Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 5

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 5
MUNINN 5 Vökublómi skal í nótt vekja söng, er álfadrótt vatnabúum mætir. Andar lífi í fölnuð strá anganblær og vekur þrá, angurbömin kætir. Á geiminn bláu ljósi slær, og gimsteinninn í djúpi hlær. — Gaman væri að deyja, fyrr en hverfur allt á braut og fögur blóm í vænni laut fjólukollinn hneigja. LANDNÁM. Þeir sigldu um höfin, unz sólin hneig og sólin úr djúpi var risin, en geislablátt hafið sem gullin veig glóði við árdagsblysin. Þá birtist landið og ljómandi skein, en lindir og blævindar sungu. Þá heyrðu þeir fyrst frá hlyni og grein hljómfegm-ð íslenzkrar timgu. Og vorið glóði um víðan geim, vor yfir nesjum og xmnum. Þér vonglöðu gestir, ó velkomnir heim, var sungið í limi og runnum. KVEÐJA. Hver smárós á leiði hins liðna dags var löngu fölnuð og dáin. Og svo kom haustið með hrím á blað og húm yfir visnuð stráin. — Þú kvaddir mig út í kvöldsins þögn og kveðjunni þeirri gleymi ég aldrei, á meðan sólin sést synda í bláum geimi. Þú kvaddir mig út í kvöldsins þögn með kvöldsól og blæ um vanga. Svo blika ekki framar í bleikum mó þau blóm, sem hætt eru að anga. Þú fórst í annan og fegri heim, sem fjarlægðin bláa geymir. Og kveðju mína þér blærinn ber og báran, sem til þín streymir. í sögutíma hjá 3. B., dúxinn í sögu er uppi. Siglaugur: Hver voru helztu störf hreppa í þjóðríkinu forna? Nem.: Vátrygging eigna og ómagafram- leiðsla. Sigl.: Nú, einmitt það. Kisa. Hafið þið tekið eftir hvað stúlkurnar í VI. bekk elska „hrausta menn?“ íslenzka í VI. M. Gísli Jónsson skilar stílum og segir við Eyvind, sem hafði talað um jörðina sem hvílu Óðins: „Annars var jörðin ekki hvíla Óðins heldur eiginkona hans — þó að stundum sé nú skammt á milli.“ Landafræðitími í I. bekk. R. E. (tekin upp). Kennarinn: Hvað heitir höfuðborgin í Ungverjalandi? R. E.: (hugsar sig um og segir svo): Ég stóð nú í flutningum í gær, og svo var nú dimmt og maður má ekki nota kerti, og eftir kl 10 er svo nrikill bölvaður hávaði, að en°-- inn getur lesið. Og auk þess veit ég ekkert, hvað borgin heitir. Kennarinn (hristir höfuðið): Er það ekki? Jæja, Ragnhildur, þú verð mál þitt vel. Þú mátt fara,.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.