Good-Templar - 01.03.1899, Side 13

Good-Templar - 01.03.1899, Side 13
45 var að kveðja son sinn. Sonurinn var að fara í hern- aðinn, og föður hans þótti mikið undir þvi komið, aðhann berðist sér til frægðar. »Hvernig mundir þií berjast, et þú vissir það fyrirfram, að þú ættir að falla í bardagan- um?« sagði faðirinn. »Þá mundi eg berjast drengilega«, svaraði sonurinn, »til þess að falla við góðann orðsýr«. »En hvernig mundir þú berjast, ef þú vissir það fyrir vist, að þú mundir komast ósár úr orustunni?« »Þá mundi eg berjast hraustlega, því að eg vissi', að migmundi ekki saka, hvernig sem eg gengi fram«, svaraði sonurinn. Vér Good-Templarar eigum enga úrkosti aðra, en að berjast fyrir vinsölubanninu eins og ungi maðurinn ætl- aði að gjöra, þvi það er öldungis vist, að annaðhvort föllurn vér í bardaganum, sem fyrir höndum er, þannig að málið bíður ósigur, en þá er bezt að falla með dreng- skap, eða að málið sigrar, og þá vinnum vér sigurinn með sæmd. Hvortveggja kosturinn er góður fyrir oss, ef vér aðeins berjumst hraustlega. Sigurinn er ekki frægilegur i sjálfu sér, heldur það, hvernig hann fæst. Osigurinn er engin óvirðing i sjálfu sér, heldur það, að geta kent sjálfum sér um að maður heflr beðið hann. „Sú þjóð sem sitt hlutverk —“ í striðinu milli Frakklands og Þýzkalands 1870—71 vakti það sérstaklega eftirtekt manna, hve vel þýzku liðsmennirnir vissu, hvað þeir áttu að gjöra i orustunni. Allir fóru að tala um það hve þýzkir hermenn væru skilningsgóðir, hve vel þeir væru að sér, og hve vel þeir voru æfðir í hinni elztu list þessarar veraldar — listinni að berjast. Eftir styrjöldina fóru menn að sjá betur hvern- ig i þessu lá. Fyrir hvern bardaga sögðu yfirforingj- arnir hverjum foringja nákvæmlega, hvað hann átti að láta lið sitt gjöra um daginn, foringinn sagði sinum und- foringjum, hvert hlutverk hverjum þeirra væri ætlað, en hver undirforingi sagði liðsmönnunum það það aftur. Þannig vissi hver óbreyttur liðsmaður, hvar hann átti að standa á liádegi, um nón og um miðaftan, og þaðan átti rót sína að rekja hinn góði orðstýr, sem þýzkir liermenn

x

Good-Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.