Good-Templar - 01.08.1901, Síða 4
92
þeirri kvöl, er því jafnan fylgir, að vera sendiboði Drottins
meðal spiltra manna. Hann færðist i fyrstu undan með þess-
um alkunnu orðum: „Æ, herra, Drottinn! sjá eg kann ekki
að tala, því eg em ungur". En Drottinn sagði við hann: „Seg
þú ekki: eg em ungur, heldur far þú til allra, sem eg sendi
þig til, og tala það, sem eg býð þér.“ Og Jeremías hlýddi
Drotni; samvizka hans gat ekki annað. Sá, sem hefir fengið
slíka köllun frá Drotni, hefir engan frið í samvizkunni nema
hann hlýði. P’ar er eigi nema um tvent að velja: annaðhvort
að hlýða skilyrðislaust boði hins eilífa Guðs, eða forherða hjarta
sitt gegn vilja hans. — En Jeremías hlýddi köllun Drottins,
lagði af stað út í milda og langvinna baráttu; hann boðaði
mönnum trú og siðu, og komst jafnvel ekki hjá því að varpa
sér inn í hringiðu hins pólitíska hfs. Hörmungar og áföll
dundu yfir þjóðina, hver uppreisnin rak aðra. Sjáifur sætir
hann grimmustu ofsóknum fyrir boðskap sinn, er hneptur í
fangelsi og þá oft illa með hann farið. Samt gefst hann ekki
upp; um nærfelt hálfa öld hljómar raust hans meðal lýðsins,
og áður en hann andaðist varð hann sjónarvottur að því, að
refsidómur Guðs kom fram á hinni syndugu þjóð, — sá hana her-
tekna og iýðinn flnttan úr landi, til útlegðar i Babei. Engin
undur, að hið viðkvæma hjarta hans kæmist við, enda ber
spádómsbók hans glögg merki þess. Stundum komst hann alt
að örvæntingu, hann óskaði sér þess, að hann hefði aldrei
fæðst. Sárast af öllu fann hann án efa til þess, að mæta
óvild og hatri einu lijá þjóðinni, sinni eigin þjóð, sem hann
vildi alt leggja í sölui'nar fyrir, sem hann vildi leiða á réttan
veg, sem hann vildi frelsa úr hættu. En samt sem áður
lét hann hvorki skelfast af ópi skrílsins né hatri harðstjór-
anna. Hann stóð fastur fyrir sem bjarg — alveg óbifan-
legur, því að Guð var með honum, sá Guð, er útvalið hafði
hann til spámanns áður en hann myndaði hann í móðurlífi
(Jer. 1, 5).
Lítið nú á, hvernig föðurlandsástin kemur fiam hjá þess-
um guðinnblásna spámanni. Þessi fáu orð, er eg hefi lesið
yður upp úr riti hans, geta komið yður í skilninginn urn það,
að hann hefir elskað þjóð sina, hefir fundið til hennar vegna.
Eru til nokkur orð, er lýsi betur elsku manns til þjóðar sinnar
en þessi orð: „Æ, að höfuð mitt væri vatn og augu mín