Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 16

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 16
Fréttir úr flokks- starfi Alþýðuflokksfélögin í Hafnar- firði hafa þegar hafið undirbúning að bæjarstjórnarkosningunum á komandi vori. Starfsemi félaganna í vetur mun að verulegu leyti mót- ast af kosningunum. Ákveðið hefur verið að á hverju miðvikudagskvöldi verði rabb- fundir um bæjarmál í Alþýðuhús- inu kl. 20.30 til 22. Þegar hafa verið haldnir fundir um bæjarútgerðina, heilsugæsluna, jafnréttismál og at- vinnumál. miðvikudaginn 16. des- ember er fyrirhugaður fundur um verklegar framkvæmdir og verður Jón Bergsson, bæjarfulltrúi fram- sögumaður og verður það síðasti fundur fyrir jól. Fyrsti fundurinn eftir áramót verður miðvikudaginn 6. janúar og fjallar þá Hörður Zóphaníasson, bæjarfulltrúi um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæj- arfyrir 1982. Fundir þessir eru opnir öllum félögum í Alþýðuflokknum og stuðningsmönnum hans. Á fund- um þessum gefst mönnum kostur á að fylgjast með því sem er að gerast í bæjarmálum Hafnarfjarðar. Ennfremur eru fundir þessir kjörið tækifæri til að bera saman bækur sínar og koma á framfæri ábend- ingum um mál sem taka beri upp eða sem betur mega fara. Auk bæjarmálafundanna hafa Alþýðuflokksfélögin sameiginlega staðið að einum hádegisverðar- fundi, sem haldinn var á veitinga- húsinu Gaflinum við Reykjanes- braut, laugardaginn 14. nóvember s.l. Gestir fundarins voru alþingis- mennirnir Jóhanna Sigurðardóttir og Kjartan Jóhannsson. Tókst fundurinn í alla staði vel og er ákveðið að halda tvo til þrjá slíka fundi síðar í vetur. Um mán- aðamótin janúar/febrúar verður haldið prófkjör vegna bæjarstjórn- arkosninganna. Nú þegar aðrir flokkar virðast stefna að því að loka sínum prófkjörum vekur það athygli að samkvæmt lögum Al- þýðuflokksins eru prófkjör flokks- ins opin öllum sem ekki eru flokksbundnir í öðrum stjórn- málaflokkum. Auk sameiginlegrar starfsemi heldur hvert flokksfélag að sjálfsögðu uppi sérstöku félags- starfi. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði hélt upp á 45 ára af- mæli sitt á sérstökum afmælisfundi 18. nóvember s.l. I lok nóvember gekkst félagið fyrir námskeiði í jólaföndri. Stóð námskeiðið í þrjú kvöld og komust færri að en vildu. Leiðbeinendur voru Lára Jóns- dóttir og Ragnhildur Guðmunds- dóttir. Eftir áramót ráðgerir félagið að Framhald á bls. 5 Að losna úr heljargreip íhaldsins: Eru óháðír naglfestir eða er enn tími til yfírbótar? Bæjarbúar hafa nú verið „aðnjótandi" meirihlutasamstarfs óháða íhaldsins í Hafnarfirði tvö heil kjörtímabil — alls tæp átta ár. Varla hefur hnífurinn gengið á milli þeirra fóstbræðra, Árna Gunnlaugssonar foringja óháðra borg- ara og Árna Grétars Finnssonar höfuðpaurs Sjálfstæðisflokksins, þótt hér á árum áður hafi Árni Gunnlaugs- son verið einn hat- rammasti andstæðing- ur Sjálfstæðisflokksins og talið íhaldið mestan ófögnuð í íslenskum stjórnmálum. En tím- arnir breytast og mennirnir með — og sumir meira að segja gjörbyltast með ár- unum. Svo hefur verið með Árna Gunnlaugs- son, því ekki verður annað séð, en hann og flokksbræður hans séu orðnir kaþólskari en páfinn sjálfur, — íhaldssamari en íhaldið sjálft og er þá mikið sagt. Langvarandi sam- starf aðskiljanlegra stjórnmálaafla leiðir yfirleitt til þess, að fólk hættir að sjá mun á þeim flokkum sem í samstarfi eiga. Sú hefur orðið raunin hvað varðar meirihlutasam- starf óháðra borgara og Sjálfstæðisflokksins og er því viðurnefnið óháða íhaldið eða borgaraíhaldið rétt- nefni, þegar rætt er um þessa tvo??? flokka. Stundum gerist það þó að menn minnast upp- runa síns og það gerðist hjá Árna Gunnlaugs- syni í Bæjarútgerðar- málinu á dögunum. Þá loks ofbauð honum heift og djúpstæð andúð íhaldsins á rekstri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og stóð gegn ófrægingarher- ferð fóstbróður síns, Árna Grétars Finns- sonar á hendur starfs- fólki Bæjarútgerðar- innar. Ber að þakka slíkt og sýnir það að ennþá lifir eldur í djúpinu, þótt leynt fari og lítið logi. En við á Alþýðublaði Hafnar- fjarðar vonum að þessi uppreisn óháðra gegn yfirvaldi íhaldsins vísi á betri tíð með blóm i haga, því meðal kjós- enda óháðra borgara eru góðir og gegnir jafnaðarmenn, sem hafa verið allt annað en ánægðir með hið nána samstarf óháðra við hafnfirska íhaldið. Að vera á réttúm stað Það er hins vegar rétt fyrir kjósendur óháðra borgara að minnast þess, að fátt eitt