Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Síða 51

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1958, Síða 51
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR NÝJAR NORDRABÆKUR Guðm. G. Hagalín: Virkir (laiíar Ævisaga Sœmundar Seemundssonar gefin út i tilefni sextugsafmœlis höfundarins. Með þessu stórmerka riti liefir Guðmundur G. Hagalín að rita nýjar íslendingasögur, aldar- spegil þjóðarinnar á mótum sérkennilegrar for- tíðar og umsvifamikillar nútíðar. Enginn hefir reynzt Hagalín snjallari í þess- ari bókmenntagrein. Virkir dagar eru og munu verða sem hinar gömlu íslendingasögur hornsteinninn að varð- veizlu íslenzkrar tungu og íslenzks þjóðernis. Hannes J. Magnússon: Á. liörðu vori Þetta er sérstæð bók, og þarna er lagt inn á nýjar brautir í skráningu endurminninga. Lík- ist frásögn höfundar meir skáldsöguformi en venjulegum endurminningarstíl, þótt atburðir allir muni vera raunverulegir, og verður hví bókin öll skemmtileg aflestrar. Dick Laan: /Evintýri Trítils Höfundur Trítils á ekkert annað barn en Trítill, en hann hefir veitt börnum í Hollandi, Svisslandi, Frakklandi, Belgíu, Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð meiri ánægju en þótt Dick Laan og frú liefðu eignazt 100 börn. Ekki þarf að efast um, að bók þessi verði ís- lenzkum börnum hinn mesti aufúsugestur. Benedikt Gíslason frá Hofteigi: EiSasa^a Eiðasaga er saga liöfuðbólsins Eiða, þar sent löngum sátu hinir merkustu menn og ættfeður Jjjóðarinnar, sem létu jörðina ekki ganga úr ættarsetu í ábúð né eignarhaldi sömu ættar, fyrr en á síðustu og verstu dögum 18. aldar. Eiðasaga er saga hins stærsta og merkasta slaðar á Austurlandi á þessum tíma. Benedikt Gíslason frá Hofteigi: Fólk oé sa^a Benedikt frá Ilofteigi fer ekki troðnar braut- ir sagnfræðinganna og þótt hann ef til vill trúi á tröll og hindurvitni, lætur hann þau ekki villa sér sýn. En smælingjarnir eru samt ávallt honum næst- ir, og þegar penni hans segir frá þeim, ]já heyr- ist annar og þýðari ómur en frá nokkrum öðr- um. Björn J. Blöndal: ÖrlaáakræSír Björn J. Blöndal er löngu landskunnur fyrir ritstörf sín. Hamingjudagar, Að kvöldi dags og Vatna- niður, bera höfundi sínum fagurt vitni. Hér leggur hann út á nýjar brautir, en samur er liljómurinn, mjúkur og hreinn, og undirtónn- inn í hverri setningu gefur birtu, sem endast mun lesanda lengi. Gatland og Dempster: Líf í alkeími Á iðnbyltingartímabilinu voru sigrar alheims- ins yfir náttúrunni svo hraðir, að vísindamenn- irnir töldu manninum ekkert ofvaxið, innan stundar myndi hann Jjekkja alla leyndardóma heimsins. Svo fór Jjó, að þegar hann virtist standa við þröskuldinn — klauf atómið það smærsta af öllu smáu. Þá reyndist Jjar vera eft- ir kraftur, sem enginn Jjekkir til fulls. — Trú- arbrögð og raunvísindi hafa færst nær hvort öðru, Jjekking hefir aukizt, en alltaf er Jressari spurningu ósvarað: Hverjir erum vé.rl Hvaðan komum vér? Hvert stefnum vért Þessi bók fjallar um hið fjölbreytta og ó- þrjótandi efni, sköpun heims, þróun visinda og trúarbrögð. Þórleifur Bjarnason: Tröllið sagði Þórleifur Bjarnason lýsir hér stórbrotnum átthögum sínum á Hornströndum, rekur bar- áttu mannsins við umhverfið og umhverfisins við manninn, bregður upp myndum atburða og Jjjóðhátta liðins tíma, en fellir inn 1 heildar- mynd náttúrunnar og lífsbaráttunnar örlaga- ríka persónusögu húsbóndans á Hóli. Elinborg Lárusdóttir: Leíkur örlajjanna Elinborg Lárusdóttir er fyrir löngu orðin landsjjekkt fyrir skáldsögur sínar, en fæstir vita, að lnin er vel þekkt langt út fyrir landsteinana. Fyrsta saga þessarar bókar, „ÁSTIN ER HÉ- GÓMI", er til dæmis þegar komin út á scx tungumálum auk íslenzkunnar. Erú Elinborg mun vera afkastamesti kven- rithöfundur vor og um leið sá vinsælasti. Bók þessi mun verða