Good-Templar - 01.01.1900, Qupperneq 12

Good-Templar - 01.01.1900, Qupperneq 12
8 Reykjavíkurstúkurnar hafa nú ráðið húsmáli sínu til lykta á viðunandi hátt rétt fyrir Nýárið. Gömlu stúkurnar eiga húsið að nafninu til, en eru skyldar til að útvega þeirn [?] hús- næði í ný]u húsi, ef ið gamla væri selt eða færi forgörðum. f’ær geta ekki sagt nýju stúkunum upp, nema þær borgi ekki það sem greiða skal til hússins. Eldivið, Ijós og ræstun greiðir hver stúka að ^/5 hluta, öll önnur útgjöld eftir meðlimafjölda. Jfriðfíjörn $feingson bóksali á Akureyri er nú maður yflj- segstugt. Mér er ekki svo kunnugt um æfiferil hans, að ég geti gefið neitt ágrip hér af honum, enda ekki rúm til þess hér. Að eins má geta þess, að hann hefir jafnan notið trausts og virðingar sambæjar- manna sinna og samsýslunga, og einat.t verið fulltrúi þeirra í ýmsum trúnaðar-stöðum. En það er sérstaklega sem Good-Tempiars að vér jafnan hugsum til hans og minnumst hans. Hann er elzti templar landsins, þ. e. hefir lengst allra fslendinga verið í Beglunni, þótt hún telji nú ýmsa meðal með- lima sinna, sem eldri eru að áratölu. Og það sem mest er um vert: hann má heita faðir reglunnar hér á landi, fyrsti íslendingur, sem varð hvatamaður og stuðningsma,ður að inn- leiðslu hennar hérlendis. Þegar Ole Lie, Norðmaður, sem var hér búsettur eða dvalfastur um stund og sjálfur var Templari, var að hugsa um, að æskilegt væri að koma upp Templarastúku á íslandi, ef það reyndist vinnandi vegur, þá bar svo heppilega til, að hann komst í kynni við Friðbjörn Steinsson, sem þá var að berjast fyrir bindindi. Hann sagði Friðbirni frá Reglunni og lýsti fyrirkomulagi hennar fyrir honnm, og þóttist Friðbjörn þá skjótt sjá, að hér var inn bezti og skipulegasti félagsskapur til baráttu gegn áfenginu, sem hann hafði sögur af haft, og bauðst hann þegar til að ljá lið sitt til að stofna stúku. Er vandséð, hvort það hefði svo snemma orðið og svo vel tekist, ef ekki hefði við notið áhuga og dugnaðar Frið- bjarnar og þess trausts og fyigis, er hannn naut manna á meðal, Varð hann einn af stofnendum stúkunnar „ísafold".

x

Good-Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.