Fróði - 01.05.1912, Síða 28

Fróði - 01.05.1912, Síða 28
38o FRÓÐI ar, heldur allur líkaminn. Og afl hugsunaiinnar er því, að allar þessar smáagnir líkamans séu samtaka, en togi ekki hver á móti annari, sem oftlega kemur fyrir. Imyndi menn sér einhvern hluta líkamans sjúkan, þá hefur það ákaflega vond áhrif á smáagnirnar í þessum hluta líkama mannsins. Vér vitum allir, hvernig maginn og meltingarfærin er fljótur að breytast við gleði eða hrygð eða svartsýni, og svo allir partar líkamans, Það er hreint dásamlegt, hve gott það gjörir manni, að hugsa sér, að ekkert sé að sér, að hann sé hraustur og heilbrigður til sálar og líkama, að hann sé andlega og siðferðislega eins og best má verða, og hafa það einlægt fyrir augum, að hann skuli vera og sé að verða eins and- lega fullkominn og hann best getur hugsað sér. Ef að einhver hluti líkama þíns er veikur, þá getur það hjálpað þér stórmikið, að þú hugsir þér, að smáagn- irnar [borgararnir] í þessum hluta séu í besta lagi og skynj- andi, og geti sjálfir hjálpað til að hrinda þessum sjúkdómi burtu, og fœrt í lag það, sem ábótavant er. Hugsaðu þér þá, sem persónur, talaðu við þá, sem hvern annan mann, sem þú værir að reyna að hjálpa, og hughreystu þá, eins og þú getur. Og með því að hugsa þannig, getur þú dreg- ið heilsu og h'fsafl í þenna sýkta part. En meðan þú hefur fyrir augum þínum hið sjúka, ó- bætanlega ástand þessa hluta líkamans, þá getur þú engu áorkað, þú getur þá engan bata fengið. Þú verður að snúa myndinni við og hugsa þér þennan sýkta hluta heilan en ekki vanheilan; svo heilan, að hann geti fyllilega gegnt öllum störfum sínuin eins og hann á að gjöra. Þessari hugsan þinni fylgir áreiðanlega lífgandi og heilsugefandi afl. Og þig mun stórlega furða á því, hve mikil og skjót áhrif þessi hugsan þín hefur. En snúist hugsanir þínar um það, að þetta sé ólœknandi, og óbœtandi, þá fœr náttúran ekk- ert aðgjört, og þér getur ekki batnað.

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.