Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 12

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Starfsfólk Bæjarútgerðar minnir á sig. Heilsugæsla Hafnarfjarðar Heilsugæsla Hafnarfjaröar Strandgötu 8—10. Símar: 53722 — 53426 Laugardaga er læknavarsla í síma 51100 Helgidaga- og næturvarsla er í síma 51100 Ungbarnadeild bein lína: sími: 53577 Óskum öllum Hafnfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Jafnframt minnum við á jólaskreytingar, hyasintur og fjölbreytt úrval af jólaskrauti. Kertamarkaður ásamt fullri búð af fallegri gjafavöru. Blómabúðin Burkni Linnetstíg 3, sími 50971 opið alla daga frá kl. 9.00—21.00. Við bíðum þín GAFL-lnn býður þig og þína velkomna í veitingasalinn við Dalshraun 13 þegar þið hafið lokiðjólainnkaupunumlaugardaginn 19. desemberog á þorláksmessudag. Salurinn verður opinn báða dagana frá kl. 6 til 10. Ykkar mun þá bíða girnilegt jólahlaðborö, Guðni Guðmundsson leikur jólalög og jólasveinar heilsa uppá gestina. Matarverðið er lágt, aðeins hálft fyrir vngri en tólf ára og ókeypis fyrir sex ára og yngri. Tilvalið tækifæri til að auka á stemmninguna fyrirjólin. Einnig viljum við minna fyrirtæki og verslanir á hagkvæmni þess að láta Gafl-inn sjá um næringuna fyrir starfsfólkið til tíma- sparnaðarí jólaannríkinu. Ueilin9<ihú/ið GAPi-mn REYKJAVÍKURVEGI 68 SÍMI 51857 DALSHRAUNI 13 SÍMI 54424 - HAFNARFIROI Sjómennirnir eiga oft kald- sama ævi við erfið störf. En aflinn sem þeir koma með að landi er undirstaða fisk- vinnslufyrirtækjanna. F ramleiðsluverðmætaaukning bæjarútgerðarinnar 9 fyrstu mánuði þessa árs meira en tvöfaldaðist miðað við sama tíma í fyrra. Þannig var framleiðsluverð- mæti frystingar hjá BH fyrstu 9 mánuði ársins 1980 um 20 milljónir króna en 43,3 millj. kr. á sama tima þessa árs, skreið 9 fyrstu mánuði í fyrr a 8,2 millj. kr. móti 16,4 millj. kr. nú, en saltfiskur í fyrra 1,3 millj. kr. móti 1,8 millj. kr. nú. Heildarverðmæti 9 fyrstu mánuði 1980 var 29,5 millj. kr. en 61,5 millj. kr. 9 fyrstu mán- uði þessa árs. Þessi mynd er tekin um borð f togaranum Aprfl sem er eign bæjarútgerð arinnar. ATVINNULÝÐRÆÐI í BÆJARÚTGERÐINNI? Bæjarstjórn hefur kosið fimm bæjarfulltrúa til að fara yfir tillög- ur útgerðarráðs að nýjum sam- þykktum fyrir Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar. I þá nefnd voru kjörin þau Hörður Zóphaníasson, Rann- veig Traustadóttir, Árni Gunn- laugsson, Einar Þ. Mathiesen og Guðmundur Guðmundsson, sem er formaður nefndarinnar. f upphafi þessa kjörtímabils bæjarstjórnar, sem nú er að líða, fluttu bæjarfulltrúar Álþýðu- flokksins tillögu um að komið yrði á atvinnulýðræði innan bæjarfyr- irtækja. Lögðu þeir til að bæjar- stjórn kysi 5 manna nefnd til að fjalla um þessi mál og gerði um þau tillögur til bæjarstjórnar. Jafnframt var gert ráð fyrir í tillögunni að verkalýðshreyfingin og Starfs- mannafélag Hafnarfjarðar til- nefndu fulltrúa í nefndina og yrðu þannig með í ráðum. Þetta var á bæjarstjórnarfundi 7. nóvember 1978. Tillögunni var vísað til bæj- arráðs. Hinn 25. janúar 1979 lagði meirihluti bæjarráðs, þeir Árni Gunnlaugsson og Árni Grétar Finnsson, til að bæjarstjórn vísaði tillögunni frá, þar sem hún væri ekki tímabær vegna þess að fljót- lega myndi ríkisstjórnin leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um atvinnulýðræði og aðild starfs- fólks að stjórnun ríkisfyrirtækja. Ennfremur var sagt í lok frávís- unartillögu þeirra Árnanna, sem var samþykkt í bæjarstjórn 30. janúar 1979 með 6 atkvæðum gegn 5. „Jafnframt samþykkir bæjar- stjórn að taka málið á ný til með- ferðar, þegar væntanlegt frumvarp kemur til með að verða að lögum eða ný viðhorf gefa tilefni til þess.