Heimilisblaðið - 01.01.1922, Blaðsíða 4
2
HE IMI LISBLAÐIÐ
n&áiT og gamalL
o
(Erindi flutt, aí séra Ófeigi Vigfússyni, að Skarði 30- des. 1920,
til ðgóða fyrir fátæka og sjúka móður margra barnn.
Ungur og gamall sýnist vera sitthvað og
tvent ólikt. Margur telur líka muninn mik-
inn og margan á ungum og gömlum og
hugsar og talar og gerir eftír því, stundum
og að sumu leyti réttilega, en einnig oft
og að mörgu leyti ranglega.
Yfirleitt mun hinum ungu finnast ólikt
með sér og hinum gamla, og munurinn
mikill milli sins sldurs og hans, og svipað
mun hinum gamla einatt finnast um sig
og sinn aldur í samanburði við hinn unga
aldur hans. Hvor þeirra fyrir sig vill halda
sér og sínum aldri fram, vanalega; einatt
líta stórt á sig og sitt flest, en smáum aug-
um á hinn og hans flest, með skilnings-
leysi og ónærgætni. Getur úr slíku skapast
ltali og jafnvel óvild og meingerðir af beggja
hálfu. Fyrir kemur það einnig, að hvor öf-
undar annan, ungur gamlan og gamall
ungan, svo að hvor um sig óskar að vera
sem hinn; þann unga langar til að vera
orðinn, ef ekki gamall, þá þó roskinn, og
hinn gamla fýsir að vera orðinn, ef ekki
barn, þá æskumaður. En af því getur sprott-
ið, og sprettur líka stundum, óánægja og
ólund út af eigin aldri og því, sem honum
fylgir, og óeðlilegur, tilgerðarlegur rembing-
ur, eða uppgerðarlegar tilraunir til að vera
eða sýnast annað og öðruvisi en aldur
er til. Verður úr því kátlegt mont og kynd-
ug mannalæti hjá ungum, en brosleg barna-
læti hjá gömlum. Þó mun það tíðara, að
efri aldurinn dáir meir hinn unga og þykir
meira til hans koma en síns eigin, heldur
en hitt, að ungur girnist af gömlum. Þess-
vegna ber lika svo og víða meira á óeðli-
legu og óréttlátu dálæti og dekri eldri, og
jafnvei gamalla manna, við ungdómsaldur-
inn og lofsöngum þeirra við hann og kosti
hans, heldur en á hinu, að ungir lofsyngi
gömlum. Ber ekki svo litið eða sjaldan á
þessu, að sá er víttur og lýttur, sem hagar
sér i hugsun, orði og verki alveg eðlilega
samkvæmt sínum hærri eða háa aldri og
reynslu hans, en hinn á sama aldri lofaður
og hafinn hátt, sem hefir ungs manns æði,
enda þótt það væri uppgerð. Þessháttar
freistar líka til uppgerðar og leikaraskapar,
vegna vegsemdarinnar, sem það vanalegast
fær, einkum hjá þeim ungu eða yngri, að
vera eða sýnast vera ungur, þótt gamall sé.
En hvað sem nú öllu þessu liður, þá er
þó ungur og gamall í raun og veru ekki
svo mjög sitthvað, og ekki tvent svo ólíkt,
sem ætla mætti og svo oft og víða er ætlað.
Því að það tvent er ekki hvort öðru ólík-
ara, skyldara eða ósamrýmanlegra en það,
að hvorttveggja er sem ein grein á sama
stofni, ein jurt á sömu rót, og getur hvor-
ugt á annars verið, ef alt á eðlilega og vel
að vera og fara. Ungur nær ekki ákvörðun
mannlegs lífs hér á jörð, nema gamall
verði og gamall getur enginn orðið, nema
ungnr sé. Hinn yngri, óreyndari og óráðn-
ari þarf hins eldra, reyndara og ráðnara
til trausts og halds, og hinn eldri, sem bar-
átla lífsins hefir dregið niður, deprað og
slitið út, þarf hins yngra, glaðara og fjör-
ugra til upplyftingar, hressingar og stuðn-
ings. Æskan á að draga og dregur líka til
sin vaxtar- og þroskanæring frá ellinni eða
aldrinum efra og ellin yngingar- og við-
haldsnæring frá æskunni, alveg eins og t. d.
jurtin dregur til sin viðhalds og þroska
næringu, bæði ofan frá blöðum og neðan
frá rót. Sá yngri er líka afspringur hins
eldra og sér í honum sjálfs síns framtiðar-
mynd og forlög, ef hann nær sama aldri;
og hinn eldri er forveri hins yngra og sér
i honum sjálfs sins fortíðarmynd og dæmi,
þegar hann var á sama aldri.
Svona náskyldir eru ungur og gamall og
svona líkt er með þeim. Á þeim er litill
eða enginn eðlismunur. Náttúran er yfirleitt
hin sama, en mismunandi tamin. Aðalmun-
urinn á ungum og gömlum er því ekki
eðlismunur, heldur ásigkomulags ogástæðna-
munur. En þessi munur getur orðið og
verður einnig oft næsta mikill, og eftir því