Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 14

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 14
I BANDARISKUM SKOLA American Field Service heita samtök ein í Bandaríkjunum, sem vinna að því að bjóða ungu skólafólki af ýmsu þjóðerni til náms og dvalar þar í iandi og að láta amer- íska nemendur njóta sarns konar reynslu víðsvegar um heim. Með þeim gagnkvæmu kynnum og skiln- ingi, sem á þennan hátt skapast, hyggja sam- tökin, að friði í hinum róstuga heimi vor- unt sé betur borgið en með rökræðum stjórnspekingá og kjarnorkusprengjum. Ég átti því láni að fagna að dveljast í Banda- ríkjunum og stunda nám í skóla þar síðast- liðið ár á vegum þessara samtaka. Því hefur löngum verið lialdið fram hér á landi, að amerískir framhaldsskólar standi langt að baki og séu öllu léttari okkar menntaskólum. Þess ber þó að gæta, að þess- ir skólar gegna bæði hlutverki gagnfræðá- skóla og menntaskóla í einu, þ. e. a. s. í þá ganga allir, hvort sem þeir Iiyggja á háskóla- menntun eða ekki, og í þá þarf ekkert próf, sem hliðstætt gæti talizt okkar landsprófi. Auðsætt er, að með slíku fyrirkomulagi sem þessu, þar sem skólarnir eru opnir öllum án tillits til frammistöðu, hljóta þeir að verða léttari en menntaskólar hér á landi. Aftur á móti, til þess að koma í veg fyrir, að hinir tregari verði betra námsfólkinu til trafala, er sá háttur hafður þar á, að reynt er að skipta nemendum í deildir eftir frammistöðu þeirra, þannig að allir geti not- ið sín sem bezt. í þeim skóla, sem ég sótti, voru aðeins þrjár skyldunámsgreinar: enska, saga og leikfimi. Um önnur fög, sem voru allt frá latínu niður í bílaviðgerðir, gilti svo til al- veg frjálst val. Þannig gátu nemendur lagt stund á þær greinar, sem hugurinn beind- ist helzt að, og jafnvel strax byrjað á því að búa sig sérstaklega undir það lífsstarf, er þeir áttu í værídum. Af öllum fögum var mest áherzla lögð á sögu. Sú námsgrein fjallaði minnst um lið- inn tíma, eins og við eigum að venjast, held- ur um ástandið í heiminum í dag. Hluti livers sögutíma var helgaður lestri nýjustu dagblaðanna, og varð þá sögubekkurinn vettvangur frjálsra og fjörugra umræðna, bæði út af heims- og innanlandsmálum. Með þessum hætti verður skólafólkið þess mjög vel meðvitandi, livað er á seyði í heirn- inum í kringum það. Einnig var í sögunni mikil stund lögð á efnahagsmál ogstarfsemi hinna margvíslegu stofnana, er undir stjórn- ina heyra. Til öflunar fróðlerks í þessa átt var ekki eingöngu stuðzt við þurrar lær- dómsbækur, lieldur viðuðu nemendur að sér upplýsingum upp á eigin spýtur með því að grúska í bókasöfnum og jafnvel með viðtölum við sérfróða menn og miðluðu síðar hver öðrum af þessu með fyrirlestrum í sögutímunum. Þannig varð námið meira lifandi og skemmtilegra en ella. Mikið var notað af kennsluáhöldum í öll- um námsgreinum, svo sem kvikmyndum og skuggamyndum. Segulbönd og talplötur voru óspart notuð við kennslu í tungumál- um og mikið gert að því að æfa nemendur í talmáli. F.itt af því, sem mér fannst mjög athygl- isvert, var, hve ríkan þátt nemendur tóku sjálfir í stjórn skólans. Hið svokallaða nem- endaráð, sem skipað var kosnum fulltrúum úr hverri skólastofu og öllum klúbbum o? samtökum, hafði mjög náið samstarf við skólastjóra og kennara. Ráðið var vettvang- ur fyrir margs konar tillögur og umkvart- anir frá hendi nemenda og kom þannig til leiðar mörgum breytingum til batnaðar, bæði á fyrirkomulagi og stjórn skólans og í sjálfu féjagslífinu. Við kosningar í nem- endaráðið heyja frambjóðendur harðvítuga baráttu sín á'milfi um atkvæði nemenda. Þeir fá þannig ágætis æfirígu á sfjömmáia- sviðinu, encla hefur það sýnt sig, að mestu 38 mcxi.w

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.