Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 14

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 14
14 MUNINN 3. Aa. hlaut 22 stig. Lið þetta er nokkuð gott og sýndi oft góðan samleik. Sóknarmennirnir eru skemmtilega vandlátir og leika oft lengi á milli sín, en „of mikið af öllu má þó gera“. Þó að mikilvægt sé að senda ekki boltann yfir, fyrr en tekst að slá hann niður, verða menn samt að muna að því fyrr sem hann fer yfir, þeim mun óviðbúnari eru and- stæðingarnir. Ólafur er einna beztur. 7.-8. 3. B., hlaut 21 stig. Þessu liði fór mjög vel fram í mótinu, og spái ég þeim góðri framtið, ef þeir skiptast ekki mikið milli deildanna næst. Að vísu var niðurskipun liðsins eitthvað á reiki í fyrstu, en ég held, að þeir hafi komizt niður á hið rétta að lokum. Þórður er bezti maður liðsins. 7.—8. 4. S., hlaut 21 stig. Þeir fjórðubekkingar S. komu ekki upp eins góðu liði og vonir stóðu til. Liðið náði aldrei góðum samleik, og var leikur þess yfirleitt mjög óöruggur. Jakob, sem annars er mjög góður, gef- ur boltann oftast of langt til þeirra Hauks og Árna, og misstu þeir hann oftlega yfir netið án þess að snerta hann. Annars er sökin kannski líka hjá þeim Hauk og Árna, því að svona boltar eru einmitt þeir allra hættulegustu, bara ef mað- ur er nógu snöggur að taka þá. 9. 4. M., hlaut 17 stig. Þeir fjórðubekkingar virtust heldur áhuga- litlir og mættu gjarna illa. Liðið var annars mjög sæmilegt. Hörðm' er þeirra beztur, Þorleifur líka nokkuð góður. Samleikur liðsins var góður að jafnaði, en þá vantar hörkuna — og annan góðan fram-mann. 10. 3. Ab., hlaut 16 stig. Það var alveg rétt af þem þriðjubekkingum A. að senda tvö lið. Á þann hátt eignast þeir fleiri góða menn. B-liðið var líka mjög sæmilegt. Friðgeir er þeirra beztur og stendur a-liðsmönn- unum lítið eða ekki að baki, þó hann sé full nær- göngull við netið. 11. 2. bekkur, hlaut 8 stig. Þá skorti aðallega öryggi í samleik til að geta orðið góðir. Ekki vantar Björn hæðina, en óör- uggur er hann á boltann ennþá. Þó á hann til að berja góða bolta niður. Gunnar er léttur og lið- ugur og bjargar oft mjcg snarlega. Með æfingu og vandvirkni ætti liðið að geta orðið gott. 12. Landsprófsdeild, a-lið, lilaut 7 stig. Þeir Landsprófsdeildar-menn eru heldur lágir í loftinu til að ná góðum árangri, en þeir hafa góðan samleik ,og það gefur þeim æfingu. Ann- ars lítur stundum svo út, sem þeir Ari og Valur vilji báðir láta hinn gefa sér fyrir, og verður út- koman hálfgerður fæðingaleikur. Ég held, að lausnin væri að spila á miðjumanninn oftar. 1. bekkur, hlaut 3 stig. Fyrstubekkingar eru mjög liprir og leika oft vel saman. Þeir munu vera með fyrstu árgöng- unum, sem snert hafa á blaki í barnaskóla. Þeir eiga sjálfsagt eftir hækka mikið flestir, og þá mega nú sumir vara sig, gæti ég trúað. 14. Landsprófsdeild, b-Iið, lilaut 1 stig. Það er kannske ekki hægt að gera miklar kröfur til b-liðs úr Landsprófsdeild, en liðið er ekki gott. Sénnilega hefði það þó verið töluvert betra, ef þeir hefðu haldið, að þeir væru góðir. Með einum góðum manni hefði liðið getað orðið sæmilegt, því að einn góður maður getur tengt saman marga lélegri, sem ekki ná samleik einir. S. H. Svarið þið nú 1. Hvenær og hvar var fyrst prentuð bók á íslenzku? 2. Hver flutti fyrstur prentverk til ís- lands? 3. Lftir hvern er skólasöngurinn, ljóð og lag? 4. Hvers synir eru Pétur Ottesen, Sigurð- ur Nordal og Gunnar Thoroddsen? 5. Hvert er hæsta stúdentspróf frá M. A. eftir Örstedsstiga? 6. Hvenær var Utgarður reistur? 7. Hvaða hús hafa verið „beitarhús" frá M. A.? 8. Hver sagði: „Jafnt er sem þér sýnist, af er fótrinn." 9. Hvaða ár var Möðruvallaskóli stofn- aður? 10. Hvaða íslenzkur bóndi hefur verið konungkjörinn þingmaður? Sendið ritstjórninni svör.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.