virðist benda til þess að breyt- ingar verði á samstarfi óháðra og íhaldsins á næstunni, og meiri- hlutasamstarf þeirra verður áframhaldandi fái þeir kjörfylgi í komandi sveitarstjórn- arkosningum. Þeir stuðningsmenn óháðra skulu því átta sig á því, að um leið og þeir styðja og kjósa óháða borgara í næstu sveit- arstjórnarkosningum. þá um leið eru þeir að kjósa yfir sig íhaldið í Hafnarfirði. Jafnaðarmenn er að finna í hinum ýmsu stjórnmálaflokkum og -samtökum. Er ekki tími til kominn að þessir jafnaðarmenn snúi á heimaslóðir og gangi inn í raðir AI- þýðuflokksmanna — starfi með því fólki sem berst fyrir lítilmagn- anum og jafnrétti og bræðralagi allra manna, en láti af stuðningi við öfl þar sem aðgerðir eru ekki í samræmi við tungutak, — öfl sem gefa sig út á grunni jafnaðar- mennsku, en stunda síðan annað í raun- veruleikanum? Alþýðuflokkurinn mun kappkosta að fella íhaldið og fylgifiska þeirra í komandi bæjarstjórnarkosning- um. Því markmiði verður ekki náð nema jafnaðarmenn hvar- vetna sameinist í einum flokki — Alþýðu- flokknum. —GÁS. Alþýðublað Hafnarfjarðar jafnaðarstefnunnar í STUTTU MÁLI Samkeppni um skipulag Víðistaðasvœðisins Lengi lét íþróttahreyfingin sig dreyma um framtíðar íþróttaleik- vang á Víðistöðum og gerði margar ályktanir og áskoranir um það efni. Síðar hefur verið tekin ákvörðun um staðsetningu kirkju Víði- staðasóknar á Víðistöðum og fleira hefur valdið því að hugmyndir hafa nokkuð breyst um nýtingu þessa svœðis. Nú fara þessi mál vœntanlega að skýrast, því að á bœjarstjórnar- fundi nú í haust var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Bœjarstjórn samþykkir að fela skipulagsnefnd og bœjarverk- frœðingi að undirbúa samkeppni um heildarskipulag Víðistaða- svœðisins, sem miði aðallega að því að svœðið verði nýtt sem íþrótta- og útivistarsvœði fyrir almenning. “ Vonandi kemst þessi hugmyndasamkeppni sem fyrst í gang og síðan er svo að hefjast handa um að koma upp hentugri aðstöðu til íþrótta og útivistar á þessum friðsœla og fagra stað. Félagsheimilisálman loks tilbúin Um þessar mundir er verið að taka í gagnið nýja félagsheimilis- álmu við íþróttahúsið í Hafnarfirði við Strandgötu. Það hefur tekið ófá árin fyrir núverandi bœjaryfirvöld í Hafnarfirði að setja fjármagn íþessa álmu við íþróttahúsið, en nú seint um síðir sér hún dagsins Ijós. Þessi álma er upp á þrjár hœðir. Á neðstu hœðinni verður aðstaða fyrir íþróttafólk og almenning að stunda almenna leikfimi og lík- amsœfingar. A miðhœðinni er gert ráð fvrír sal til borðtennisiðkana og annarra tómslunda og á þriðju hœðinni er vistlegur salur, sem verður leigður út fyrir félagasamtök í bœnum og aðra hópa einstak- linga til fundarhalda eða skemmtana. íþróttafulltrúi bœjarins, Yngi Rafn Baldvinsson mun hafa með rekstur álmunnar að gera, en reiknað er með því að ráða verði starfsmann til að hafa umsjón með þeirri skipulögðu starfsemi sem þarna er fyrirhuguð. Er t.a.m. vitað að Æskulýðsráð lítur hýru auga til aðstöðunnar með starfsemi á vegum ráðsins í huga. • Æskulýðsráð - atferliskönnun á æsku bœjarins Æskulýðsráð Hafnarfjarðar hefur nú hleypt af stokkunum könnun meðal unglinga bœjarins. Tekur þessi könnun til 7., 8. og 9. bekkja grunnskólanna og eru lagðar 25 spurningar fyrir nemendur þessa bekkja um aðskiljanleg efni. Æskulýðsráð er að reyna með þessum hœtti að finna út hvernig œska bœjarins eyðir tómstundum sínum, hvernig samskipti unglinga og foreldra ganga fyrir sig, hver hugur unga fólksins er til þjóðfélags hinna fullorðnu, hvaða atriði œsku- lýðurinn telur að eigi að breyta í œskulýðsstarfi bœjarins og skólanna o.s.frv. Þetta er allviðamikil könnun og er framkvœmd hennar í höndum Þórólfs Þórlindssonar prófessors við félagsvísindadeild Háskóla ís- lands. Spurningalistarnir hafa þegar verið lagðir fyrir nemendur þessara þriggja árganga — 1000 talsins, og er œtlunin að úrvinnsla svaranna fari fram á næstu tveimur mánuðum. Er þannig reiknað með því að niðurstöður könnunarinnar fáist um mánaðamótin febrúar og mars. Æskulýðsráð og vafalaust bœjarbúar allir munu bíða spenntir eftir niðurstöðum þessarar könnunar, því þar fást vœntanlega svör við ýmsum þeim spurningum sem leitað hafa á hina fullorðnu, þegar háttalag og atferli unglinga er til umrœðu. „Það er svo margt, ef að er ftáð, sem um er þörfað rœða“. Eru fner að ræðu heimsmálih, ráða lífsf’átuna eða hara á venjulegri kjaftatörn'!

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.