Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1922, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.01.1922, Blaðsíða 8
G HEIMILISBLAÐIÐ Qxjx&uæ af dýrh Pað var árið 1750, að hinn guðrækni og andríki prédikari Englendinga, Dr. Filip Doddrige hneigði höfuð til hvíldar í hinzta sinni. Sköinmu fyrir andlátið hafði hann átt viðtal við vin sÍDn, Dr. Samúel Clarke. Um- talsefui þeirra var á þessa leið: »Ástand trúaðra manna eftir dauðann og su sœla að vera með Drotni að eilifu, sjá hann auglili til auglitis og þekkja án afláts kœrleika hans«. Með hugann fyltan af þessu fagra efni, dreymdi Doddrige dýrðlegan draum og ritaði hann upp morguninn eflir. Draumurinn var svolátandi: Hann þóttist vera í kynnisvist með vini sinum einum og verða alt í einu hættulega veikur. Hann lá svo stutta legu og dó; þján- ingin og fangelsi dauðans breyttist sviplega i frelsi og óumræðilega hamingju; hann breytt- ist í skínandi engilslíki og fanst hann svifa i Ioftinu hreihu og tæru; hann sá engan, nema nokkra hrygga vini, sem stóðu grátandi hjá líki hans. Hann furðaði sig á tárum þeirra, þvi að sjálfur var hann svo allshugar glaður; hann þóttist vera sð revna að láta þá vita um þessa ummyndun sína, en einhver leynd- ardómsfullur kraftur aftraði honum frá því. Við hliðina á honum var nú einhver vera, sem vakti lotningu hans; æskufegurð og al- vara skein af ásjónu hennar. I*au bárust óðfluga upp á við, unz þau komu að undur- samlega fagurri höll, sem Doddrige þótt- ist nú vita að ætti að verða bústaður bans. Meðan hann var að virða þessa dýrðlegu höll fyrir sér, þá mintist hann orðanna: »Pað, sem ekkert auga hefir séð, né nokkurl egra hegrt, það, sem engum manni hefir i hug lcomið, hefir Guð /grirbúið þeim, sem elska hann«, því að þetta dýrðlega heimkynni bar langt af öllu því, sem hann hafði getað gert sér í hugarlund. Þau voru nú komin að hliðinu: hinn bimneski fylginautur hans leiddi hann nú inn i herbergi; í öðrum endanum á því stóð borð og á það var breiddur drifhvitur dúkur, á borðum sá hann bikar vins og vínberja- klasa. Þarna nam engillinn staðar og sagði, að eigandi hallarinnar mundi bráðlega koma; en nóg mundi finnast í herberginu honum til skemtunar, þangað til hann kæmi. Vegg- irnir voru alþaktir fjölda málverka, og þegar hann gáði betur að, þá sá bann sér til undr- unar, að myndirnar voru sýnismyndir af öllu lífi hans. Þarna sá hann, að hinir ósýnilegu englar höfðu ávalt verið hinir tryggu verðir hans, og hversu oft Guð hafði sent þá til að varðveita hann í freistingum og yfirvofandi hættum. Fyrst sá hann sjálfan sig sem deyjandi barn. Foreldrar hans voru hrygg i bragði og orðin vonlaus um hann, en þá kom engill frá Guði og gaf honum lífið að nýju. Marga þá viðburði, sem myndirnar sýndu, mundi hann greinilega; birtu þeir honum nú margt það, sem hann hafði aldrei skilið áður og trufluðu hann þá og vöktu hjá honum efa og órósemi; margt »hvers vegna« stóð nú ljóst og lifandi fyrir augum hans, og nú skildisl honum í sælum fögnuði, að alt hafði það verið náð á náð ofan. Einni myndinni furðaði hann sig mjög á; hann var þar að detla úl um glugga og virtist bráður bani búinn, en englar komu og tóku hann á arma sér. Honum hafði á sama hátt verið forðað frá mörgum andleg- um hættum og hjarta hans fyltist nú af kær- leika, því að nú fullskildi hann Guðs óendan- legu gœzku og umhgggjua. Meðan þessar hugsanir fyltu huga hans, þá var drepið á dyrnar. Eigandi hallarinnar var kominn og Doddrige þurfti ekki að spyrja, hver hann væri, þvi að hann þekti hann á augabragði — það var DroVinn hans og frels- ari —, sem hann hafði svo hjartanlega þráð að sjá. En fegurð Drottins var svo dásamleg, að Doddrige hneig niður að fótum hans í lotningarfullri tilbeiðslu. Jesús reisli hann hóglega á fætur, tók i hönd honum og leiddi hann að borðinu. Par kreisti hann með eigin hendi vökvann úr vínberjunum i bikarinn,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.