Good-Templar - 01.03.1899, Síða 10
42
1. Stúkan »Nýjarsdagurinn« nr. 56 á Eyrarbakka. St. u.
Guðm. Guðmundsson verzlunarmaður. Stofnandi
Sigurður Eiriksson á Eyrarbakka.
2. Stúkan »Brúin« nr 57 við Þjórsárbrú. St. u. Ólafur
Isleifsson læknir. Stofnandi Sigurður Eiriksson.
3. Stúkan »Hjálpin« nr.58 á Skeiðum. St. u. Bjarni
Þorsteinsson á Reykjum. Stofnandi- Sigurður Eiríks-
son.
4. Stúkan »Harpa« nr. 59 i Bolunsarvík. St. u. Pétur
Oddsson sýsiunefndarmaður í Bolungarvík. Stofn-
andi Helgi Svemsson á Isafirði.
5. Stúkan »Aldamót« nr. 60 á Kirkjubæjarklaustri. St.
u. (?). Stofnandi Guðlaugur Guðmundsson sýslu
maður.
6. Stúkan »Leiðarstjarnan« nr. 61 i Engey. St. u. hús-
frú Ragnhildur Olafsdóttir. Stofnandi Sig. Júl. Jó-
hannesson.
7. Stúkan »Hamingjan« nr. 62 á Stokkseyri, St. u.
Guðmundur Sœmundsson kennari sama staðar. Stofn-
andi Sigurður Eiríksson.
Að br. Sigurður Eirikson organisti hefir stofnað 4 af
þeim stúkum sem upp hafa komist á hinu nýbyrjaða ári,
er enn sem fyr sérstakur vottur um elju og atorku þessa
regluboða stórstúkunnar. Eftir að síðasta stórstúka kom
saman hafa verið stofnaðar alls 29 nýjar stúkur og 2
endurvaktar, eða alls 31.
„Ve1 róið“
Vér, sem erum stafnbúar á skipinu, álítum að vel
hafi verið róið í stafninum. En ef kallað væri til þeirra,
sem sitja miðskipa og í skut, og þeir beðnir að herða
róðurinn, mundu þeir svara líkt og Grettir forðum: »Ekki
mun skuturinn eftir verða«. Því flestar eða allar gömlu
stúkurnar halda meðlimatölu sinni, og sumar hafa aukið
hana, þrátt fyrir það, þótt nýjar stúkur hafi komið upp
í sama bæ eða sömu sveit. Það befir hepnast framar
öllum vonum að stofna hverja stúkuna á fætur annari í
Reykjavík. Görnlu stúkurnar hafa engu tapað í mann-
fjölda fyrir það, heldur jafnvel unnið, þótt allur fjöldinn