Good-Templar - 01.08.1901, Qupperneq 5
93
táralind, þá skyldi eg gráta nætur og daga þá er fallið hafa
af þjóð minni“ ? Getur mannlegt hjarta stunið upp innilegra
andvarpi en þessu?
Hér birtist oss það, sern er aðaleinkenni hinnar sönnu ætt-
jarðarástar, órækt merki á hverjum sönnum föðurlandsvini;
hann sér gallana, sem eru á þjóðlífinu, engu síður
en það, sem betur fer, finnur til meinsemdanna á þjóðlík-
amanum, og það svo sárt, að sár þjóðarinnar verða hans eigin
sár. Hann sér þá um leið svo og svo mörg mannslíf í veði,
sér hættuna stefna að svo og svo mörgum einstaklingum, —
sér hörmungarnar steypast yfir ótal hús og heimili, finnur
kvíðaim, sorgina og bágindin, er hvíla á mannshjörtunum.
Honum óar við ölium þeim mannsæfum, sem fara til ónýtis,
hryllir við spiltum aldarhætti og afvegaleiddu almenningsáliti.
Og af því að hann eiskar mennina, elskar þjóð sína og land,
þá ber hann fram þessa spurningu úr djúpi sálar sinnar, hróp-
ar hana út til mannanna, sem í kring um hann eru og hann
nær til: Hví er eigi bundið um sár þjóðar minnar ? Og hvort
sem mönnum likar það betur eða ver, heldur hann áfram að
endurtaka spurninguna og benda á sárin, í þeirri von, að menn-
irnir einhvern tíma vilji sjá að sér, vilji láta sér segjast, vilji
hlýða boðum Guðs, vilji sveigja líf sitt inn á sannleikans og
kærleikans leiðir. Og því lengur sem hann vinnur í sannleik-
ans þjónustu, því lengur sem hann starfar að þvi, að efla vel-
ferð lands og þjóðar, þess sárar tekur hann til ailra þeirra
bræðra sinna og systra, sem farast. og glata lifi sínu, og þess
meir vorkennir hann öilum þeim, er við sárin eiga að búa.
Því betur sem hann kynnist sorginni og bágindunum, þess
innilegar þráir hann ljós og yl, eigi fyrir sjálfs síns sál, heldur
fyrir þá meðbræður sína, sem þetta skortir.
Tilheyrendur mínir, eg vildi óska að slík ættjarðai'ást
yrði rikjandi í hjörtum íslendinga, yrði líkjnndi í vorum eigin
hjörtum, svo að vér teldum sár þjóðaiinnar vor sár, og fynd-
um eins til þeirra meinsemda, er að henni ganga, sem væru
þau sár á vorum eigin iíkama. En biðjum þá líka Drottin
að gefa oss annað eins hugrekki, annan eins dug og annað
eins þor og hann gaf hinum mikla spámanni sínum, svo að
vér jafnan með sömu alvöru og hann getum beint þeirri spurn-