Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 10

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 10
10 MUNINN Siggu litlu, þar sem hún sat kyrrlát og hljóð í sæti sínu og strauk kjólinn sinn vandlega fram yfir linén. Skiptingin á hárinu var óvenju bein og hvít. Hvað er hún að hugsa urn? spurði ég sjálfa mig allt í einu. Hvað er að gerast í þessum skýra, ósnortna kolli? Veit hún, hvað það merkir, þetta fyrsta skref upp hinn end'aiausa stiga skólanáms- ins? Gerir hún sér nokkra grein fyrir því? Auðvitað ekki, sagði ég óþolinmóð við sjálfa mig. Ef svo væri, mundi hún senni- lega stökkva út úr bílnum og taka á rás. Hve margra ára skólaseta? Níu, að minnsta kosti. Lengur ef hún færi í framhaldsskóla. Ég greip þéttar urn stýrishjólið, þegar mér varð hugsað til allra þeirra ókunnu manna, sem myndu reyna að kenna þessu barni og reyna að setja mark sitt á huga þess og hjarta, þótt í smáu væri. Það var uggvænleg tilhugsun, næsturn skelfileg. Þeir munu skýra fyrir þér efnisheiminn, hugsaði ég, fræða þig um smæstu eindir hans, atómin, og stærstu heildir hans, him- intunglin En hver mun hjálpa þér til þess að skilja þig sjálfa? Hver mun kenna þér að kortleggja þínar eigin tilfinningar? Hver mun bjóða þér leiðsögn um hið villugjarna völundarlnis mannsandans? Enginn, eng- inn. Reyndu að tileinka þér þekkingu þeirra, sagði ég í huganum við Siggu litlu, en gerðu þér ekki alltof miklar áhyggjur út af því, þó að þér takist það ekki. Þú munt hvort eð er gleyma mestu af því aftur, fyrr eða síðar. Það, sem mestu máli skiptir, muntu ekki læra af neinni skólatöflu. Því get ég lofað. Hópur ærslafullra barna hljóp framltjá. Þarna fara hinir raunverulegu kennarar þínir, sagði ég við hana í huganum. Athug- aðu þá vel, þessa jafnaldra þína og samtíð- armenn. Þeir munu kenna þér margt, sem ekki finnst í neinum skólabókum, enda þótt margt af því sé ekki til fyrirmyndar. En ef til vill þarftu að læra það allt, áður en þér lærist líka, að margt af því er ekki jtess virði, að það sé iðkað. Ég veit ekki. Ég er eldri en þú, og þú heldur, að ég viti allt, en þér skjátlast. í rauninni veit ég það eitt, að ég veit ekki mikið, og þegar sá dagur kemur, að þú uppgötvar það sama um sjálfa þig, þá er fyrsti áfangi þinn á náms- brautinni á enda. Hinir lífsglöðu æringjar hlupu æpandi upp þrepin. Eftir fimm mín- útur, hugsaði ég, verður þú ekki lengur að- eins þú sjálf. Þú verður líka ein af þeim. Ef til vill verður það stærsta skrefið þitt í líf- inu. Ég vona, að það verði í rétta átt. Ég leit til skólans hátt uppi á hæðinni og horfði á dyrnar, sem litlu peðin streymdu inn urn, og að mér setti sáran efa, efa um það, hve hyggilegt það væri að hella öllu þessu unga lífi í sama mót, hve vel rneint sem það væri. Að steypast í sama mót og aðrir, að búa við strangan aga, að vera alinn upp í þeirri ósk að vera ekki frábrugðinn, heldur sem allra líkastur öllu möðrum — er það raun- verulega rétta leiðin til þess að þroska sjálf- stæði, frumleik og forustuhæfileika? Ég leit aftur á barnið við hlið mér. Ef til vill skiptir það ekki máli, hugsaði ég, ef til vill hefur frækorni persónuleikans þeg'ar verið sáð og ekkert getur framar haft áhrif á, hvernig hann þroskast. Þetta er eitt af því marga, sem ég veit ekki. En hvað sem öllu þessu líður, þá er stund- in nú runnin upp, sagði ég við sjálfa mig. Láttu hana fara. Þetta er hennar líf, mundu það, en ekki þitt. — Ég tevgði mig yfir hana og opnaði bílhurðina. Hún steig út úr og sneri baki við mér og horfði upp til hússins á hæðinni. Svo hafði verið um talað, að á þessari stundu æki ég af stað og léti sem ekkert væri. ,,Jæja, vertu sæl, Sigga,“ sagði ég. Hún leit við, og allt í einu kviknaði þetta ljós ástar og kímni í augum hennar. „Vertu ekki hrædd,“ sagði hún. „Ég kem aftur." Og nú trítlaði hún upp þrepin, upp í blátt ómæli morgunsins. Ragnheiður Aradóttir.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.