Muninn

Volume

Muninn - 01.02.1972, Page 3

Muninn - 01.02.1972, Page 3
L ÞIN Ég skrifa þetta til þín, sem býrð einhvers staðar útí busk- anum. Veiztu! Ég hef verið að leita að þér um allt, en ekk- ert fundið. Hef ég kannski leitað á vitlausum stöðum? — Hjá vitlausum mönnum í vit- lausum húsum. Það má vera, að ég hafi ekki farið nógu hátt upp. Ég er líka svo loft- hræddur. Ef ég byggði mér einn hallgrímskirkjuturn eða færi upp á hátt fjall og liti yfir það, sem neðar væri, sæi ég þig kannski sitja við ein- hvern lækinn eða sniglast milli húsanna. En ég leitaði þin í fortíð- inni, og ég Ieita þín í nútíð- inni. Bíður þú kannski í fram tíðinni? Samt er eins og ég hafi staðið augliti til auglitis við þig og horft í augu þér. Lit þeirra veit ég þó ekki, því að þetta var líklega andartaks innsýn inn í hið ókomna. Mér finnst eins og gömlu konuna uppá lofti í húsinu, sem ég leigi í, gruni eitthvað. Heldur hún, að ég hafi fundið þig? Ætl‘ að sé nýja greiðsl- an? — Um daginn, þegar ég kom upp til að pissa, sá ég, að borðið undir ganggluggan- um var autt. Hvað? Hún hef- ur þá falið símann fyrir mér, hugsaði ég og gekk inn á kló- settið. (Ég sturtaði niður á eft ir. Það heyrðist suð, þegar kassinn fylltist aftur). Hún hefur auðsjáanlega ekki vilj- að, að ég hringdi í þig, ef ég skyldi fá númerið. En til hvers væri það? Ætli þú hafir nokkurn síma? Þar að auki hef ég ekki númerið, svo að henni er alveg óhætt að setja símann aftur á sama stað. Ég gæti náttúrlega reynt að hringja í upplýsingar, en stelp urnar á símanum þekkja þig víst ekki frekar en ég. um undir iðgrænum pálmumra á Majorku eða Grandkanarí,|l þar sem aldan lullar að landi,t| heldur með uppbrettar skálm-1 ar í svörtum sandi. Þegar vind urinn feykir hárinu í andlitið og særokið blæs; þegar hafið hvítnar við ströndina, en utar dansa sjóveikilegar öldur með Ijósa kamba. Hefurðu nokk- urn tíma fundið kraft sjávar- ins, þegar hann reynir að toga þig til sín? Það koma stundir, að mér finnst leit mín að þér vera lík fjöruferðunum mínum, er ég var peyi. Maður laumaðist oft í vondum veðrum til að horfa á öldurnar og til að vaða. — Eftir að hafa sezt á einhvern steininn eða bara í sandinn, farið úr skónum og tosað leyst ana framaf tánum, byrjaði maður að sulla. Oft gleymd- ist að bretta upp, en hvað gerði það til? Endalaust eltu öldurnar hverjar aðra og lentu með dimmum hljóðum í sandinum. Skyndilega risu þær langt úti og æddu fyssandi að landi, þar sem þær steyptu sér koll- hnís og breyttust í hvíta froðu, sem læddist uppeftir fjörunni. Froðan, sem var eins og mjólk urgrautur, sem soðið hefur uppúr, missti smátt og smátt máttinn, stanzaði örstutta stund og hugsaði sig um, en hvarf siðan til sjávar eða niðrá milli sandkornanna. Hún skildi eftir sig dökka rák fremst í fjörunni. Hún liðað- ist um fætur mér og tróð sandi milli tánna. Það gutlaði í, þegar ég sullaðist áfram. Ef ég stóð kyrr gróf sjórinn und- an fótunum, en sléttaði yfir sporin, sem ég hafði skilið eftir. Framundan mér sá ég fjöruna, þar sem ég átti eftir að stíga niður og skilja eftir spor handa öldunni að má út. Þannig máir tíminn út spor mín innanúr fortíðinni í leit minni að þér. Framundan eru svo ófæddir dagar, óbyggð hús og staðir, þar sem ég á eftir að leita. Þar finn ég þig eftilvill í nútíð framtíðarinn- ar eftir göngu í þátíð nútíðar. Þá sé ég þig koma útúr minni framtíð inní nútíðina, en samt kemurðu útúr þinni fortíð inní nútíðina. Þú