talin gott innlegg kvenna á vettvangi íslenzkrar listar. Sjálfsævisajía Björns Eysteínssonar Þegar ljöldinn flýði land til Jjess að leita betri lífskjara, fluttist Björn upp í óbyggðir — land útilegumanna — bjó þar í fimm ár og kom til baka sem góður bóndi, fékk góða jörð og varð innann fárra ára einn ríkasti bóndi Norð- urlands. Ýmsir töldu Björn vera fyrirmynd Kiljans að Bjarti í Sumarhúsum, en hvað um það, hann gaf trúna á landið sitt og trúna á sjálfa sig. Guðmundur Ingi Kristjánsson: Sólclöáá Guðmundur Ingi Kristjánsson bóndi og skáld á Kirkjubóli í Önundarfirði, varð þjóðkunnur fyrir tuttugu árum af fyrstu ljóðabók sinni. Sóldögg er þriðja ljóðabók hans og mun tryggja honum veglegt sæti á skáldabekk. Guðmundnr Ingi er í skáldskap sínum mótaður af uppruna, umhvcrfi og ævistarfi, en magnar beztu kvæði sín listrænum töfrum, sem hefja J>au hátt yfir stund og stað og gera J>au langlíf í íslenzkri bók- menntasögu. Sóldögg er tvímælalaust jafnbezta ljóðabók hans og úrslitasigur þessa vestfirzka skáldbónda, sem sameinar gamla hefð, sérstætt efnisval og persónuleg vinnubrögð. Bókin er fjölbreytt og margslungin. Guðmundur Ingi yrkir um sveitina og hlutskipti bóndans, ástina, vonir sínar og drauma, fegurð íslands og gleði þess að vera íslendingur. En hér er einnig að finna efnisrík og persónuleg söguljóð og þrótt- mikil kvæði, sem flytja Jjjóðinni athyglisverðan boðskap á örlagatímum. Vilhjálmur Finsen: HvaS lancliiin sajjðí erlendis Vilhjálmur Finsen, jöfur og öldungur is- lenzkra blaðamanna, var um lengri tíma starfs- maður hinna stærstu blaða Noregs. Fyrr og síðar hefir hann kynnt land sitt og þjóð á erlendum \ettvangi með fjölda viðtala við ýmsa merkustu menn Jjjóðarinnar. Mun lesandinn fá í bók þess- ari glögga mynd af gangi landsmálanna hér lieima. Auk viðtalanna er frásögn af undirbúningi og framkvæmd „Dönsku nýlendusýningarinnar" 1905, er vakti óhemju gremju meðal íslendinga, en gerði um leið landanum ljóst, hve mikill fjöldi verðmætra forngripa hafði farið úr landi á ólöglegan liátt. / bókinni birtast viðtöl m. a. við eftirtalda menn: Pétur Jónsson, söngvara Sig. Eggerz Svein Björnsson Lárus B/arnason Sæm. B/arnhéðinsson Geir Zoega Gunnar Egilsson Knud Ziemsen Finn Jónsson próf. B/arna frá Vogi Jón Þorláksson Þorstein Gíslason Davíð Stefánsson Jóh. Jóhanness. bæ/arfóg. Tryggva Þórhallsson Pctur A. ÓJafsson Jón Árnason Ólaf Johnson Magnús Sigurðsson Einar Benediktsson Gunnar Ólafsson Garðar Gíslason Pál Eggert Ólafsson Jón Laxdal Guðmund Jósson skipst/. Guðmund Hlíðdal Ágúst Kvaran Ragnar Ólafsson Gunnar Gunnarsson rith. Þórarinn Kristjánsson Sigurð Nordal Ben. G. Waage Carl Sæmundsson Lúðvík Guðmundsson Sig. Sigurðsson Klemenz Jónsson Jón Sívertsen Óskar Halldórsson Guðin. Grímsson dómara Ingvar Guð/ónsson Ásgeir Ásgcirsson forseta Ólaf Proppé Ólaf Thors Steingrím Jónss. rafmst/. Árna Eylands Magntis Jónsson Jónas Þorbergsson Hermann Jónasson L. H. MöIIer Agnar Kofoed-Hansen Thor Jensen Enn'I Nielsen O. Tvnæs Ludvig Kaaber Haraíd Faaberg Astrid Lundgren: Karl Blómkvist Rasmus Leikfélagarnir Kalli, Andri og Eva Lotta, eru í sumarleyfi og una hag sínum hið bezta. Fátt er þessum börnum kærara en sumarleyfið, enda telud Kalli Jrað eina merkustu uppfinningu mannsandans. Því fer fjarri, að Kalli liafi tíma til að brjóta lieilann um leynilögreglumál. Það virðist líka vera heldur fátt um „grunsamlega náunga" í lilla bænum Jjessa sólbjörtu júlídaga. Samt vakn- ar leynilögreglumaðurinn Karl Blómkvist til dáða á ný, Jiegar hann verður þess var, að barna- ræningjar nema Rasmus litla á brott. En skyldi Kalla lieppnast að bjarga Rasmusi úr klóm ræningjanna? Skemmtileg bók handa drengjum og stúlkum o aldrinum 9—90 dra. HókaLÚtgáfan N O RÐ R I

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.