“ Nú eru liðin þrjú ár frá þessari samþykkt bæjarstjórnar og ekkert bólar enn á lagasetningu um at- vinnulýðræði. Hins vegar gefst nú tilefni til að setja inn í samþykktir útgerðarráðs ákvæði um aðild starfsfólksins að ráðinu og tryggja þannig sem best samstarf og skilning milli starfs- fólksins og stjórnar fyrirtækisins. Verður því ekki trúað að óreyndu upp á bæjarfulltrúa meirihlutans, að þeir hafi lengur á móti því að starfsfólkið eigi sem bestan aðgang að stjórn Bæjarútgerðarinnar. Ef við athugum hvernig fryst- ingin kom út hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar árið 1980 kem- ur í Ijós að hún skilaði 474,5 milljóna króna hagnaði. Þetta sama ár var hagnaðurinn af frystingu hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur 165,2 milljónir króna en hjá Útgerðarfélagi Akureyringa 419,1 milljón króna. Árið 1980 var hagnaður af skreið hjá BH 776,7 milljónir króna, hjá BÚR 605,4 milljónir króna og Útg.fél. Ak. 452,6 milljónir króna. Hagnaður af saltfiski 1980 hjá þessum þremur fyrirtækjum talinn í sömu röð var 31,3 millj. kr. — 31,2 millj. kr. — 119,4 millj. kr. 30 nýjar íbúðir 1982 í lok nóvember sl. voru afhentar 9 íbúðir að Víðivangi 5. íbúðir þessar voru byggðar á vegum stjórnar verkamannabústaða í Hafnarfirði samkvæmt lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, en þau lög fjalla m.a. um Byggingarsjóð verkamanna og félagslegar bygg- ingar. Lög þessi eru árangur af samn- ingum verkalýðshreyfingarinnar við ríkisvaldið, enda markmið lag- anna, eins og segir í I. grein: „Að stuðla að jafnrétti í hús- næðismálum, þannig að fjármun- um verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika launafólks til að eignast húsnæði." Til þess að ná þessu markmiði kveða lögin á unt að íbúðir skuli seldar á kostnaðarverði og að kaupendur þurfi aðeins að greiða 10% verðsins í útborgun, en eftir- stöðvar lánaðar til 42 ára. Hér er því um að ræða verulega betri kjör heldur en á almenna markaðinum. bæði hvað varðar verð, útborgun og lánstíma. Með þessu móti er mörgum launa- manninum gert kleift að eignast ibúð, sem hann annars gæti ekki gegn um almenna markaðinn. Eftir að almenningur fór að gera sér grein fyrir þessum möguleika á að eignast íbúð hefur eftirspurn vaxið jafnt og þétt um landið allt, — enda hafa framkvæmdir af þessu tagi verið miklar og víða og þó hlutfallslega mestar í Reykja- vík. í Hafnarfirði hafa slíkar bygg- ingar verið í lágmarki undanfarin ár, en nú er verið að snúa blaðinu við og áætlanir eru uppi um veru- legt átak hér í bæ. Auk Víðivangs 5. sem nú er lokið við eins og að franian segir, þá er verið að reisa hús með 9 íbúðurn að Víðivangi 3 og verður því húsi væntanlega lokið í september 1982. Þá hefur verið gerður samningur við bæjarstjórn Hafnarfjarðar um að stjórn verkamannabústaða reisi 6 íbúða hús á Víðivangi 1. Hvað snertir áframhaldandi framkvæmdir á þessu sviði, þá hefur bæjarráð lýst þeim vilja sín- urn að stjórn verkamannabústaða reisi allt að 30 nýjar íbúðir á árinu 1982. Þessi stefnumörkun fellur ntjög vel að þeirri ntiklu vöntun sem er á slíku húsnæði hér í bæ og er þess vænst að haldið verði áfram á sömu braut næstu árin.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.