Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Page 30
30
AT.ÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
þá sungið sig til helvítis fyrir mér,
bölv.. .“
„Góði Gummi minn,“ sagði syst-
ir hans og leit á börnin.
Guðmundur horfði á systur sína
og mildaðist.
„Þú hefur þá enga hugmynd um,
hvar hann gæti haldið sig?“
„Nei, ég get ekki látið mér detta
neitt í hug. Nema hann hafi farið
úr bænum. Ég vona bara ekki. Við
megum alls ekki við, að hann missi
plássið eins og nú stendur á.“ —
Kvíðinn var allsráðandi í svip
hennar.
„Nei, hann má ekki missa pláss-
ið,“ sagði Guðmundur og hækkaði
sig. „En hann gerir það bara, Solla,
með þessu helvítis háttalagi. Það
verður að loka mannskrattann
inni.‘“
Solveig stóð upp, og glampinn
kom í augu hennar. Hún var væn
kona og tíguleg, og enn sópaði að
henni.
„Þú talar ekki um Gunnar í þess-
um tón á mínu heimili," sagði hún,
og orðin hrundu eins og málmkúl-
ur af vörum hennar. „Þú getur þá
látið þetta eiga sig.“
Guðmundur hrökk fyrir orðum
hennar; beljakinn glúpnaði.
„Þú þarft ekki að reiðazt mér,
Solla. Ég er bara a ðhugsa um þig.“
Síðan sneri hann sér að mér. „Við
skulum hefja leitina að nýju, lagsi“
Solveig stóð enn við borðið og
horfði á eftir bróður sínum.
„Gummi."
Guðmundur stanzaði og leit við
henni. Hún hikaði áður en hún
sagði:
„Þú — sýnir honum ekki of mikla
harðleikni, Gummi, ef þið finnið
hann.“
Það rumdi í Guðmundi, er hann
ruddist út. Hann strunsaði ofan
götuna og tautaði fyrir munni sér.
Það var ekki fagurt. Er við gengum
fram hjá hótelinu, heyrði ég háan
og bjartan söng hljóma að innan.
Ég tók í handlegg Guðmundar og
stanzaði hann.
„Svona syngur enginn í þessum
bæ nema Gunnar Hallsson," sagði
ég-
„Andskotinn," sagði Guðmund-
ur og klofaði upp tröppurnar. Ég
hljóp á eftir. Ég vildi vera nærri,
er þeir hittust. Ég komst á undan
honum inn fyrir. Við gamla píanó-
ið í horninu stóð Gunnar Hallsson
og söng, en einhver hafði orðið til
að spila undir fyrir hann. Gunnar
var sýnilega mikið drukkinn. Hann
studdi sig við hljóðfærið. Samt
hafði hann undravert vald á söng-
rödd sinni. Hann var nýbyrjaður á
Kirkjuhvol Árna Thorsteinssonar,
og söngur hans var með eindæmum
glæsilegur, röddin blæfögur og
hrein. Allir i veitingastofunni
hlustuðu agndofa.
Ég stanzaði við dyrnar, en Guð-
mundur ætlaði að ryðjast fram hjá
mér. Ég tók í hann og aftraði hon-
um. Slíkur seiður var í þessum
söng, að hann beinlínis heimtaði
af mér, að ég léti Guðmund ekki
trufla hann. Guðmundur leit á mig
hvasst, en lét þó kyrrt vera.
Þegar Gunnar hafði lokið við
lagið, var honum fagnað ákaflega.
í sama bili kvað við skipsflautan
frá bryggjunni. Guðmundur stik-
aði þá inn eftir gólfinu og stað-
næmdist fyrir framan mág sinn.
Hann sagði fast en stillilega:
„Nú fylgi ég þér til skips, Gunn-
ar.“
Gunnar leit á hann rökum aug-
um og tindrandi, reyndi að rétta
úr sér, en studdist þó en við píanó-
ið, ungur maður og fínlegur, dökk-
ur yfirlitum, glæsilega búinn. Rödd
hans var furðulega drafandi eftir
hinn tæra söng, er hann svaraði:
„Þú getur farið í hurðarlaust
helvíti fyrir mér, Gvöndur mágur.
Ég fer ekki með þér, sérðu, fer ekki
fet, sérðu.“
„Skipið er á förum, maður. Hér
þýða engin djöfulsins undan-
brögð."
Þegi þú, Gvöndur mágur. Hvað
varðar mig um skip, ha? Fjandann
varðar mig um einhvern bölvaðan
dall, ha? Heldur-ðú ráðir eitthvað
yfir mér, þó þú þykir vera einhver
verkstjóranefna? Ég segi nei, sérðu.
Ég er að syngja, sérðu, syngja fyrir
sjálfan mig og allan heiminn."
„En þú missir plássið, maður.
Djöfulinn ætli ]>ú syngir þá.“
Gunnar veifaði annarri hendinni
og tók bakföll.
„Pláss? Hvað varðar mig um
pláss, ha? Og fjandann ætli þú vit-
ir, hvenær ég syng og hvenær ég
ekki syng, ah? Þú skilur 'andskot-
ann ekkert, Gvöndur, mágur, skil-
ur hreint ekki neitt, nema skítinn
í kringum þig.“
Guðmundur hikaði, leit í kring-
um sig, og það var líkast því, að
l'öt, skinn og liold stæðu honum á
beini. Allra augu hvíldu á þeim
mágum, en enginn sagði orð. Veit-
ingakonan kom inn úr eldhúsinu.
