Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 7

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 7
M U N I N N 55 Sveinn Skorri: OPINBERUN Hann er aleinn. Birtan er grá, þegar hún hefir fallið í gegnum hálfgagnsæ gluggatjöldin, og andlit hans er hvít- grátt. Hann er átta ára, fólk kallar hann hálfvitann hennar Möggu. Hann heyrir óljóst hávaða að utan. Hann hefir aldrei heyrt hann fyrr, ef til vill, af því að hann hefir aldrei verið einn fyrr. Áður var alltaf hjá honutn gömul kona, en nú er hún það ekki lengur. Ef hann væri ekki hálf- vitinn hennar Möggu, vissi hann, að þessi kona er dáin, og menn eru farnir að tala vel um hana. Hann situr þögull og hlustar á þessi kynlegu hljóð. Hann jrekkir þau ekki. Hann þekkir ekkert nema nöldrið í gömlu konunni, sem ekki heyrist leng- ur, og rödd móður sinnar. Svo man hann líka eftir ríslinu í rottunum, sem leika sér á nóttunni milli Jrils og veggjar. Stundum fer hann yfir þveran kjallaraganginn og stelst inn í jjvottahúsið og liorfir á rotturnar, sem koma upp um brotna ristina í skólpsvelgnum, litlar rottur með gljáandi, svört augu, gamlar rott- ur, sem eru með berar skellur og sum- ar með hárlaus skott, alla vega rottur. Stundum reyriir hann að henda í þær, en það er lítið gaman, hann hæfir þ;er aldrei. Það er iniklu betra að bíða grafkyrr og reka svo upp æðislegt ösk- ur og stcikkva fram. Þá hrökkva þær dauðskelfdar burtu, og jrá fyllist brjóst hans einhverju notalegu, og hann hlær lengi og krampakennt, — hann er sá sterki, sá, sem skelfir. Hann jrekkir engar áhyggjur, en þetta gleður hann, og þegar hann grúfir andlit sitt að hálsi móður sinn- ar. er hann alsæll og gagntekinn ör- yggí- En livaðan kom ]>essi hávaði, sem hann hefir aldrei heyrt fyrr? Ósjálfrátt rífur liann frá gluggan- uin. Hann fær andköf, liann giípur andann á lofti, fær ofbirtu í augun. Stórkostlegt, dásamlegt. Nýr heimur. Hann hefir aldrei séð út fyrr. Hann gapir og starir galopnum aug- um út í sólskinið. Næst honum eru ryðgaðir öskudallar, síðan grá möl, samþjöppuð af bílhjólum, fjarst er bárujámsgirðing og kolabingur, sem byrgir útsýnið. Á þetta hellir sólin geislum sínum, og á jætta horfir fá- vitinn með sama blik í augum og ung- ur guð, sem hefir lokið \ið að skapa nýjan heim. Hann langar til að komast út í jressa dásamlegu veröld. Xú stendur hann í dyrunum í fyrsta sinn. Furðuheimur, hávaði, reykjarmc>ða í lofti, smágerður sandur á gangstétt- inni, gljáancli bifreiðir, fólk. Neðri vör lians slapir ofurlítið. Dropi lekur, einn. tveir. Hann styður sig við vegginn. Svimandi tilfinning fyllir vitund hans. Allt j>etta fólk! Nú kemur maður. Hann gengur lnatt, sveiflar stafnum eins og hann ætli að ganga við hann, en aldrei nem- ur neðri endinn við jörð. Hann lítur ;í drenginn. Þessi augu, j>að er eitthvað 1 þeim, sem drengurinn hatar, og nú hatar hann jjennan mann með þessi augu. Bifreið fleygist framhjá, Rykmökk- ur gýs upp. Drengurinn hækkar allur og gapir af undrun. Hann sogar ofan i sig loftið. Svo fellur rykið riiður hægt og hægt. Það er logn og sólskin. Gamall hundur kemur. Hann stað- næmist, lítur á drenginn og dinglar skottinu vingjarnlega, svo heldur hann áfram. Hann er feitur og stígur loðn- tmi loppunum jmngt til jarðar, senni- lega gáfaður hundur. Svo kemur kona. Hún hálfdregur skóna og stingur við. Hún er bogin í mjöðmum. Efri hluta líkamans smá- hallar fram, svo að höfuðið gengur á undan. Hún er móblökk á liörund og hrukkótt. Við og við vætir hún hreistr- aðar og skorpnar varirnar. Þegar hún sér drenginn, staðnæmist hún. — Nú, ertu drengurinn hennar Möggu? Hann svíður einhvers staðar inni. Hann veit ekki, hvað hún segir, en hún segir eitthvað, sem hann svíð- ur af. Hann segir ekkert. þegir. — Blessaður fávitinn, segir konan. S\'o japlar hún kjálkunum og heldur áfram. Þessi augu og j>essi rcxid, J>au segja eitthvað. Drengnum líður ekki vel. Tvær persónur koma, kar.l og kona. Hann segir eitthvað. Hún hlær, svo að sér í hvítjneginn tanngarðinn. I>au leiðast og þrýsta sér hvort að öðru á göngunni. Almáttugur, sjáðu hálfvitann lienn- ar Möggu, segir konan. Svo segir hún eitthvað brosandi. Maðurinn ypptir öxlum með hrollkenndri hreyfingu. Hálfviti. Hún sagði j>etta þannig, að hann svíður í brjcistið. Átti hún við hann? \"ar liann ]>að? Var j>að eitthvað annað en aðrir voru? Strákur kemur blístrandi. Hann er óhreinn um hendurnar. sólbrenndur og freknóttur, peysuermarnar eru blautar. Þeir lítast í augu. Dimmblá augu kjallarabúans mæta fyrirlitlegu augnaráði hins. Strákurinn stígur eitt skref fram með öðrum fæti. Hanu er með hendurnar fyrir aftan l>ak. Svo hallar hann sér fram á við, teygir út úr sér tunguna og grettir sig luoða- leg-a. — I-ill-a, ]>ú ert vitleysingur, i-ill-a. Svo hleypur liann burtu. Þessar raddir, þær brenna sig inn í \itund drengsins, ekki orðin, heldur hljt'miurinn. Honum líður illa. Hann er víst öðruvísi en hann á að vera, öðruvísi en aðrir. Hálfviti, \ itleysingur. Hann fer inn. Þessi dýrð er einskis virði. Litlu steinarnir, gatan, svífandi rykið. Hann hatar hljóminn í röddum fólksins. Hann situr aftur aleinn. Hann heyrir ekki hávaðarin úti. Þó hlustar liann af öllum mætti eftir einhverju, einhverju í brjósti sínu, ef til vill ekki í brjóstinu. Einhvers staðar inni, ein- hverju, sem ólgar. Hann man ekkert eltir rottunum. Bláir skuggarnir í fölu andlitinu verða clekkri. Það slær roða á gluggann. Hann situr aleinn. Það er ekkert gaman að vera hálfvit- inn hennar Möggu, þegar maður veit j>að sjálfur.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.