Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 5

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 5
mínum, þar sem við, riddarinn og fákur- inn lentum í miklum eldraunum. Vorið 1956 hófst tamningin. Gekk hún vel, enda þótt hann væri graður. Hann ltafði allan gang og var hæfilega fjörugur. Um sumarið átti að halda héraðssýningu í Borg- arfirði. Ég stefndi að því að búa Nasa sem bezt undir liana. En ákafinn var of mikill; ég reið lionum af vankunnáttu og helti hann. Hinn langþráði dagur rann upp. Ég klæddi mig snennna og hafði uppi mikinn viðliúnað. Tók fatabursta, skókrem, tuskur og heilt rúgbrauð að heiman. í þrjá tíma var ég við að snyrta hann. Gerðist hann óró- legur, krafsaði í stallinn og frísaði graðhests- lega. Sá ég það ráð vænst, að taka eina bús- merina í leyfisleysi og leiða til hans. A sýn- ingunni varð hann sér og eiganda sínum til sóma. Fékk liann fyrstu verðlaun fyrir bygg- ingu. A eftir átti að sýna hæfileika stóðhest- anna. Ákafi minn var sami og áður. Ég hafði lagt á Nasa, þegar pabbi kom til mín og sagði: ,,Kapp er bezt með forsjá, sonur sæll, og ekki sýnir þú hestinn haltan.“ Eg varð reiður og fannst pabbi vera rang- látur. Eigingirnin réði þar mestu, því að ég vissi, að með þessu yrði Nasi ekki efstur. Ég henti ónotum í pabba, sem svaraði með löðrungi og ég hljóp á brott hágrátandi. Hrossaræktarsamband Borgarfjarðar tók Gamm á leigu um sumarið og skilaði hon- O O um í desember. Ég mun ekki gleyma þeirri stund, þegar við sáumst. Hann reisti makkann, sperrti eyrun, sem annars voru alltaf á hreyfingu, og lineggjaði. Hann liafði rnikið tagl og fax, hvort tveggja var úfið. Augun voru stór og nefið bogið. Húðin lá í fellingum á makkanum, en fyrir aftan bóga var hún slétt og falleg. Auðséð var, að Gammur var orðinn reyndur stóðhestur. Framhlutinn hafði allur stækkað, en afturhlutinn staðið í stað. Þetta haust var gott, svo að enn höfðu hestar ekki verið teknir á gjöf. Var Gannn- ur því einn í hesthúsinu. Þann 23. desem- ber brá veðri. Kom ofsaveður með fánn- kyngi. Leið mér ágætlega um kvöldið, því að ég vissi af Gannni öruggum í liesthúsinu. En illa brá mér í brún næsta morgun; Gammur var farinn. Einmanakennd þessa stóðhests hafði orðið þess valdandi, að hann brauzt út í leit að mökum sínum. Leituð- um við pabbi allan þann dag. Allir skurðir voru fylltir af snjó og hvergi merki að finna um Gannn. Það var aðfangadagskvöld, en við urðum að finna yndi og stolt fjölskyld- unnar. Við kornum heim kl. 11 um kvöld- ið, úrvinda og vonlausir. Um kvöldið fundum við huggun í bæn- um og fengum von livert hjá öðru um að Gammur væri lifandi. Um nóttina dreymdi mig fyrrnelndan draum. Ég vaknaði glaður og liress, af því mér fannst það ekki hafa verið minn hestur, sem dó í skurðgröfuskurðinum, heldur einhvers annars. Ég vissi ekki þá, hvað bleikur litur í draumi merkir. —o— Það komu engin jól heim þetta ár. H. G. MUNINN 29

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.