Fróði - 01.05.1912, Síða 9

Fróði - 01.05.1912, Síða 9
FRÓÐI 361 og einfaldur sem dúfa,' mæiti Ilelm. 'Það er eitthvað á seyði og skotið sem við heyrðum fiðan, er líklega f sambandi við það, Víst er það, að betra verður að fara að Alice með blíðu en stríðu, eins og á stendur.’ Þeir vissu auðvitað ekkert um sAr Farnsworths, en þeir höfðu verið að ræða um óvináttuna milli Frakka og setuliðsins, er þeir heyrðu byssuskotið hennar Alice. Helm var að reyna að leiða athygli Hamiltons frá hættunni af Klark. Hann gjörði sem mest úr þeirri hættu, er af Frökkum og Rauðskinnum stæði, ef Bretar reittu þá svo til reiði, að þeir réðust á þá. Hamilton sá hættuna, en hann var of hrokafullur til þess að hlýða ráðum annara. Þegar Alice kom fyrir hann, ólgaði reiðin aftur upp í lionum. Það var f a ð i r h e n n a r sem barði hann eins og hund og slapp svo, og það var h ú n, sem stal fánanum og hélt honum, er verst gegndi. ‘Hverju á feg þann óvænta heiður að þakka, ungfrú, að sjá yður?’ spurði hann þurlega og böglaði spilið eitt milli flngra sinna. Hún stóð frammi fyrir lionum há og tíguleg, klædd í grá- vöru föt, en þótt bros lðki um varirnar, mátti þó sjá sorgar- drætti um munninn. Hún talaði hiklaust og óskelfd. ‘Eg er hér komin, herra minn, til þess að láta yður vita, að ög hef meitt FarnsWorth deildarforingja. Hann var kominn á fremsta hlunn með að drepa söra Beret, svo ég skaut hann. Kárið er ekki hættulegt. Og’ - hún hikaði lítið eitt — 'ég er hér,’ Hún leit hvast framan í Hamilton og sagði: ‘Gjörið við mig sem yður sýnist, herra minn, þér haíið völdin.’ Hamilton varð agndofa. Helm glápti sem í leiðslu. Bever- ley kom inn og staðnæmdist með hattinn í- hendinni bak við Alice. Hann var kafrjóður og sjáanlega í æstu skapi. Hann hafði heyrt af Farnsworths málinu og er hann sá Alice fara til herbergis Hamiltons, barðist hjarta hans af skelfingu. Hinu stórláta augnaráði Hamiltons mætti hann jafn drembiiega, Æð- arnar á enninu hans bólgnuðu 0g urðu svartar. Hann var t.il- búinn til hverrar dirfsku, sem vera slcyldi. Þá er Ilamilton tók að skilja til fullnustu það, er Alice hafði sagt, mælti hann af móði miklum:

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.