Good-Templar - 01.05.1900, Side 11

Good-Templar - 01.05.1900, Side 11
68 minnsta kosti þegar eitthvert slys vill til, að inir síðarnefndu ættu að vera bindindismenn). Með því nú að enginn veit, hvaða tilhneigingar í þessa átt búa i æskumanni, þá er ávalt ráðlegast að hindra ]>að i tæka tíð. Það skal játað, að mentun, uppeldi og þekking o. s. frv. hafa mikið vald yfir Bakkusi. En nú er „aíkohol“inu svo farið, að það einmitt veikir og eyðileggur allar andlegar afurðir ment- unar, uppeldis og þekkingar, og þá missir maðurinn, þegar svo er komið, sinn bezta skjöld. Þess vegna — af því að inir hryggulegu viðburðir mannynsins, bygging mannlegs líkama, dómur vísindanna um „alkohol" og inir glæsulegu ávegstir bindindismálsins segja oss: að „alkoholið", hvar sem það er um hönd haft, hafi í för með sér ákaflega miklar sorgir, missi bæði andlegra og lík- amlegra gæða; að „alkohol“ið sé eitrað og ekki einungis ónauðsynlegt líkamanum, heldur og mjög skaðlegt fyrir hann, og að naut.n áfengis hafi ina mestu hættu í för með sór, en algjört bindindi sé aftur á móti til gagns og blessunar og in eina hlíf einstaklingsins gegn hættum þessum — einmitt þess vegna reynum vér að breiða út bindindi og innræta æskulýðnum viðbjóð á vínnautn. Þar með viljum vér: 1., vernda börnin — fyrir heimilið, fyrir þau sjálf, fyrir landið, fyrir guð, með því að vér álítum, að bindindismað- urinn só bezt verndaður frá einni af inum mestu hættum mannkynsins og að hann sé vissari en drykkjumaðurinn um að hafa óskert líkamlegt og andlegt atgervi og geta orðið nytsamur sór og þjóðfélaginu 2., vinna þau fyrir málofnið og þar með til háleits og blessunarríks starfa fyrir aðra og þjóðfólagið — og 3., koma upp bindindiskynslóð, því að sá sem á börnin, á framtiðina, og með þvi að bindindið fái sem beztan vöxt og viðgang meðal barnanna, sjáum vór - auðvitað í samvinnu með góðu uppeldi, kristindómi og fræðslu — dýrðlegt — og ið eina örugga fyrirheit um bindindisþjóðfólag á ókomnum tíma. Fullorðnir bindindismenn ættu að gefa meiri gaum að bindindismálinu meðal barnanna og gera sér meira far um að útbreiða það meðal þeirra, þar sem það er aðalskilyrðið fyrir viðgangi bindindismálsins,

x

Good-Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.