Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 17

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 17
ljóð eftir Snorra. Síðan flutti Árni Krist- jánsson kennari stutt en skemmtilegt erindi um Stefán Islandi og leiknar voru plötur með siing lrans. Skammarlega fáir nemend- ur komu á listkynningu þessa, sem bók- menntakynningarnefnd og tónlistarkynn- ingarnefnd stóðu sameiginlega að. T'yrsta tölublað Munins var borið út til kaupenda 17. nóv. Muninn hélt skemmtun laugardaginn 18. nóv. Hófst hún með því, að Björn Teitsson ritstjóri sagði ágrip af sögu blaðsins og las dálítið upp úr eldri árgöngum. Þá flutti Rósberg G. Snædal rithöfundur snjalla frumsamda gamansögu. Eftir það var farið að dansa, og þótt fámennt væri, skemmtu menn sér allvel. Um kl. hálftólf fór fram allsiigulegt reiptog á milli manna úr stjórn Hugms og ritstjórn Munins annarsvegar og forystumanna úr íþróttafélaginu hins vegar. Slitnaði reipið í fyrstu atrennu, áhorfend- um til mikillar skemmtunar. Þá er að greina frá tíðindum mánaðarins í útvarpsmálum. Sem kunnugt er, störfuðu í heimavistinni tvær útvarpsstöðvar lengi vel í fyrravetur. Voru það Útvarp Rangalar, sem þáverandi fimmtubekkingar ráku, og Útvarp Andeby, sem nokkrir fjórðubekk- ingar starfræktu. Útvarpsstjóri fyrrnefndu stöðvarinnar, Einar Kristinsson, liefir nú látið af störfum fyrir aldurs sakir, en hann er aldursforseti nentenda í vetur sem fyrr, nú 26 ára. Stöðin, sem Andeby-ntenn ráku í fyrra, hefir skipt um eigendur. Hófu fjórðu- bekkingar útsendingu um hana 19. nóv., og hyggjast senda út hálfsmánaðarlega fyrst um sinn. Útvarpsstjóri er Þráinn Þorvaldsson. Stöðin nefnist Orion og hlýtur nafngiftin valasama dóma, enda útlend. Verður sú tízka, að skíra hérlend fyrirtæki útlendum nöfnum, að teljast skrítin, þar eð mörg nafn- orð, einkar hentug til þessara nota, eru til í íslenzku. Viljum við leggja til, að útvarps- stöðin verði eftirleiðis nefnd Útvarp Upp- rennandi, sem er þýðing á Útvarp Orion. Eyrsta útsendingin tókst allvel, en þó hlupu fjórðubekkingar nokkuð á sig, er þeir tóku að ota hornunurn' í hinn ágæta þátt „Heyrt og séð“ í f’yrsta tölublaði Munins. Þess má geta, að stöðin var mjög veik þennan dag. Pétur Sigurðsson erindreki kom á Sal 22. nóv. Þrumaði hann í góðar 45 mínútur, hvatti æskuna til dáða og bað hana að bjarga heiminum á þeim viðsjálu tímum, sem við nú lifum á. Var erindi hans hið áheyrileg- asta og mun hafa vakið ýmsa til umhugsun- ar. Aðfaranótt hins 24. nóv. gerði hið mesta mannvonzkuveður, norðangarður og stór- hríð og skafrenningur og éljagangur gnauð- aði í gluggum og eyrum nemenda. Svigi, helvíti sniðug sögn að gnauða og skammar- lega lítið notuð. Svigi lokast. Þrátt fyrir fár- viðrið rifu menn sig á lappir á réttum tíma og mættu óvenju vel í skólann. Ekki hafði óveðrið lengi geisað, er vatnsskortur haml- aði rafmagnsframleiðslu. Slokknuðu ljósin rneðan fyrsti maður var uppi í fyrsta tíma. Gerðist nú kurr í liðinu. Var troðið á Sal og kyrjað „Gott er að sofa í morgunmund" með hástemmdum og djúpstæðum söknuði, en síðan ýmsar vafasamar kvennafars- og (Framh. á bls. 45). Það kostaði myndasmiðinn mikil heilabrot að ná allri framhlir) skólans á sömu myndina, en hér sjá- ið þið þó árangurinn. Myndin var tekin 11. nóv., þegar mánaðarfríið .var. muninn 41

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.