Good-Templar - 01.01.1900, Blaðsíða 15

Good-Templar - 01.01.1900, Blaðsíða 15
11 Nauðsynlegt er að takmarka umtalsefnin, svo þau verði ekki of víðtæk. Betra að skifta heldur yfirgripsmiklu efni í fleiri deildir eða liði og taka sitt atriði fyrir á hverjum fundi. Ég hefi séð hagnefndar-verkefni eins og þetta: „Hvað er sjálfrátt, hvað ósjálfrátt?" Þetta er spurning, sem enginn vitringur heimsins er enn fær um að svara, og munu 99 af hverjum 100 templurum ekki færir að segja annað en bull um það. Það er auk þess svo víðtækt, að ræða, sem ætti að fara nokkuð ýtarlega út í það, mundi standa i marga daga eða vikur. Ytarleg rannsókn shks efnis lægi auk þess langt fyrir utan og ofan skilningshæfi alls þorra tilheyrenda. Ef hins vegar væri spurt: „hvað getur breyzkur bindindis- maður gert til að varast hrösun ?“ — þá er það ekki víðtæk- ara en svo, að hver greindur maður, sem sjálfur heflr reynslu af sterkum ástríðum, getur liaft yflrlit yflr það og án efa sagt eitthvað, sem vit og gagn er í. Sé eitthvað það í byg'ðarlaginu, þar sem stúkan er, senr ógert er eða vangert málefni voru viðkomandi, en æskilegt væri eða auðið að gera; eða ef eitthvað er það, sem betur mætti fara — þá er gott að taka slikt fyrir umræðuefni. Því nær daglegnm verkahring vornm sem umtalsefnið liggur, því betra! Svo nokkur orð til ræðumannanna, hvort heldur um hag- nefndar-atriði eða önnur mál! Sumir miklir mælskumenn eru svo gerðii', að stórar hug- sjónir þeirra og sterkar tilflnningar þeirra þurfa stór og sterk orð til búnings. Sumir eru svo hagorðir að náttúru, að þeir geta sagt skrúðmikil og hljómfögur orð, sem að vísu eru ekki eðlileg í hversdags-máli, en getá orðið að tilgerðarlausri prýði fyrir snild orðhagleikans. Þau eru náttúrlegur búningur sannrar mæisku. En svo koma aðrir, sem hafa heyrt orðin og þótt þau fögur, en skortir sjálfa bæði það innihald, andagift og hagleik, sem þarf til þess, að þessi hljómyrði fari vei, eins og gimstein- ar í listhaglegri umgerð; þeir tína upp molana af borðum þeh'ra, sem hafa hugsanir, hafa sjáifir ekkert nýtt að segja að efni né formi, nema reyna að sjóða upp súpu á ný á molum þeim, sem þeir hafa tint upp undarí annara borðum í ræðu eða riti. Þeir hafa upp hljómyrðin, oft aflöguð, en innan um gvo þra3ðdaufa mærð, að það ber tífalt ínejra á, en ellá

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.