Good-Templar - 01.01.1900, Blaðsíða 16

Good-Templar - 01.01.1900, Blaðsíða 16
12 mundi, að orðin eru lánsfé, sem á ekki lieima hjá lántakand- anum, sómir sér þar ekki, verða því væmin og skopleg. Þannig geta þeir oíið úr efnislausu orðaglamri hálftíma-ræður um ekki neitt, til þjáningar fyrir alla hugsandi áheyrendur, — alia, sem svo eru gerðir, að þeir geta ekki unað við tóman niðinn. Það er þetta, sem stundum er í skopi kallað „stúku- mælska.“ Að vera Ijós og f/agnoröur er bezti kostur hvers ræðu- manns. Enginn maður verður mælskur við að setja á sig og hafa eftir hagiegan orðbúnað annara manna. Að reyna að skerpa hugsunarmagn sitt, að hugsa Ijóst cf'nift, sem rnaður á að tala um, það er aðalatriðið. Sé hugsunin ljós og hvöss, þá flnnur hún sér ósjálfrátt viðeigandi orðbúning. Sé annars mælskuhæflleiki til í manninum, þá kemur hann fram við það, er skýr maður þarf að láta í ljósi glöggva hugsun sína. Só maður ekki búinn að hugsa mál, svo að manni sé það nokkuð Ijóst orðið sjálfum, þá e)- bezt að taka ekki til máls. Só manni aftur efnið svo ijóst, að rnaður viti, hvað mað- ur vill segja, þarf maður ekki að setja fyrir sig, að ekki verði eitthvað tii um orðalagið. Sá, sem á erindi í ræðustóiinn, finnur ávalt einhvern veg tii að reka það. — Sá sem ekkert erindi á til huga áheyrend- anna með eitthvað, sem honum liggur á hjarta, hann á — ekkert erindi í ræðustólinn. Ég hefi ekki skrifað þessi orð til þess, að draga úr þeirn sem tregir eru til að tala. í’vert á móti til að hvetja þá, ef eitthvað vakir fyrir þeim, sem þeim flnst að segja þurfl og ekki hafl verið sagt, eða ekki sagt rétt. Slíkir menn eiga erincli og það er ástæðulaust hugleysi af þeim að kvíða því, að sér verði ekki eitthvað til með orðin. Ef þú átt áhuga-erindí til næsta bæjar, þá þarft þú hvorki að vera frækinn ferðamaður, góður gönguskai'fiu' eða ha-fa liest. til reiðar; þú fer samt og kemst áleiðis, ef þú ert heilbrigður maðui' og hvort sem þér veitir gangan Ijúft eða leitt. Erindið kmjr þig, og örðugleikanna gætir varla. Finnirðu að þú eigir að fara, svo ferðu. En hve frækinn ferðamaður sem þú ert, og þótt þú haflr reiðhest og' þér sé yndi að vera fara á bæi, þá verðurðu öðr um til langframa bara leið flökkukind, ef þú ert alt af á snattinu erindislaust. Eins að sínu leyti er með ræðuhöldin. J. Ó.

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.