Good-Templar - 01.01.1900, Blaðsíða 14

Good-Templar - 01.01.1900, Blaðsíða 14
10 að allar stúkur sendi raér sem fyrst sinn skerf, hversu iítill sem hann kann að vera. Frainvegis hefi óg hugsað mér að skýrafráí Good-Templ- ar öllu því, er ég veit að við hafi borið Reglunni viðvíkjandi hér á landi. Ég er þvi þakklátur hverjum þeim, er sendir mér fréttir af stúkum eða öðru, sem snertir málefni vort. í sam- handi við þetta ieyfl ég mér að hiðja umboðsmenn og aðra að skýra mér frá, hvern árangur að in nýja iöggjöf, um sölu og veitingar áfengis, heflr haft í nærliggjandi kauptúnum og sveit,- um, hversu margir hafi hætt við söiu áfengis og live margir ekki, og hver áhrif að löggjöfln hafl á hugi manna og hvort hún dragi úr neyzlu áfengisins eða ekki. Kærti reglusystkin! Gerum oss alt far um að fræða hvert annað, hvetja hvert annað, styrkja livett annað og í einu sem öðru að taka höndum saman til að efla Reglu vora. Ef vér hjálpum oss sjálf og gerum það sem í voru valdi stendur, mun guð blessa starfa vorn og gefa oss árið blessunarríkt og farsælt. Bróðurlegast Borgjjór Jósefsson. ;fj)a<jnefndar-rccðui[. (Hvað á að tala um á stúkufundi?) Ég á ekki við þau sjálfsögðu dagskrár-mál, sem ávalt koma fyrir og verður að ráða til einhverra lykta; en ég á við „hagnefndar-atriðið", sem svo er kallað — það sein urn á að ræða á hverjum fundi „reglunni til iieilla. ‘ Það er vandinn, að hagnefndin búi til í lok hvers árs- fjórðungs verkefni fyrir komandi ársfjórðung, og fái svo ein- hverja meðlimi tii að taka að sér sitt efnið liver, til að vekja máls á því á fundi eða „reifa málið“, sem forfeður vorir kölluðu. Það hættir sumum liagnefndum við, að velja svo þung eða svo yfirgripsmikil verkefni til umræðu, að það er við fæstra hæfi eða fæstra meðfæri að ráða við þau. Bezt er, að velja efnin sem næst sér, svo að sem ílestir geti haft góða hugmynd um efnið, t. d. um eitthvað, sem pærri lægi að gera, eða eitthvað, sem betur mætti fai-a,

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.