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Blaðsíða 29

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Blaðsíða 29
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 29 Stefán Júiíusson, rithöfundur: ^Söncfvarinn TOGARINN lá ferðbúinn við bryggjmia. Afgreiðslu hans var lokið fyrir stundu, kol komin í boxin, salt í lestirnar. Verkamenn- irnir voru flestir farnir heim. Við Guðmundur höfðum orðið einir eftir til að lagfæra ýmislegt um borð og taka til. En nú var því einnig lokið. Við klifruðum upp á bryggjuna, settumst á gamla troll- hlera, blésum mæðinni, kveiktum í vindlingum. Við nutum þess að teyga að okkur loftið eftir daglangt stritið. Afgreiðsla togara var jafn- an hin mesta kappsvinna. — Veðr- ið var kyrrt og aðgerðarlaust undir kvöldið, fjörðurinn ládauður, him- inninn þakinn ljósum, hálfgagn- sæjum vorskýjum. Það var gott að láta líða úr sér hér á bryggjunni eftir strangan vinnudag, horfa á kríu og ritu, líta til bláma fjall- anna og grænu túnanna nær. Mér fannst alltaf, að tilveran væri á einhvern hátt ný í hvert sinn, er ég kom upp úr togara á slíkum vor- degi eltir daglangt erfiði án upp- lits, rétt eins og veröldinni væri mikið í mun að sannfæra mann um blíðleik sinn. Skipverjar fóru nú að tínast ofan bryggjuna. í 'fylgd með flestum konur, unnustur eða börn. Mér hafði alltaf fundizt mikið til um þessa sjómenn, er þeir gengu til skips eftir dag í landi, klæddir jjykkum peysum, nýjrvegnum troll- buxum og niðurbrettum klofstíg- vélum, með svarta sjópoka á bak- inu og ástvin sér við lilið. „Traust- ir skulu hornsteinar", kom mér jafnan í hug. Þeim var ekki fisjað saman Jressum körlum. Enginn nema úrvalsmaður var til lengdar í skiprúmi. „Andskotinn,“ sagði Guðmund- ur allt í einu, „ætli söngvarinn sé nú týndur, bölvaður skíthællinn?" Hann horfði upp eftir bryggj- unni, og mér varð litið í sömu átt. Fram bryggjuna kom kona ein síns liðs og fór eins hratt og hún mátti. Hún hafði sjáanlega búizt í skyndingu að heiman; hún var í inniskóm, kápan flakandi frá henni, hárið ekki vandlega greitt. Þótt ung væri, átti hún erfitt um gang, jjví húri var kornin langt á leið. Er hún kom riær og sá okkur félaga, var sem létti ögn yfir kvíða- fullum svip hennar. Þetta var Sol- veig, systir Guðmundar. Hún kom rakleitt til okkar og spurði móð og másandi af göngunni: „Veiztu, hvort Gunnar er kom- inn til skips, Gunnar??“ „Ekki hef ég séð hann,“ anzaði Guðmundur. „Er hann nú fortap- aður, höfðinginn?" Ég sá votta fyrir glampa í aug- um hennar, er hún kenndi liæðn- isbroddinn í spurningu bróður síns. Á samri stundu varð mér ljóst, hver fríðleikskona hún var. Og jrað sópaði að henni. En kvíðinn varð glampanum ýfirsterkari. „Hann fór út eftir hádegið og hefur ekki komið aftur,“ sagði hún angursamt. „Vildurðu svipast urn eftir honurn, Gummi? Ég má til að flýta mér aftur heim, ég hljóp frá börnunum einum." Hún leið biðj- andi á bróður sinn. „Er ekki skipið alveg að fara?“ Guðmundur reis seint á fætur og gnælði yfir systur sína. „Farðu lieim, Solla mín,“ sagði liann, og rómurinn var ekki óblíð- ur af honum að vera. „Ég sé. hvað ég get.“ Hún hélt ]}á af stað og hraðaði sér enn sem mest hún mátti. Guð- mundur horfði á eftir henni, og Jrað vottaði fyrir mildi í svip harð- jaxlsins. Síðan sagði hann við mig: „Komdu með, lagsi. Það getur orðið nógu erfitt að drusla Jtelvítis garminum um borð; ef við ]>á finn- um hann.