Good-Templar - 01.12.1901, Page 10

Good-Templar - 01.12.1901, Page 10
ÍBO var eg á fundi, sem stúkan „Trúföst* hélt. 5 raenn voru teknir inn af 11, sem voru bornir upp; stúkan er ný-stofnuð, en horfir við góðri framtíð. Ki. 5 næsta dag talaði eg á fundi, en samkoman var ekkí vel sótt, því að almenningur var önn- um kafinn í síldarveiði. Kl. 7 var fundur í „ísafold — Fjall- konan“, elztu stúku landsins, og eg var þar viðstaddur. „ísa- fold“ er staðföst, meðlimirnir grónir saman. Elztu og helztu menn hennar eru, eins og allir lesendur G.-Templars vita, þeir Friðbjörn Steinsson og Jón Chr. Stefánsson. Stúkan er róleg, fer hægt áfram, gerir sjaldan neinar harðar árásir, og missir sjaldan liðið, sem hún einu sinni hefir fengið. „Trúföst" hefir meira af ungu blóði í æðunum en hún. Klukkan 9 sama dag vorum við Einar Hjörieifsson boðnir til kvöidverðar hjá Templurum á Akureyri. Þar voru ræðu- höld all-mikii, og öllu raðað niður með forsjá. Ræðumenn- irnir hældu mér alt of mikið fyrir það, að eg væri kominn, svo eg vissi ekki hverju eg átti að svara, og bað Einar Hjör- leifsson að svara fyrir mig, því hann átti hka sinn skerf af því sem þeir sögðu. Einar Hjörleifsson svaraði með ræðú, og er þetta stuttur útdráttur úr henni: Þegar eg var heima, kom kirkjufólkið inn eftir messu einu sinni sem oftar, og fékk kaffi áður en það hélt af stað. Þá hafði eitthvert slys nýlega viljað til af völdum brennivíns- ins, og margir töluðu um það, hvernig þessháttar yrði fyrir- bygt. Bóndi einn var í stofunni, sem var álitinn heimskur maður, og hann kom með ráðið: „Það er ekki annað, en að banna að flytja það“. — Af kirkjufólkinu var þetta tekið sem ný sönnun fyrir því, hve heimskur maður hann væri. Það þótti svo óliklegt ráð. — Ræðumaður mintist á kafla í „Manni og konu“ Jóns Thóroddsens. Gestur að sunnan er kominn á sveitabæ og er spurður tíðinda. í fyrstu man hann ekkert, en alt í einu rankar hann við því, að fyrir sunnan hafi farist skip nýlega, og skiptapinn hafi orsakast svo, að þeir komu mjög hlaðnir úr kaupstað; svo fer að gefa á, og til að létta skip- * ið stinga þeir upp á því að kasta út stórum fullum brenni- vínskút. Formaðurinn vildi ekki kasta út kútnum, skipinu hvolfdi og nokkrir mennirnir druknuðu. — Yið G. T. viljum kasta út kútnum af skipinu, en hinir vilja það ekki, og hirða ekki um þótt einhverjir drukni vegna þess að hann er innan-

x

Good-Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.