Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 4

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 4
4 MUNINN LJÓÐ EFTIR GUÐMUND ARNFINNSSON II. BEKK MEÐAN DAGARNIR DOKA. Á meðan dagarnir doka, í dögg liggja falin spor. Senn byrgir hin þunglynda þoka hið þýða draumfagra vor. Á meðan dagarnir doka, í dögg liggja falin spor. Unz náttskuggar leiðinni loka og liðin er draumganga vor. Nú blundar þú blómanna móðir og blys þitt er slokknað og kalt. — Víst voru þeir geislar góðir. En gerist nú aftur svalt. Þrestir og þeyvindar hljóðir og þögnin lykur um allt. VOR. Dagurinn blikar við bláan ós — og blærinn syngur í greinum. Og hvað boða söngfugl og sumarrós, ef segðu þau ekki neinum, að senn er liðin hin langa nátt og ljósið skín aftur um glugga. Nú læðist hún út í loftið blátt og leitar að sínum skugga. SUMARVAKA. Draiunar rætast, dægrin löng dmiar allt af glöðum söng. — Dans í hverju spori. — Hnígur sól í bárusæng. Hristir silfurdögg af væng hvítur fugl á vori. Sumarnótt úr tónaklið seiðir ró og djúpan frið. — Sofið lauf í runni. — Þögnin verður hlý og blá. Þeyrinn vaggar baldursbrá, þeirri sem hann unni. Eðlisfræði (Physik): 7—9 missiri Kennd við alla háskóla. Dýrafræði (Zoologie): 8—9 missiri. Kennd við alla háskóla og Technische Hochschule í Braunschweig, Múnchen, og í Hochschule fúr Bodenkultur und Veterinármedizin, Giessen. Hinar ýmsu greinar verkfræði eru kennd- ar í öllum verkfræðiháskólum (Technische Hochschulen), og er námstíminn 8—9 miss- iri. — Verkfræðiháskólar eru í Aachen, Ber- lín, Braunschweig, Darmstadt, Hannover, Karlsruhe, Múnchen og Stuttgart. Eftirtaldar námsgreinar eru kenndar við flesta eða alla vestur-þýzka háskóla og er námstíminn 6—8 missiri: Heimspeki, sálar- fræði, uppeldisfræði, saga, gömlu og nýju nrálin, tónlist og listasaga. Vert er að síðustu að geta þess, að þýzku járnbrautarfélögin veita erlendum stúdent- um 56,5% afslátt á fargjaldi frá landamær- unum til áfangastaðar. (Að mestu leyti Jrýtt úr Studium in Deutschland). Friðrik Þorvaldsson.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.