“ í sarna bili rann jrar að leigu- bilreið: Út úr henni sté skipstjór- inn, háleitur, strangeygur og rauð- ur í andliti. Guðmundur vatt sér að honum og þrumaði: „Heldurðú værir ekki í standi til að láta bölvaðan dallinn doka við fáein augnablik, meðan við leitum að mannskratta. Það vantar einn hásetann." „Ha, vantar mann?“ innti skip- stjórinn hvasst og ruggaði. „Já, einn bölvaðan lúðulagga vantar fyrir víst. Það getur vantað fleiri, sem ég veit ekki um.“ „Ja, menn verða, sko, að mæta til skips á réttum tíma, sko. Það er andskotann ekki hægt að bíða með heilt skip eftir hentisemi einstakra bölvaðra skítháleista, sko. — Hvern- vantar?“ „Það vantar söngvarann, mág minn.“ „Ha, vantar söngvarann? Hefur hann nú lent í jtví í þetta sinn? Fjandinn eigi })að. Hann getur vel hafa falið sig, bölvaður. — Jæja, reyndu að finna hann. Druslaðu lielvítinu um borð, hvernig sem hann er á sig korninn. En í græn- golandi hvelli, sko. Ég get sko, ekki rnisst einn bezta hásetann á síðustu stundu. Ómögulegt að hrifsa upp vanan mann, jregar skip- ið er að fara. Þú getur sagt honum jjað, sko, að komi hann ekki eins og byssubrenndur um borð, sko, þýði ekki neitt að nefna pláss hjá mér framar. Ég gef, sko, eitt píp eftir kortér, og verði hann ekki kominn fimm mínútum seinna, getur hann, sko átt sig, Jrað hel- víti.“ Við hröðuðum okkur upp bryggj- una, fórum eins hratt og við gátum í niðurbrettum gúmmústígvélun- um. Við gægðumst inn í ölstofuna ofan við bryggjuna. Hann var ekki ])ar. „Hann er riú trúlega á fínni stað en Jretta," sagði Guðmundur, er við komurn út. „Hann er sjálfsagt á hótelinu, höfðinginn." Við skunduðum Jjangað, hlupum upp háar tröppurnar, stóðum allt i einu á miðju gólfi í smekklegri veitingastofunni. Ég fann óþægi- lega til, hve yið stungum í stúf við allt inni, í blautum og skítugum vinnugöllunum, eins og saltpokar í stássstofu. Allmargt manna var Jrar inni, og sló þögn á mannskapinn, er við geystumst inn. Veitingakon- an kom til móts við okkur, allgust- rnikil. „Er Gunnar Hallsson hér?“ spurið Guðmundur formálalaust og skeytti hvorki um fólk né frú. „Nei, hann er ekki hér.“ „Kannske hefur hann komið hingað. En hann er farinn." „Hefur hann ekki komið hing- að? „Það er áreiðanlegt?" sagði Guð- rnundur hvasst og fast. „Þú getur leitað, ef þú trúir mér ekki.“ Guðmundur snerist á hæli án })ess að segja orð frekar eða líta við neinum. Ég fylgdi á eftir og fann allra augu á mér. „Andskotinn," sagði Guðmund- ur, þegar við komum aftur út á tröppurnar. „Það getur orðið taf- samt að finna eitt djöfuls mann- kerti í öllum bænum, þótt hann sé ekki stór. Við skulum koma við heima hjá horium, Jrað er hérna í leiðinni. Kannske bölvaður skít- hællinn hafi hurizkazt heim.“ Guðmundur gekk rakleitt inn án Jjess að kveðja dyra. Ég fylgdi í liumátt á eltir, en staðnæmdist við eldhúsdyrnar. Þetta var snoturt eld- liús. Solveig sat við borðið og mat- aði tvö lítil börn, sitt á hvoru ár- inu. Þau voru hrein, búin til svefns, lalleg börn. Guðmundur var lág- værari en vant var, er hann spurði: „Hann hefur ekki komið?“ Solveig leit við okkur með ótta í augunum. „Nei, hann hefur ekki komið lieim. Finriið ])ið hann ekki? Fór- uð Jrið á hótelið?" „Við fórum á hótelið." „Hann hlýtur að vera einhvers staðar, |)ar sem hann getur sungið." „Það er svo sem viðbúið," sagði Guðmundur háværari. „Hann hlýt- ur að vera þar, sem hann getur sungið, höfðinginn. Hann getur

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.