Good-Templar - 01.08.1901, Qupperneq 15
103
Mælt með Friðbirni Steinssyni bóksala á Akureyri sem
Umd. Umboðsmanni.
Þingið byrjaði kl. 11 árd. þ. 8. og endaði þann 10., kl.
2 árdegis.
Seyðisfirði, 26. Júlí 1901.
Á almennum bindindisfundi, sem haldinn var á Vestdals-
eyri hór í firðinum, mættu fulltiúar frá 6 stúkum og 3 bind-
indisfélögum, og gáfu þeir svo hljóðandi skýrslu:
St. „Hekla" nr. 18 hefir 31 meðlim; hagur hennar yfir-
leitt góður.
St. „Gefn“ nr. 19: 36 meðlimir; hagur hennar góður
yfirleitt.
St. „Aldarhvöt" nr. 72: meði. hér um bil 60; stúkan
er í bernsku, og á því fremur örðugt uppdráttar í fjárhagslegu
tilliti.
St. „Fjóla" nr. 63: 66 meðl.; hagur yfirleitt góður, en
er fremur í hnignun.
St. „Vetrarbrautin" nr. 23: rneðl. 49; fjárhagur fremur
þröngur, þar eð stúkan hefir verið að koma sór upp fundarhusi;
hagur að öðru leyti ágætur.
St. „Nýja öldin" nr. 65: meðl. 30; st. á húseign, sem
virt. er á 700 kr. St. á nokkra áhugamikla meði. og lét full-
trúinn vel yfir framtíðarhorfum hennar.
Bindindisfólagið „Sveitarblómið" í Hjaltastaðaþinghá:
meðl. 50; á húseign, liagur yfirleitt góður.
Bindindisfél. Eiðaskóla: meðl. 20; hagur yfirleitt góður.
Bindindisféiag Borgfirðinga: meðl. 45; fjárhagur dágóður,
framtíðarhorfur góðar.
Á fundinum upplýstist, að Bindindisfélag Seyðfirðinga á
vandað fundarhús og virðist standa á föstum fótum. — Fulltrúa
vantaði frá st. „Elding“ og st. „Döggin“, og bindindisfólagi
Reyðfirðinga.
Yfirleitt virðist bindindismálið eiga góða frámtíð fyrir hönd-
um hér á Austfjörðum ; eru hér margir áhugamiklir og duglogir
bindindismenn. Iíér má einnig geta þess, að tilraun hefir ver-
ið gerð hór um sióðir með áskoranir til vínsölumanna, um að
hætta allri vínsölu, og hefir fengið vonum betri undirtektir.
G. A.