Fróði - 01.05.1912, Síða 29

Fróði - 01.05.1912, Síða 29
FRÓÐI 381 Þaö er einmitt hugsunin, sem hefur svo ákafleg áhrif á líkamann, lagar hann og mótar. A hverju einasta augnabliki er líkaminn undir áhrifum hugsunarinnar. Farsæld eöa volæöi, gleði eöa sorg, ást eöa hatur, alt þetta breiðist með rafmagns hraöa frá hugs- aninni út til borgaranna *), smáagna líkamans. Cellan, borg- arinn, mótast eftir hugsununum, geðshræringunum, ástœð- unum. Vér erum liprir og fíngeröir, eöa rustalegir og durnaralegir eftir hugsunum þeim, sem hræra og lifa í þessum smáborgurum. Þeir taka til greina hverja gleði, eða sorg, eða löngun, eöa ótta eða afbrýði eða öfund, hverja sannfœringu eða hégilju, hverja góöa eða vonda hugsun. Menn hafa lítið gefið þessu gaum alt til þessa, og lítið skilið það, hvernig sálin eða hugsuniri stjórnar eigin- lega öllu í heiminum. En nú fyrir skömmu eru menn farnir að veita því athygli, hvernig hugsanir og hugmyndir geta breytt eöliseinkunn manna, og veitt mönnum heilsu og ánœgju og farsæld og velmeigun, og í rauninni breytt al- gjörlega hinum ytri ástœðum, eða að minsta kosti áhrifum þeirra á menn. Og það er áreiðanlega víst, að menn geta æft huga sinn eða hugsunarafl í það óendanlega. En, þrátt fyrir alt þetta eru þeir þó mjög fáir, sem beini hugsan sinni, eða beiti þessu aili til þess að hafa nokkuð veru- lega gott af því. Menn eru svo gjarnir á að láta kylfu ráða kasti og veltast svo um, fyrir viðburðum og atvik- um alveg eins og rótarkylfa í brimróti með ströndum fram. Það er því nœr ómögulegt að meta til fuls áhrif þau, er vaninn hefur á hugann. En það munar ákaflega miklu hvort venjur þessar eru heilsusamlegar eða sýkjandi og drag- andi niður sál og líkama. Eftir því hvernig hin vanalega hugsun er, fer æfinlega hugsjónin, eða hin fagra hugmynd, *) Ritstjóri Fróða sýndi í fyriiiestri að smáagnir líkamans (cells) væru sem borgarar í þjóðveldi einu (Ifkama mannsins).

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.