Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 5
ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 5 Guðmundur Árni Stefánsson skrifar: Meirihluti óháða íhaldsins orðinn þreyttur og sinnulaus: Við skulum gefa honum fri nœsta vor á það ber að líta. að þetta eru fyrst og fremst bráðabirgðasamningar, sem slá vandanum á frest. af því að tíminn núna rétt fyrir jólin er óheppilegur til verkfalla og ann- arra átaka i launabaráttunni. En 15. mars næstkomandi hefjast samningaviðræður fyrir alvöru. Höfuðástæðurnar fyrir því að ég samþykkti samningana eru þrjár. I fyrsta lagi er þessi árstími alverstur fyrir fólk til að fara í verkfall. f öðru lagi fengu þeir verst launuðu, er engrar yfirvinnu njóta, verulega kauphækkun. Þetta er í fyrsta skipti sem eitthvað er gert fyrir þetta fólk sérstaklega Og þriðja og síðasta höfuð- ástæðan er afturvirkni samning- anna. Fréttir úr flokkstarfí — Frh. af bls. 16 koma upp starfshópum sem fjalli um einstök málefni einkum með tilliti til bæjarstjórnarkosninganna. Almennir félagsfundir verða að jafnaði á eins til tveggja mánaða fresti. Formaður Kvenfélags Alþýðu- flokksins er Ásthildur Ólafsdóttir og aðrir í stjórn eru Guðfinna Vig- fúsdóttir, Guðrún Guðmundsdótt- ir, Ásta Sigurðardóttir og Sigríður Magnúsdóttir. Félag ungra jafnaðarmanna hélt nýlega aðalfund sinn og var Gunnlaugur Stefánsson endur- kjörinn formaður félagsins. Fé- lagsstarfið í vetur verður einkum mótað af bæjarstjórnarkosningun- um í vor. Hefur félagið sérstakan hug á að í stefnuskrá flokksins fyrir kosningarnar verði lögð rík áhersla á málefni ungs fólks. Vegna slæ- legrar frammistöðu meirihluta bæjarstjórnar undanfarin ár er nú svo komið að aðstaða ungs fólks til félagsstarfs er mun verri í Hafnar- firði en í nágrannabæjunum. Félag ungra jafnaðarmanna hyggst, síðar í vetur gefa út blaðið Jafnrétti, sem helgað verður mál- efnum ungs fólks. Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar var haldinn í byrjun október. Stjórn félagsins var end- urkjörin. Formaður félagsins er Eyjólfur Sæmundsson en aðrir í stjórn eru Gylfi Ingvarsson, Árni Hjörleifsson, Gissur Kristjánsson og Sævar Helgason. Félagið áformar að halda félagsfund að jafnaði einu sinni í mánuði í vetur. Næsti fundur félagsins verður um þingmál Alþýðuflokksins og á þar næsta fundi verður fjallað um ut- anríkismál. „Siggi gróin sjómannshöndin iðin sækir fisk i hafið mitt og þitt. íslendingar eiga saman miðin, — eiga saman fagra landið sitt.“ Síðasta tölublað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar fór heldur betur fyrir brjóstið á meirihluta óháða íhaldsins (Óháðra borgara og Sjálfstæðisflokksins). Upphófst hinn mesti harmagrátur í mál- gögnum þessara flokka — Borgar- anum og Hamri — og kvörtuðu skriffinnar óháða íhaldsins sáran yfir því að Alþýðublað Hafnar- fjarðar leyfði sér að segja bæjar- búum sannleikann viðvíkjandi ýmsum stærri og mikilvægari mál- um hér í bæ, sem núverandi meiri- hluti hefur algjörlega vanrækt á síðari árum. Undirritaður benti á í grein í AB s.l. vor, að ýmislegt það vantaði hér í bænum til þess að bærinn gæti þjónustað bæjarbúa með sóma. Af þeim sökum sæktu Hafnfirðingar í auknum mæli til Reykjavíkur í tómstundum sínum og frítíma. Bent var á, að þessari þróun yrði að snúa við þannig að Hafnarfjörður yrði ekki enn einn svefnbær Reykjavíkur. íþróttafólk út í kuldann Skulu nú rifjuð upp nokkur þau atriði, sem minnst var á í Alþýðu- blaði Hafnarfjarðar og fóru hvað mest í taugarnar á óháða íhaldinu. Það var m.a. bent á, að bæjaryfir- völd hefðu hin síðari ár verið mjög erfið heim að sækja