Good-Templar - 01.03.1899, Qupperneq 14
'1(1
fene:a 1870—71 fyrir ágætan skilning og þekkingu á
hernaðarlist.
Þess vegna á í Reglu vorri hver óbreyttur liðsmaður
að vita hvert stefnan er. Hann eða hún á að vita það,
þó hann sitji ævinlega á einhverju yzta sætinu á stúku-
fundunum. Vér stefnum að þvi að fá vinsölubann lög-
leitt á Islandi. Allir, bæði bræður og systur, verða að
hafa það hugfast fram yfir næstu kosningar til alþingis.
Þótt einhverjir af foringjum vorum féllu í þeirri baráttu,
svo vita liðsmenn vorir hver einn og einasti, hvar þeir
ciga að standa að kvöldi dags fyrir því. Það er eðlilegt
að sumar hersveitirnar geti ekki staðið að kvöldi þar
sem þær áttu, örðugleikarnir geta verið ósigrandi, en þá
er að hafa barist drengilega til þess að ná takmarkinu.
Vér verðum að koma vínsölubanninu inn á næstu undir-
búningsfundi undir þing, og á kjörfundina fyrir alþingi
1901. Vér verðum, ef unt er, að hafa leitað atkvæða
kjósandenna um það mál um alt land, og að tala fyrir
því, og skrifa í sömu stefnu. Vér verðum að kenna
landsbúum það, að það er þjóðarinnar hlutverk að kasta
af sér brennivinsokinu. Þegar Islendingar hafa lærtþað,
svo vitum vér að það er satt, sem Björnson kvað og
Matth. Jochumsson þýddi:
Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, er helgast afl í heim,
eins hátt og lágt má falla fyrir kraftinum þeim.
„Skipið er nýtf en skerið er hró“
Nýjar hugmyndir hafa ævinlega eitthvað það við sig,
sem gerir þær hættulegar fyrir gamla ástandið. Það er
eins og blærinn beri þær með sér út, um alt, og að hann
fari jafnframt og eyði gömlu skerjunum, sem standa í
vegi fyrir þeim. Loftið slítur klettunum, sem það
leikur um, og ber litlu, léttu frækornin með sér og
sáir þeim víðsvegar. Vér þurfum ekki annað til að sann-
færa oss um þetta, en líta á sögu Good-Templarreglunn-
ar, hvað hún var i fyrstu hér á landi og hvað hún
er nú.
»Það hyrjaði með blæmim, sem bylgjum slær á rein<
má segja um hana. Og henni fylgir hugmyndin um vin-