Fróði - 01.05.1912, Page 54

Fróði - 01.05.1912, Page 54
406 FROÐI séra Jakob í Saurbœ, séra Jónasi á Hrafnagili og Júlíusi í Hólshúsum, sem þá var nýkoininn af Möðruvallaskóla. Hjá honum fékk hann tilsögn í ensku. Árið 1888 fluttist hann með móður sinni og systkynum til Ameríku, Haraldur sál. var mjög fjölhæfur maður. Hann hafði námsgáfu góða, en hneigðist þó mest að söng og hljóð- fœraslætti. Var hann organisti hinn besti, og samdi jafn- vel tónlög. Hagmæltur var hann bœði í bundnum stíl og óbundnum, og eru eftir hann smásögur prentaðar, hér og hvar, og talsvert mun óprentað auk kvœðasafns þess, sem hann lét prenta fyrir nokkrum árum. Smiður var hann góður á hvað sem hann reyndi við. Hann fékk undirstöðu í mörgum tungumálum, og gekk það létt. En af bóklegu námi hneigðist hann mest til skáldskapar. En einmitt þessi fjölhœfni var þröskuldur á vegi hans. Hefði hann gefið sig að einhverju einu af þessu, sem honum veitti svo iétt, þá hefði hann koinist langt. En fátœktin reri á ann- að borð, og svo var það, þetta gamla og einlœgt nýja í heiminum, sem svo oft setur haft á menn, án þess þeir eiginlega séu sök í því sjálfir, þetta, að það er sitt hvað, gœfa og gjörfuleikur. Haraldur hafði gjörfuleikann, en hann hafði ekki lag á að ná föstum tökum á gæfunni. Hún eins og slapp úr höndum hans er hann ætlaði að grípa hana. Hann var ákaflega viðkvœmur. Hið óblíða og mótdræga í lífinu, var honum sem skerandi, urgandi tónar á hörpu- strengjum, sem náðu inn að hjarta hans, og eins og vildu slfta það úr brjósti hans. Hann vildi líta lífið björtum augum, en vonbrygði gjörðu hann þunglyndan, svo að mönn- um fanst hann þur og fáskiftinn. Þeir skyldu hann ekki, því að þeir tóku ekki eftir glampanum í augum hans, og vissu ekki hvað inni fyrir bjó, ástin til fegurðarinnar og ljóðanna og tónanna. Móður sinni var hann sonur hinn ástríkasti, og hún þráir það nú á gamals aldri, að fá að sjá hann aftur sem fyrst.

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.