Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 9

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 9
FÆ EG EKKI BREF I DAG? Nóvemberdag nokkurn leggjum við und- irritaðir, einn blaðamaður og einn ljós- myndari, upp a£ Karlavistum. Báðir erum við frá Munin. Förinni er að sjálfsögðu heitið á Kvennavistir. Þar er barið að dyr- um á herbergi, er ber liið skuggalega nafn Helgrindur og er núrner 12, og vaðið inn. — í nafni Munins eruð þið krafðar sagna, og minnist þess, að allt, sem þið segið, kann að verða notað gegn ykkur síðar. Fyrir svörum verður Jóhanna Jónsdóttir frá Siglufirði, póstvörður m. m.: — Eruð þið með myndavél og allt hvað eina, eruð þið orðnir kolvitlausir? Við stöndunt orðlausir gagnvart sköru- leik ungfrúarinnar, en þó tekst okkur um síðir að fá hana með okkur inn á herbergi nr. 15, þar sem Lára Björnsdóttir frá Siglu- firði eða Egilsstöðum, einnig póstvörður m. m., liggur veik. Við látum það ekki á okkur fá, en komum okkur fyrir í beztu stólunum og tökum fram amboðin. Við er- um í þann veginn að segja: Jæja, þegar Heiðar Magnússon ber að dyrum og rekur inn hausinn. — Upptekið, segjum við, og hinir virðulegu póstverðir stugga Heiðari út. í næsta skipti náum við að segja: Jæja, áður en Alfa Ragnarsdóttir kemur inn. — Upptekið, segjum við byrstir, og Alfa leggur á flótta. I.oks getum við nú hafið viðtalið. — Jæja. Við vitum hvaðan þið eruð, segir blaðamaðurinn, svo að því þurfið þið ekki að svara. En segið okkur í staðinn, hver það er, sem skipar ykkur í þessi póstvarða- embætti. — Stelpurnar á Kvennavistum halda fund um málið á hverju hausti og ákveða, hverjir verði póstverðir yfir veturinn. En þið meg- ið annars ómögulega skrifa niður hvert ein- asta orð, sem yið segjum, segir Lára. — Hm. Þurfið þið alltaf að sjá um að sækja póstinn í bæinn? — Já, við þurfum þess náttúrulega, en hinar stelpurnar eru okkur oft Iijálplegar, einkum þegar mikið er að gera. — Af hverju lenti á ykkur að bera líka Moggann út í fyrra, en ekki núna? — Hann hringdi í okkur, hann Einar . . . — Svanberg, leiðréttir ljósmyndarinn. — Já, Svanberg, þessi í Moggaturninum, og bað okkur að gera það. — Og hvernig gekk það? — Sæmilega. Reyndar voru sumir strák- arnir svo vitlausir, að þeir skömmuðu okk- ur, þegar karlinn gleymdi að senda Mogg- ann. — Nú, það er eins og þegar strákarnir skamma mig, e£ Tíminn kemur ekki á rétt- um tíma á ganginn, af því að ég pantaði hann, segir blaðamaðurinn. — Eru það fyrst og fremst bréf, sem þið berið út, eða slæðast bögglar með? — Það eru mest bréf og blöð og tímarit, en með bögglunum koma fylgibréf, sem við berum út. Annars tökum við allt, sem kemur í hólf M. A. á pósthúsinu. muninn 33

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.