Good-Templar - 01.01.1900, Blaðsíða 11

Good-Templar - 01.01.1900, Blaðsíða 11
vík ætla að reyna að koma á samskotum handa honum, t>ví bæði er atburðurinn svo hraparlegur, og svo heflr br. Þorsteinn og hans heimilisfólk verið langhelzti máttarstólpi stúkunnar „Yonarstjarnan". Ilann á að sjá fyrir 8 börnum og tveim gamalmennum. Stúkan Eyrarrósin nr. 7 og Nýársdagurinn nr. 56 báðar á Eyrarbakka hafa nýiega lokið miklu þrekvirki. G-amla Good- Templai'húsið á Eyrarbakka var rifið í haust í Október, og annað nýtt og veglegt komið upp fyrir Jói. Ið nýja hús er tvíloftað með veggsvölmu á. Fundarsalurinn sjálfur er 10 álnir á breidd, 17 álnir á lengd og hár undir loft. Uppi á loft inu eru tvö íbúðarherbergi fyrir dyravöi'ð, eldhús og stór salur fyrir veitingar. Stór-Templar vígði húsið eftir beiðni þeirra þann 28. Desbr. 1899.. Meðlimafjöldinn í stúkunum var þáum 250 manns, og ungtemplarar að auk. Annað livort manns- barn á Eyrarbakka er nú í Reglunni. Yið vígsluna vóru þessir boðsgestir: sýslumaður og frú hans, sóknarpresturinn og írú hans, Nielsen faktor á Eyrarbakka (frú Nielsen er í regl- unni). Þar vóru og séra Ólafur í Arnarbæli og frú hans, sem bæði eru í reglunni. Stokkseyrar-Templurum varð ekki boðið sökum þrengsla. Eftir vígsluna fluttu þeir r'æður br. Guðmund- ur Guðmundsson bóksali, um sögu stúkunnar „Eyrarrósin", og br. Oddur, nýr meðlimur og skynsamur. Sóra Ólafur Ólafsson flutti langa ræðu og snjalla, og Stór-Temlar talaði út af hús- vígslunni: „I-Iúsið mitt er kastalinn rainn“ var þar aðalefnið. Stúkan Vonin nr. 15 í Keflavik, sem bæði heflr staðið vel og lengi og verið í fremstu röð þar syðra, tók inn 16 nýja meðlimi eftir útbreiðslufund systur Ólavíu Jóhannsdóttur, sem hélt alls 8 útbreiðslufundi á ferð sinni suður og að sunnan, sem aflir voru fjölsóttir. Stúkan Djörfung nr. 16 í Njarðvík (Gullbrs.) fékk 12 upptökubeiðslur á útbreiðslufundi, sem systir Ólavia hélt þar; sumar komu ef til vill fram þá, af því að stúkan ætlaði að lialda afrnæli sitt, rétt á eftir. Stúkan Framför nr. 6 varð einnig á leið systur Ólavíu, og liélt hún þur útbreiðslufund, sem var fjölsóttur. Afleiðingarnar af honum eru eklci kunnar, en vonandi verða þær inar beztu, því að það er áiit, margra, sem þelckja það, að systir Ólavía tali bezt allra þeirra, sem útbreiða Regluna hér á landi.

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.