Good-Templar - 01.08.1901, Síða 8

Good-Templar - 01.08.1901, Síða 8
96 £>éi' hafið flest verið sjónarvottar að því, að menn farast í bók- staflegum skilningi úr drykkjuskap, drukna margir árlega á brennivínshafinu. í>ór vitið að áfengisnautnin er aðalkvíðaefni ótal mæðra, heldur vöku fyrir ótal móðurhjörtum nótt eftir nótt, þegar móðirin sór hættuna nálgast soninn, sem hún eitt sinn bar undir hjarta sór og hossaði ungum á skauti sínu. í>ér vitið að áfengisnautnin er versti óvinur fjöida kvenna, að mörg konan má sitja heima á kvöldin með tárvot augun, með- an maðurinn hennar svalar þessari óeðlilegu fýsn sinni. Þér vitið að fátt spillir svo hjónasamlyndinu sem áfengisnautnin; yður er kunnugt um að heimili drykkjumannanna komast vanalega í hið hörmuglegasta ástand. í>ér vitið að syndir drykkjumannanna koma á sorglegan hátt fram á niðjum þeirra, — vegna áfengisnautnar feðranna hafa börnin oft bilaða heilsu, ef eigi al- eða hálf-brjálað vit, og þeir, sem eigi fá svo skelfi- legan föðurarf, fá oft meðfædda tilhneiging til áfengisnautnar að erfð. Yður er kunnugt um að unglingarnir steypast út í áfengisnautnina í algerðu hugsunarleysi, af því að almennings- álitið var, og er enn, svo afskaplega afvegaleitt, að það er eigi talin nein synd að „drekka", og af því að áfengisbrunnurinn stendur ávalt opinn; hann er eigi byrgður, þótt menn detti í hann tugum og hundruðumsaman, ogfarist. — Þór vitið að fjöldi fátækl- inga verður öðrurn að byrði af völdum drykkjufýsnarinnar; þór vitið að fjöldi barna er alinn upp á sveitinni við sorglegan skort oft og tíðum eingöngu fyrir þá sök, að faðirinn mat meira að láta eftir sjálfskapaðri fýsn sinni en annast afkvæmi sitt. Svona gjörspillir áfengisnautnin eðli mannsins og öllu siðferði hans, þegar hún kemst á hátt stig. Og þótt flestum hafi verið þetta ljóst að meiru eða minnu leyti, þá var almenningsálitið orðið svo gjörspilt — og er það víða enn — að það var talin lítil eða jafnvel alls eigi synd, enginn verulegur galli á manni, þótt hann væri beinlínis of- drykkjumaður. Þegar almenningsálitið er farið að breiða verndarblæju sína yfir annan eins löst, þá er fyrst mannfélag- inu hætta búin. Almenningsálitið er dómari, sem fjöldi manna lýtur í hugsunarleysi, leiðtogi, sem því rniður alt of margir fylgja í blindni. Já, það lá við, að kirkjan sjálf hóldi nokkurs konar hlífiskildi yfir drykkjuskapnum og drykkjusiðunum. Svo langt var þoim ósið komið, að til skamms tíma var vart hægt

x

Good-Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.