Good-Templar - 01.01.1900, Blaðsíða 5

Good-Templar - 01.01.1900, Blaðsíða 5
«fS9n» 'oso’ GOOD-TEMPLAR BLAB STÓBSTÚKU ÍSLAKDS. I. 0. Cr. T. I’V. =L_ CT -A-HSTTJ' _A_!R. 1900. ©íeðilegi lilýái;! Núverandi útg. „Good-Templars“ skorar á alla meðlimi og vini Reglunnar að styðja blaðið með því að kaupa það og útvega því kaupendur. Starfsvið er nóg fyrir blaðið. Að svo fáir kaupa það, þrátt fyrir þann mannfjölda, sem er í reglunni, hlýtur að stafa annað~ lwort af því, að fjöldi meðlima eru Templarar að nafnbót að eins og að eins með hangandi hendi; eða þá af því að þeim skilst ekki, hver styrkur þeim sjálfum og málefni voru er í góðu málgagni; eða þá í þriðja lagi af því, að blaðið er ekki svo úr garði gert, sem menn óska og vera þyrfti. Pað verður viðleitni útgefanda þetta ár, að reyna að vanda blaðið og sníða það sem bezt eftir því sem ætla má, að blaðið þurfi að vera til að ná útbreiðslu og vinsældum, svo það geti gagnað máli voru. Til þess þarf blaðið fyrst og fremst að vera lœsilegt, ekki andlaust og þuit; ekki eilíf upptugga al- gengra talshátta; með öðrum orðum: elcki enn ein ný útgáfa af inni alþektu „stúku-mælsku“. — Ekki svo að skilja að „Good-Templar“ ætli nú að fara að hafna inum gömlu og góðu sannindum og frumreglum Reglu vorrar eða fliina upp neitt nýtt púður. En tilgangurinn er að reyna að orða in gömlu sannindi á nýjan hátt. Blaðið vill reyna að verða ekki leiðinlegt, heldur á milli dálítið skemtilegt. Sannleikurinn heflr engan skaða af fjöri og ganini. Þvert á móti. Beizkar eða bragðleiðar lyfjakúlur eru oft þaktar sykurhúð að utan, svo þær verði lystugri inntöku; þær verka ekki síður fyrir það. Eins er með sannleikann. Var ekki ritgerð Guðmundar læknis Björnssonar nógu skemtileg? Haldið þið áhrif hennar hafi orðið minni fyrir það?

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.