Good-Templar - 01.08.1901, Side 11

Good-Templar - 01.08.1901, Side 11
99 til, sem bug geti unnið á þessum óvini? Er enginn iæknir, sem hér getur hjálpað ? Um það efumst vér eigi. Bindindismenn- irnir trúa því fastlega, að unt só að binda um sárið, vona, að það muni einhvern tíma verða grætt til fulls. Good-Templar- reglan bendir mönnum á, hver leiðin só. Margir ætla að nægi- legt sé að hafa bindindi, og heimta svo af oss, að vór björgum þeim, sem þegar liggja ósjálfbjarga af völdum áfengisins. Það er satt, það er sjálfsagt að reyna það. En reynsla þjóðanna er þegar farin að sýna, að með því einu móti grær þetta sár aldrei. Alt starf reglu vorrar stefnir hærra; vér höldum því fram, að eina örugga lækningin sé í því fólgin, að byrgja brunn- inn, nema burtu áfengissöluna, varna mönnum að ná í eitrið. En oss er líka öllum ljóst, að því takmarki er eigi auðnáð. Til þess að slíkt fáist, verður þjóðin sem heild að vilja það. Að vór eigi nú þegar byrgjum brunninn, stafar af þvi, að þjóð- in vill það ekki. Hún þekkir enn eigi nægilega sitt mikla sár. Vér fáum því eigi bundið um sárið með öðru móti en því, að breiða sem bezt út sanna þekkingu á áhrifum áfengisins, halda sannleika bindindismálsins með gætni og alvöru að mönnum, og um fram alt kosta kapps um að vekja samvizku þeirra. Reynum að koma kærleikans hugsunarhætti inn hjá þjóðinni. Minnum meðbræður vora á það, að vér eigum að bera hver annars byrði. Enginn kristinn maður má láta sér lynda að svara eins og Kain: „Á eg að gæta bróður míns?“ Því betur sem oss tekst að koma þjóðinni í skilninginn um kærleiksskyld- una, því fyr léttir ánauðinni, því fyr verður bundið um þetta mikla og opna sár þjóðar vorrar. Hér sjáum vér þess merki, að bezta lækning við meinum mannfélagsins er sú, að manns- sálirnar allar taki við fagnaðarboðskap frelsarans Jesú. Ef kærleiki hans eigi nær sér niðri í félagslífinu, gróa sárin á þjóðlíkamanum ekki. Alvarlegustu og sterkustu hvötina til þess að vinna fyrir bindindismáiið, finn eg í kærleiksevangelíi hans. Ef súrdeig kristindómsins hefði náð að sýra mannfé- lagið, eins og því er ætlað það af Guði, ef kærleikshugarfar Jesú Krists væri ríkjandi hjá öllum mönnum meðal þessarar fámennu, fátæku þjóðar, þá væri allri áfengissölu sjálfhætt, þá fengist enginn kaupmaður til að hafa það á boðstólum, því síður nokkur til þess að ieka það sem beinn atvinnu að haida úti áfengiskrám,

x

Good-Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.