kem- ur utanaf sprengisandi tím- ans. Ég hleyp á móti þér. Við mætumst á miðri leið. Og sól- in glottir. Krói. (Vestm. og Akureyri des-jan. 1971-1972). ÚR BÓKIIMIMI MAIVIIVIA (ég) IUAIVIIUA Einu sinni var eins og ég hefði fundið þig. Sólin skein, og ég sá aftan á þig, þar sem þú gekkst á undan mér á gang stéttinni. Ég fylgdi þér eftir, en bílarnir þutu framúr; fyrst framúr mér svo framúr þér. Þeir komu líka á móti; fyrst á móti þér svo á móti mér. Allt í einu var ég farinn að hlaupa. Ég tók ekki eftir neinu nema þér. Fólkið var byrjað að snúa sér við, en mér var alveg sama. Ég var rétt að ná þér, þegar þú leizt við, og ég sá, að þetta var ekki þú, því að þessi var bomm. Nú snöggstanzaði ég og leit til veðurs upp í heið- bláma himinsins. Sólin glotti. Það var sem hún vildi segja: ,,Ég vissi þetta alveg, en ég vildi bara elcki segja þér það. Mér fannst nefnilega, að þú hefðir gott af því að hlaupa svolítið.“ Stundum sé ég myndir af þér í blöðunum. Einkanlega. þegar ég skoða myndir af æst um og öskrandi áhorfenda- skaranum á einhverjum kapp- leiknum. Þarna ertu loksins mitt í iðunni og afmynduðu andlitin allt í kringum þig. Ég fæ hjartslátt, rýni betur og er kominn með blaðið alveg upp að augunum, en þá hefurðu breytzt í sundurlausa punkta af prentsvertu, og ég er ekki lengur viss. Þú ferð ábyggi- lega ekkert á svona leiki — verður ekkert afmynduð í framan. Svo getur ekki verið, að þú sért bara nokkrir prent- svertupunktar á ódýrum papp ír. Oft hef ég velt því fyrir mér, hvort þú trúir á guð. Þú ert auðvitað kristin — að minnsta kosti að nafninu til. Þú varst vatni ausin og skírð í nafni föðursins, sonarins og hins heilaga anda. Svo varstu fermd, ázt pappann og drakkst vínið. Holdið og blóð ið. Með dýrlingssvip lofaðir þú öllu fögru, þar sem þú kraupst við gráturnar, klædd kyrtli með víðum ermum. Flest allt hefur það víst verið upp í ermina. Eitt sinn var ég viðstaddur fermingu í kirkjunni heima. Það var áður en ég sagði já- ið. Organleikarinn, sem húkti við hljóðfærið, fór fingrum um nótnaborðið, og tónarnir fylltu kirkjuna. Prestarnir tveir gengu inn, en á eftir þeim kom halarófa af börn- um, sem fylgdu sálnahirðun- um eins og fjárhópur forystu- sauðum. Stelpurnar voru með nýjasta permanentið, sem mæðurnar dáðust að, en strák arnir nýklipptir og fallega vatnskemdir. Þau settust í kórinn og þæfðu sálmabæk- urnar í höndum sér. Prest- arnir fóru nú að ákalla guð með hjálp kirkjukórsins, sem söng annað slagið. Loks eftir nokkra kirkjulega hósta og snýtur, bæði frá prestunum og söfnuðinum, voru börnin leidd framfyrir altarið, þar sem þau lögðust á hnén. Nú skyldu þau segja jáið. Prest- arnir gengu að þeim fyrsta, flettu biblíunni og tuldruðu eitthvað við hann. Hann leit niður, og jáið kom, veikt já, sem hvarf niðrí brjóstið. Næsti. Tuldur. Hátt og skýrt já. Heiðríkjan í svipnum var mikil. Þannig gengu þeir á röðina og svitnuðu, en veif- uðu vasaklútnum öðru hverju. Hvert jáið fylgdi öðru. Flest voru lág og hikandi, en eitt og eitt sagt með hita í rödd- inni. Ég minnist sérstaldega einnar stúlku, sem sagði jáið svo vel, að eftir var tekið. Eftir orð prestanna leit hún upp, og þá kom það. Ekkert uml oní bringuna, heldur eitt- hvað, sem heyrðist um alla kirkjuna. Þögn smástund, síð- an hátíðlega hóstað um allt húsið. Já, þetta var stærsta jáið við þessa fermingu. Hvort það .var haldbezta og kristn- asta jáið, það er svo allt ann- ar handleggur. Það er sossum ágætis