Good-Templar - 01.08.1901, Blaðsíða 9

Good-Templar - 01.08.1901, Blaðsíða 9
97 að grafa svo mann til sveita, oða gifta hjón, að ekki þyrfti áfengisnautnin að verða því samferða. Já, því miður, ofmai-gir prestar hér á landi hafa sjálíir stuðiað að því með drykkju- skapardæmi sínu, að augu lýðsins lokuðust fyrir þessum mikia lesti — í stað þess að þeir hefðu manna fvrstir átt að rísa upp gegn honum. En Guði só lof að þetta hefir breyzt mjög á síðari árum; með þakklæti minnumst vór þess, að margir þjónar kirkjunnar hér á landi vinna nú af alefli að því. að snúa almenningsálitinu í réttari og affarasælli stefnu. Þegar vér höfum slíka lífsreynslu, livernig dirfist þá nokk- ur maður að neita því, að áfengisnautnin sé sár á þjóðlíkama vorum? Oss vantar að eins kærleikshugarfar spámannsins til að sjá, hve ægilegt það er. Yér höfum enn eigi fundið eins sárt til út af þessu þjóðarmeini, eins og hann fann til út af hörmungum þjóðar sinnar, hann, sem ritað hefir þessi dæma- iausu orð: „Sár þjóðar minnar eru mín sár.............Æ, að höfuð mitt væri vatn og augu mín táralind, þá skyldi eg gráta nætur og daga þá er fallið hafa af þjóð minni.“ — Mannleg- um tilfinningum er svo farið, að vaninn og ítrekunin hefir sljóvgandi áhrif á þær. Vér finnum svo lítið til hins mikla sársauka, er þjóðlikaminn verður fyrir af völdum áfengisins, af því vér erum orðnir svo vanir því. En annars er tilfinning fjölda manna mjög næm fyrir annara böli, ætti lika að vera orðin það hjá hinum kiistnu þjóðum, þar sem menn eru aldir upp með kærleiksdæmi og kæiieikskenning frelsarans fyrir aug- um. Eg hefi einu sinni á æfinni fundið þetta glögt. Eg var fyrir tvoim árum staddur í bænum Halle, suður á Þýzkalandi. Þar ganga rafmagnssporvagnar um aðalgötur borgarinnar; þeir þjóta áfram með miklum hraða og alla aðgætni verður við að hafa, svo að fólkið verði ekki undir þeim. Einu sinni vaið eg sjónarvottui' að því, að maður datt út af einum vagninum og í fyrstu var ekki annað sýnilegt en að maðurinn yrði undir vagninum og biði þar bráðan bana. Og í sömu svipan laust upp angistarópi manngrúans, er umhverfis stóð. Fyrir sórstaka hepni tókst ab stöðva vagninn og hrífa manninn úr dauðans hættu, áður en alt var um seinan. Eg man enn eftir því, hvað vein fólksins kom við mig, hvað eg tók vel eftir því, að það hefði orðið fóikinu mildð sársaukaefni, hefði maðurinn orðið þarna undir vagninum og dáið svo ægilegum dauðdaga. Eg

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.