Good-Templar - 01.05.1900, Page 5

Good-Templar - 01.05.1900, Page 5
57 álfu, sera fær vínsölubann leitt í lög, og tekur skýrt fram ástæðurnar fyrir þeirri von vorri, að ekkert áfengi er búið til á íslandi, en alt er að flutt, og svo legu landsins. Aukaþing 1900. I’ess heflr áður verið getið, að norðan- menn mundu vilja fá aukaþing á Akuróyri í sumar. Þegar þetta er skrifað, hafa ekki komið hingað fleiri en flmm áskor- anir til Stór-Stúkunnar um að halda aukaþing 1900. Áskor- anirnar taka það allar fram, að aukaþing mundi verða til mikils góðs fyrir Regluna á Norðurlandi, en slá þann varnagla (3 af 5), að áskorunin gildi þó því að eins, að fjárhagur Stór- Stúkunnar leyfi það. Eftir reikningnum síðasta dag Aprílmán. átti St.-St. 10 kr. í sjóði, og stendur í skuld um laun til starfs- manna, svo það verður ekki sagt, að fjárhagurinn leyfi auka- þing í sumar. Áskoranirnar eru hins vegar fáar. Eftir því sem enn er komið fram, eru því litlar líkur fyrir, að auka- þing verði kallað saman á þessu sumri, því með hverri viku, sem líður, verður minna ráðrúm til þess, þót.t fleiri áskoranir komi um bað. Systir Ólavía Jóhannsdóttir skrifaði síðast frá Akureyri, og hafði iegið þar í Inflúenzu. Hún var á Sauðárkróki og Hofsós á ákveðnum tíma. Á Ilofsós gengu 14 manns inn í „Sumargjöfina." í stúkuna á Skagaströnd gengu 7 nýir fó- iagsmenn, og von á mörgum með haustinu. Á Miklabæ í Skagafirði hélt systir Ólavia fund, sem háfði in beztu áhrif. Sömuleiðis á Akureyri. Þeir sem skrifa að norðan, láta mikið af mælsku systur Ólaviu, og þoim áhrifum til góðs, sem hún hefir á alla. Síðast þegar fróttist var hún á leið til Vopna- fjarðar. Biblían í stúkusalnum. Good-Tempar hefir farið ýmsum orðum um það, þegar Háv. St.-Templar leyfði stúkum á Ind- landi, þar sem að eins Indverjar væru meðlimir, að hafa „Veda“- bækurnar á borðinu í stúkusalnum. Þetta leyfi getur ekki verið í gildi nú (það mun hafa verið afnumið 1897), því úr- skurður í Rob. Digest 1898, bls. 11,7 hljóðar svo: „Opin biblía á að vera í stúkusalnum og liggja á milli starfsmannsins, sem les upp skuldbindinguna og innsækjandans, og biblíuna á ekki að taka burtu eða leggja hana aftur, svo lengi sem stúkan heldur fund.“ Væri það leyft 1898, þegar úrskurðasafnið er gefið út, að Indverjar mættu hafa „Veda“-bækurnar í stað

x

Good-Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.