bísniss að láta ferm- ast. Miklir peningar og marg- ar gjafir, en ósköp innan- tómt. Varla hreinkast sálin mikið. Þetta er líkast því að fara í sturtu og gleyma að skrúfa frá vatninu. Hvað er svo guð? Ekki veit ég, hvað guð er. ,,í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð,“ seg- ir hjá Jóhannesi. Guð mætti kannski kalla orð. Niðurskráð ar hugsanir og hugmyndir hálf skrítinna manna, sem höfðu þvælzt vatnslausir um gula sanda og sáu guð, þegar þeir voru orðnir nógu þyrstir. Þá komu þeir utan úr mörkinni og boðuðu guð. Þeim væri liklega komið á hæli hið snar- asta nú á dögum. — Eða er guð vonin í mér og þér? — Höfum við búið til guð til að breiða yfir það, að við erum aðeins hópur af frumum, sem þykjast hafa sál — jafnvel ei- lífa? Svo mætti líka hugsa sér, að guð hefði planað þetta allt sjálfur og stjórni þessu þarna uppi. Heyrðu, þú ert kannski í þessari jesúbyltingu, sem Kan inn er búinn að finna upp? Nei, það getur varla verið. Þú ert ekki uppgjafahippi, sem er orðinn leiður á dópinu. Það eru engir uppgjafahippar eða hippar á íslandi — bara gúmmíhippar. Annars væri bezt að trúa bara á drauga eins og fólkið í gamla daga og hann Þór- bergur. „Það eru nú ekkert nema mórar og skottur í kring um hann Þórberg," heyrði ég konu nokkra segja einu sinni. Ætli það sé bara ekki fullt af þessu í kringum okkur öll? Hefurðu riokkurn tíma sull að berfætt í fjöruborðinu? Ekki sólbrennd í sundklæð- 1. kafli: - - SIÍORIÐ OG SKEYTT SAMAN AFTUR Svitaperlurnar dönsuðu á enni hans. Hún sá, að svita- straumurinn lak niður gagn- augað. Skært ljósið skein misk unnarlaust á þau. Gríma hans var gegnblaut af svita, en ein- beitt augun litu eftir gjörðum leikinna handanna. Hann leit upp og leit á hana. ÓH (ekki innan sviga). ,,Hnífinn,“ sagði hann með skipun í röddinni. Augu þeirra mættust — AH — Gúmmí- klædd hönd hans greip hníf- inn, og hún greip andann á lofti. Hún sá glampa (með norðl. framb.) bregða (framb. breggða) fyrir í augum hans. Hann vó kutann í hendi sér — brá honum (?). Hann skar Hún sá hann skera. Grunnur skurðurinn gapti mót honum. ,,Sáratengur,“ sagði hann, og augu þeirra mættust á miðri leið. (AH) Hún laut nið ur og strauk hendinni um enn ið. Hún var farin að fá hálf- gerðan augnaverk af öllum þessum augnamótum. LEéknirinn skar nú enn dýpra, svo að allt gangverkið úr vesalings fórnarlambinu var nú á borðinu fyrir fram- an hann/hana/sjúklinginn/alla viðstadda (fyrir utan bróður sjúklingsins, sem látizt hafði fjórum árum áður) sbr. nokkr ar minningargreinar í Mbl. — blóm voru afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, var bent á villu síns vegar. Hún fann rafknúna blóð- pumpuna hamast við að dæla blóðinu um æðar sér. Hún vissi það í pumpu sér, að hún elskaði hann — spurningin var bara, hvort hann elskaði hana (síðar kom í ljós, að maðurinn var mikill dýravin- ur). Hún færði sig nær hon- um um nokkur mólikúl. Hann fór höndum um líf- færið. Þetta minnti hana á það, þegar hún var að slíta slor í stöð á yngri árum. Allt í einu fóru kippir um andlit hans. Svitaperlufestin um háls honum fór ört vaxandi. Hún sá, að hann þjáðist. „Á ég?“ spurði hún. „Já,“ sagði hann. Hún beygði sig niður og rétti honurn bekkenið með skilning í augunum. Hann ?6. ./ % a X @ &!);: + %(, . ??!) Forfatteren fik literaturpris en i ár fra Det Nordiske Rád for denne bog. Prisen aflever- ede Hr. Sigurdur von Vigur). 3

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.