Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1972, Síða 1

Muninn - 01.02.1972, Síða 1
SALTATOR Hinn 10. desember 1971 gjörðu nokkrir fimmtuséung- ar sér það til gottgjörelsis að stofna félag. Mikill samhugur ríkti á stofnfundi. Nafn félags ins var ákveðið SALTATOR, þar eð allir erum vér dansfífl á dansgólfi lífsins. Skilyrði fyrir inngöngu eru þessi: 1. Vera í fimmta sé. 2. Kunna að beygja amo í praes. ind. 3. Vera húmanisti. 4. Vera skemmtilegur. Stofnendur voru ellefu að tölu. Einróma var samþykkt, að Bárður Halldórsson .skyldi verða fyrsti heiðursfélagi (Soc ius Honoris Causa) og hafa honum verið afhentir pappírar þar að lútandi. Hefði hann fyrstu allra manna leitt oss inn á víðar lendur latínunnar eins og sagði i skjalinu. Þó vildu sumir Saltatores haía kargaþýfi í stað víðra lenda. Strax á fyrsta fundi var gerður skýr greinarmunur á fundum og aðalfundum, en að alfundi má halda eins oft og þurfa þykir. Hefur eii\n slík- ur þegar verið haldinn, hvar Saltatores þekktust boð rit- stjónrar Munins um að sjá um útgáfu eins Litla-Munins. Að lokum skal það endur- tekið, að félagsskapurinn heit- ir SALTATOR en ekki ALKA TOR eins og illar tungur hafa borið út. Princeps Saltatoris. Sá litli Framhald a bls. 12. IJppáfarar- orð ('i slma töluð) Þegar okkur Saltoribus var falið að sjá um eitt stykki L-M, ákváðum við þcgar að taka upp mjög markvissa stefnu, þar sem öllu væri sullað sarnan. í Saltatore eru hægri-vinstri- menn, framsóknarmenn á- samt leynikommum og nokkrum eftirlegu krötum. Saltator er ekki pólitískt félag, nema að því leyti að allrahanda skoðanir eru leyfðar. Nokkurs konar núllistastefna. Blaðið ber merki þess, þar ægir öllum fj ... saman. Við höfum tekið saman við AM í því að birta latínu texta með versjónum. Ætti þetta að geta orðið nem- endum til mikils hagræðis. Þyrftu þeir þá ekki að kaupa latínunámsbækur heldur aðeins L-M og AM. Samvinna blaðanna yrði þá þannig, að L-M birti lat- nesku textana, en AM kæmi með þá snaraða. Þessi starfsemi hófst með því að AM birti íslenzka textann fyrr í haust og var byrjað í Ursus et vulpes. Sem sannir blómahippar völdum við þáttunum nöfn in „Undir Rós“ (sub rosa) og „Undir fífli“ eða Undir undafífli. Vonandi verður þessi nýbreytni einhverjum til hjálpar á lífsleiðinni. Framhald á bls. 11. Skylt að hafa það, sem sannara reynist í síðasta tölublaði Litla-1 Munins birtist grein, sem barl yfirslyiftina „Hvar var hús-) bóndi heimavistar?" í grein þessari, sem snertir mig ná- ið, var ýmislegt of- eða van- sagt, sem mér þykir rétt að leiðrétta og benda á. Aðdragandi máls þessa var sá, að skömmu eftir að vist- inni hafði verið lokað, bárust mér og Pétri Guðmundarsyni til eyrna ýmiss óhljóð og læti. Samkvæmt 7. gr. vistarreglna, sem segir að algert hljóð slculi ríkja í húsinu eftir ld. 23, þótti okkur rétt að skakka leikinn. Eigi létu þeir, sem' þar voru að verki, segjast. Því máttum við gera aðra för skömmu síðar til að koma á friði. Við ræddum við dreng- ina í bróðerni og báðum þá með góðu að hætta þessum látum. Eftir þetta biðum við átekta í stigagangi. Heyrðum við þá á tal drengjanna, þar sem einhverjir þeirra hvöttu til að framleiða hávaða, með þeim afleiðingum, að upp hófst eitt heljar kapphlaup eft ir ganginum. Enn biðum við átekta. Síðan byrjuðu síendur teknir hurðaskellir. Æstist mér þá skap og hljóp til og stóð einn Miðgarðsbúa að verki. Tók ég hann alló- þyrmilega og færði upp í íbúð húsvarðar. Þar lagði ég no.kkr ar spurningar fyrir drenginn, og viðurkenndi hann að hafa verið að skella hurð. Að öðru leyti varð fátt um svör. Síðan ræddum við vistarmál fram og aftur í u. þ. b. klst. Þetta var nú öll yfirheyrslan. Tveimur dögum síðar átt- um við tveir tal saman ásamt tveimur vistarbúuni öðrum. Þar kom fram, að fyrrgetin grein hafði verið skrifuð án vitundar okkar beggja. Það er leitt til þess að vita, þegar menn ryðjast fram á op inberan ritvöll og skrifa um málefni, sem engin vitni eru að, og án þess að hafa sam- band við málsaðila. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Að lokum langar mig til að svara þeim spurningum, sem hnýtt var aftan í grein- ina. I fyrsta lagi kemur greinar- höf. alls ekki við, hvar hús- bóndi heimavistar var, og hafa enga heimtingu á að vita um ferðir hans. í öðru lagi. Það hefur tíðk- ast á starfsferli þeirra þriggja skólameistara, sem setið hafa frá því skólinn hlaut réttindi til að útskrifa stúdenta, að nemendur læstu vistum, þegar húsráðendur voru fjarstaddir. Að þessu sinni var okkur Pétri falinn starfinn. Það skal tekið fram, að í 3 skipti af 127 í velur hefur húsbóndi verið fjarstaddur lokun. I þriðja lagi. Ofbeldi er vart réttlætanlegt. En er réttlætan- legt að brjóta sí og æ reglur þær, sem vistarbúum eru sett- ar? Vegna máls þess, sem spunnizt hefur um mig, og flestum mun kunnugt um, þyk ir mér rétt, að ég láti þetta til mín talca og láti frá mér fara smáklausu í blað þetta. Það leiðinlega atvik átti sér stað aðfaranótt mánudagsins 17. janúar, að ég var dreginn út úr herbergi mínu á heima- vistinni og farið ineð mig eins og tuskudúkku upp á skrif- stofu húsbónda heimavistar. Sá er þetta framkvæmdi var sonur húsbónda. Þar var ég svo, eins og áður hefur kom- ið fram, í tæpa klukkustund. Að svo mæltu læt ég mál- inu lokið frá minni hendi. Sigbjörn Gunnarsson (sign.). Síðan gerðist ekkert í mál- inu, fyrr en birt var grein í Litla-Muninn fimmtudaginn 27. janúar 1972, eftir Einar Steingrímsson og Björn Garð- arsson. Greinin fjallaði um at burð þennan. Svo var það 27. janúar, að skólameistari sendi þau boð til rnín, að hann vildi ná tali af mér. Ég fór til Steindórs og ræddum við málin. Byrjaði liann að spyrja mig, hvort mér fyndist ég hafa verið beittur ofbeldi, eins og tekið var til orða í grein Bjarnar og Ein- Framhald á bls. 9. ATHUGASEMD!

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.