Good-Templar - 01.03.1899, Page 15

Good-Templar - 01.03.1899, Page 15
47 sölubann eins og þér vitið. Gagnvart Reglunn stendur gamalt sorgarástand vínsölunnar, sem varla nokkur maður getur mælt bót án þess að fyrirverða sig fyrir það, því enginn getur víst kallað, að það sé að mæla vínsölunni bót, ef ráðist er aftan að einstökum bindindis- mönnum, og þeir sagðir svo eða svo. Vér berjumst fyr- ir því nýja, og fyrir þvi góða, vér höfum örugga trú á málefninu, að það sé eittbvert landsins stærsta velferðar- mál. Því skyldum vér etast um að aðrir menn fari að líta á það eins og vér. Ef það góða sigrar í lieiminum, svo sigrar vort mál líka, og eftir svo mörgum viðburð- um á síðari timum að dæma, eru mestar likurnar til að það sigri fljótt. Eg hef ævinlega haft svo hjartgróna trú á árinu 1901. Eg hef oft gjört mér í hugarlund, að ef eg ætti að lifa það, að sjá nýjárssólina 1901 koma upp, svo mundi eg lika sjá hana skína yfir Island lukkulegra og glaðara en nokkuru sinni áður. Eg gjöri mér nú ekki lengur í hugarlund, að vínsölubann verði orðið lögleitt þá, en vona að gamlársdagssólin 1901 skíni í siðasta sinni yfir ísland sem vinsöluland. Næsta stórstúkuþing kemur saman 6. júní 1899. Þingið hefst með messugjörb í dómkirkjunni, sem byrjar kl. 11. f. m. Eftir messu verður gengið til fundarsalsins og þingið sett þar Fyrir alla nýja fullt.rúa verður þar margt að læra, og fyrir alla gamla fulltrúa verður þar nóg að vinna, þvi það má ganga að þvi vísu, að verkið komi aðallega á þeirra lierðar. Næsta þing á að kjósa stjórn stórstúkunnar, og ákveða stefnu hennar nsestu tvö ár, og kveða upp hér um bil 20 dómsúrskurði auk alls annars. Vér vonum að stúkurnar fjölmenni þangað og sendi svo marga full- trúa sem kostur er á, svo að stórstúkuþingið 1899 verði fjölmennasta þingið sem haldið hefir verið hér á landi siðan alþingi hið forna leið undir lok. í trú, von og kærleika Indriði Einarsson. Útgefandi: stórstúka íslands. Eitstjóri: Ólafur Rósenkranz. Prentað i ísafoldarprentsmiðju 1898.

x

Good-Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.