Good-Templar - 01.08.1901, Blaðsíða 7
95
er það allstór hluti þjóðarinnar, sem neitar því með öllu, telur
það öfgar einar úr ofstækisfullum bindindismönnum. Eg ætla
mér nú ekki við þetta tækifæri að reyna að sannfæra þá menn,
sem aldrei hafa viijað sinna bindindismálinu, sannfæra þá um
það, að áfengisnautnin só þjóðarmein. Eg veit líka að ílestir
yðar, sem hér eruð viðstaddir, eru mór samdóma um það. Eg
ætla að eins að rifja upp fyrir oss fáein atriði, sem minna oss
á þetta.
Yér erum blásnauð þjóð. Allur fjöldinn af oss verður
sakir féskorts að fara margs þess á mis, sem aðrar siðaðar
þjóðir telja nauðsynlegt til þess að lifa þolanlegu lífi. Vér höf-
um onn sem komið er ekki efni á að búa í viðunanlegum
húsakynnum og enn síður að hita þau svo viðunandi sé í
vetrarkuldanum. Oss vantar fé til þess að menta börn og
æskulýð, oss vantar fé til líknarstarfa og líknarstofnana. Vér
getum ekki hjúkrað sem skyldi sjúklingum og gamalmennum ;
vér getum ekki, salcir féskorts, alið önn fyrir snauðum mönn-
um á viðunanlegan hátt, að eg nú ekki tali um önnur stærri
fyrirtæki. En þrátt fyrir þessa fátækt, þetta fóleysi til svo
nauðsynlegra fyrirtækja, hafa þessar rúmar 70 þúsundir manna,
er á íslandi búa, efni á því, að verja hér um bil 500,000 kr.
á ári hverju til áfengiskaupa. Það ætti að vera öllum ljóst,
að þótt stórþjóðirnar, sem mikinn eiga auð, hafi efni á því að
verja fé til áfengisnautnar, þá höfum vér íslendingar það sann-
arlega ekki. — Áfengið gerir ekkert gagn í heiminum, eg bið
menn minnast þess; vísindamennii'nir hafa sannað oss þetta
— sannað oss það, sem tilfinningin og lifsreynsla einstakiing-
anna þegar fyrir löngu fann ósjálfrátt á sér. Þótt á ekkert
annað væri að líta en þetta, þá ætti hver sá, er ann þjóð sinni,
að láta sér skiljast það, að það er þjóðarmein, að svo miklu
fé skuli kastað vera á glæ ár hvert •— án þess nokkuð hafist
upp úr því.
Já, væri nú að eins því að fagna,, að ekkert hefðist upp
úr ailri áfengisnautninni — væri að eins um 'það að ræða, að
kasta fó í sjóinn, þá gætum vér látið oss nægja með það, að
aumkva heimskú þeirra manna, er það gerðu. Nei, áfengis-
nautnin hefir verri afleiðingar en það. Eg þarf eigi að minna
yður á það, að hún spillir stórkostlega heilsu mannanna, gerir
fjölda manna með öllu óhæfa tij að inna iífsstarf sitt af hendi,