fyrir íþrótta- fólk hér í bænum. Bæði FH-ingar og Haukamenn hafa staðið í um- svifamiklum framkvæmdum við sín íþróttasvæði en aðstoð bæjar- yfirvalda við þær framkvæmdir hafa komið seint og illa. I því sam- bandi má geta þess, að fyrir nokkrum mánuðum var undirrit- aður samningur milli bæjarins og íþróttafélaganna og var þar kveðið á um næstu framkvæmdir á þess- um sviðum og gerð nákvæm grein fyrir skyldum og réttindum beggja samningsaðila. En blekið á undir- skriftum fulltrúa bæjarins hafði varla þornað á þessum pappírum er svikin hófust. Með öðrum orð- um, þá hafa bæjaryfirvöld ekki staðið við sinn hluta samningsins og íhuga FH og Haukar alvarlega uppsögn þessa samnings. Til frekari áréttingar á gremju íþróttamanna og íþróttaáhuga- manna hér í Hafnarfirði, nægir að vísa til viðtals Fjarðarfrétta við nokkra knattspyrnumenn bæjarins ekki alls fyrir löngu. Þar kemur glögglega fram afstaða hafnfirskra íþróttamanna til bæjaryfirvalda. Nefnilega sárindi, gremja og reiði vegna skilningsleysis meirihluta bæjarstjórnar viðvíkjandi þörfum íþróttafólks. Ekki bólar á leikfélagi hér í bænum, þótt vitað sé að stórir hópar áhugafólks um leiklist sé að finna í Hafnarfirði. En það er meira en að segja það, að setja á stofn eitt stykki leikfélag og það veit hið áhugasama fólk. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hefur menningarsinnað fólk reynt að setja í gang leiklistarstarf í bænum en ekki fengið önnur andsvör frá meirihluta bæjarins þegar leitað hefur verið eftir stuðningi, en and- vörp og geispa en engan stuðning- inn. Fátt hefur verið um svör hjá óháða íhaldinu, þegar bent hefur verið á nauðsyn þess að færa út starfsemi bókasafns Hafnarfjarðar, t.d. með rekstri bókabíls. Þar er þögnin látin tala eins og á svo mörgum öðrum sviðum í rekstri bæjarins. Meirihluti og hraunið Það deilir enginn um það í bæn- um, nema ef til vill þeir sem í meirihiuta bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar sitja, að mjög vantar uppá, að umhverfisverndarmálum í bænum sé sinnt sem skyldi. Það deilir auðvitað enginn um það, að í bænum eru unaðsreitir. En þeir eru þar ekki tilkomnir vegna fram- kvæmda óháða íhaldsins. Nei, þeir eru annaðhvort til staðar vegna þess að náttúran sjálf hefur gert þá þannig úr garði, eða frá gömlum tímum, þegar Alþýðuflokkurinn átti aðild að stjórn bæjarins. Það er náttúrlega auðvitað, að óháða íhaldið reyni að þakka sér tilvist hins fallega hrauns sem ennþá er að finna í bænum. Mætti ætla að Árnarnir og ritstjórar Hamars og Borgarans hefðu sjálfir staðið að niðursetningu hraunsins í Hafnar- firði. Já mikill er máttur sumra. — En því er auðvitað ekki svo farið og raunar er málum svo komið, að bæjarbúar þakka það þegar einn og einn klettadrangur fær að standa upp úr í bæjarlandinu, þegar bæjaryfirvöld eru með stór- Framhald á bls. 6 Hvað færðu fyrir 30kr.ídaq? Tvær samlokur, bíómiða og poppkornspoka, þrjátíu eldspítustokka,eða möguleika á einhverjum þessara glæsilegu vinninga! Vinningaskrá: @ 9 9 9 198 1.053 27.198 106.074 134.550 450 — 135.000 200.000,- 50.000,- 30.000,- 20.000,- 7.500,- 1.500- 750,- Þittervalið! Entaktueftireinu. Allirvinningareru í beinhörðum peningum og vinningslíkurnar gerastekki betri. Ertu með? 270.000,- 3.960.000,- 7.897.500,- 40.797.000- 79.555.500,- 134.730.000,- 3.000,- 1.350.000,- r ■■■■■■•• i ■•■■ ■ ■■■ • ••• • ••• ■■■■i liilH ■ ■•■ ■•■■■■•• ■■■■■■■■ ■■■■ ■■•■ • •••• ■■■i L !•■■• ■■■■■ ■ ■■•■ 136.080.000,- HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS hefur vinninginn argus

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.