Hún sagði við Guðmund flaum-
ósa:
„Hann kom aftur. Ég sagði hon-
um, að þið væruð að Ieita að hon-
um, en hann bara hló og vildi ekk-
ert nema syngja."
Fyrr en nokkurn varði, beygði
Guðmundur sig örsnöggt niður, og
í sama vetfangi lá Gunnar yfir öxl
hans með höfuðið aftur. Guðmund-
ur tók föstu taki um fætur hans
með annarri hendi, en með hinni
hélt hann um aðra hönd hans.
Hann sneri sér að mér með byrði
sína og sagði ofboð rólega:
„Haltu í bölvaðan lausa skank-
ann, lagsi."
Síðan stikaðí Guðmundur út.
Þetta hafði gerzt með svo snöggum
hætti, að Gunnar hafði naumast
áttað sig. Ég tók um lausu hönd-
ina. Hann var sem í skrúfstykki og
gat enga björg sér veitt. Þegar ofan
tröpurnar kom, lét Guðmundur
hann niður og sagði fast:
„Nú gengur þú með okkur eins
og maður, þitt helvíti."
Gunnar steig í fæturna, en þó
linlega, og við leiddum hann í milli
okkar. Hann sagði ekki orð, augu
hans voru döpur, og svipurinn
merkti uppgjöf. Allt í einu stakk
hann við fótum.
„Ég verð að kveðja Solveigu og
börnin."
„Þú hefðir átt að hugsa um það
fyrr, bölvaður ræfillinn," sagði
Guðmundur, mest við sjálfan sig.
„Þú ert fantur, Gvöndur mágur,
argasti helvítis fantur. Ég verð að
fá að tala við Solveigu."
Guðmundur anzaði honum
engu, en herti takið. Við mig sagði
hann:
„Þú verður að hlaupa á undan
lagsi, og segja karlinum, að ég sé á
leiðinni með bölvaða skepnuna."
Ég hljóp fram bryggjuna. Skip-
stjóri stóð í brúnni. Ég sagði hon-
um hvers kyns var. Hann leit upp
bryggjuna, og um leið komu þeir
mágar í ljós. Þá kallaði skipstjóri
til manna sinna:
„Farið þið á móti honum Gvendi,
piltar, ög berið þið söngvarann
um borð.“
Tveir hásetar stukku upp á
bryggjuna, og við fylgdumst að til
móts við þá mága. Gunnar hafði
nú gerzt illur viðureignar, svo Guð-
mundur átti fullt í fangi með hann.
Hann barðist um á hæl og hnakka
og öskraði í sífellu með hásri og
drafandi röddu:
„Ég verð að sjá Solveigu. Ég
verð að sjá Solveigu."
Við höfðum engin umsvif. Gunn-
ar var hafinn á lolt, tveir tóku
undir axlir hans, tveir undir fæt-
urna og síðan hlupum við með
hann fram bryggjuna, æstan og
ósjálfbjarga. — Skipstjórinn kall-
aði til manna sinna á þilfarinu.
„Takið þið á móti honum, pilt-
ar.“ Við okkur sagði hann: „Látið
hann falla piltar."
Við hentum honum um borð
eins og trospoka, en hann var grip-
inn af félögum sínum. Þeir settu
hann niður á lúguna, og þar lá
hann eins og hrúgald, gjörsamlega
yfirbugaður. — Sumir þeir, sem
viðstaddir voru á bryggjunni,
höfðu mikla skemmtan að þessum
aðförum, hlógu og höfðu að gam-
anmálum. Ein rödd í hópnum
sagði:
„Hann hefur sungið full-lengi í
þetta sinn, blessaður söngvarinn."
Guðmundur leit á hópinn og
var svo ægilegur ásýndum, að þögn
sló á alla.
,Sleppa,“ hrópaði skipstjórinn.
Um leið tók skipið að hreyfast
lrá bryggjunni. Gunnar lá enn kyrr
á lúgunni og hreyfði hvorki legg
né lið.
Mér varð litið upp bryggjuna og
sá þá, hvar Solveig kom baksandi
og bar eitthvað í höndum sér. Ég
hljóp til móts við hana. Hún var
með heljarmikil sjóstígvél í hönd-
unum.
„Stígvélin hans voru í aðgerð,"
sagði hún móð af göngunni.
Ég þreif af henni stígvélin og
hljóp sem fætur toguðu á móts við
skipið aftur. Það var komið all-
langt frá bryggjuni, en ég fékk
Guðmundi annað stígvélið í of-
boði, og síðan freistuðum við að
kasta sinn hvoru stígvélinu um
borð. Það tókst. Annað lenti í fæti
Gunnars, sem lafað hafði út af
lúgukarminum. Hann eins og
rumskaði við og leit upp. í sama
bili var Solveig komin á móts við
togarann. Hún kom óðar auga á
mann sinn og rétti ögn upp aðra
höndina, eins og hún ætlaði að
veifa. En höndin staðnæmdist
miðja vegu í ráðleysi, og hún að-
eins horfði á Gunnar. Allt í einu
kom hann auga á hana. Það fór
kippur um hann allan, hann rykkt-
ist við og settist upp. Hann leit á
konu sína opnum sjónum, fullur
hryggðar og sársauka. Síðan stóð
hann á fætur með erfiðismunum,
tók upp gúmmístígvélin og dróst
fram þilfarið.