Fróði - 01.05.1912, Page 6

Fróði - 01.05.1912, Page 6
358 FKÓÐI staSar 4—5 þumlunga þykt af moði eða sagi utan um suðuílátið. Nú eru ílátin jafnhá rnoðinu í kassanum, og standa kassahliðarnar 5 þumlunga eða meira upp frá moðinu. Þarf þá að búa tii lokið, sem varni hitanum að gufa upp. Það er einfaldast með því að fylla poka með moði, ull eða sagi, eða fíngerðu strárusli. Pokinn þarf að faila út í kass- ann og vera 4—5 • þumlungar á þykt. Yfir íiátunum þurfa náttúrlega að vera lok úr blikki eða öðru efni, og má breiða segldúk þar yfir, ef þurfa þykir. Eins geta me'nn haft moð- pokann á hlemmi og hann á hjörum. Svo geta raenn haft kassann úr blikki eða borðvið, málaðan, útskorinn eða skreyttan á einn eður annan hátt. — Best er að hafa eyru eða höld á pottinum, svo að auðvelt sé að ná honum upp úr, holurnar eiga að halda sér þegar farið er að brúka þœr, Þetta er nú allur galdurinn og þarna má sjóða mat- inn frá 1 —12 klukkustundum. Aður en ílátin eru látin þarna niður, þarf að hita þau fast ab suðuhita. Heima á Islandi voru baunir að minsta kosti látnar sjóða einar 5 mínútur. En það mun valla þurfa með grauta, nema rétt svo að fari að krauma eða byrji að sjóða. Allur fjöldinn mun nú ekki kæra sig um að háfa nema eitt hólfið og er þá kassinn tiltölulega minni og fljótgjörð- ari. I verslunum má fá þessa “Fireless Cookers,” sem menn kalla, en þeir eru dýrir nokkuð. Þeir sem ég hef séð hér í Winnipeg kosta þetta 10 — 14 dollara, og séu menn ekki því vandlátari geta menn búið þá til sjálfir, alténd meðan þeir eru að prófa þetta. Þá ^r og enn ein aðferðin ný við matartilbúning, en hún er sú, að sjóða og steikja mat í pappírspokum, Steik- in eða kartöflurnar eru látnar í pappírs poka og stungið inn í bakaraofninn. Þykir sumum þetta verkasparnaður, því

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.