Heimilisblaðið - 01.01.1922, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ
5
hinum gamla, eða þótt uppeldi hans sé
gott og rétt frá vöggu barnsins til unglings-
áranna, þó getur annað komið til, og það
er, að hinn gamla bresti þekking, skilning
og athugun á eðli og þörfum hins unga;
vilji þvi og reyni að »lemja náttúru hans
með lurk«, ef hún leitar i aðra átt en hann
óskar: fyrirlíti eðlilega æskuþrá og viðleitni,
og traðki réttbornum réttindum hennar,
eða yfir höfuð misbjóði æskunnar eðlisfari
Ef eða þegar þannig er, þá er ekki á góðu
von milli ungs og gamals. Þvi þólt nátt-
úran sé lamin með lurk, leitar hún út um
siðir og gerir einhverskonar uppreisn gegn
allri óeðlilegri og ranglátri kúgun og kröfu-
frekju, og allur misskilningur veldur mæðu
Og meinum. (Niðurl, næst].
Fyrnist ísland fríða,
fölna jarðarblóm;
á leið til himins langar mig,
því lifa þar Guðs börn fróm.
Fyrnist ísland friða. Xiðkvœði,
Nokkuð einslega nú vilja mér nálægar stundir líða,
Fyrnist ísland friða —
liversu eitt langsamt líf hér er, leggja vil eg á
nokkurn dóm
— lölna jarðarblóm, —
á leið til himins langar mig
þvi lifa þar Guðs börn fróm.
Fyrnist ísland fríða.
Óskammdægurt ætla eg nú orðið um sveitir viða —
Fyrnist ísland fríða —
utan að hugsa um auð og bú og eiga sér þar til
nóglegt tóra —
Fölna jarðarblóm. —
Kaldur vetur og kolsvört nótt hér kaupsigling af
sníða,
Fyrnist ísland fríða,
sjaldferðugt þvi sýnist hér þrátl,
sumurin munu það bæta fróm.
Fölna jarðarblóm.
Ama hér stundum árin hörð og atvinnuleysið víða,
Fölnar ísland fríða,
frjóvgunarblessun firrist jörð, því fægist á burl
vort syndagróm.
Fölna jarðarblóm.
Meimsamar fréttir menn fá spurt, sem mjög er ei
gott að hlýða.
Fyrnist ísland fríða.
daglega fólkið deyr á burt, dvínar fegurð sem
annað hjóm.
Fölna jarðarblóm.
Hinir, sem elska auð og seim og atlot heimsins
blíða,
Fyrnist ísland fríða,
fyr þá sjaldan fýsir heim, en íinna þeir neyð
og ellidóm. —
Fölna jarðarblóm.
Frægðariðju eg frá tek þá, sem fegurst má sveitir
prýða,
F’ölna jarðarblóm,
Guðs orð iðka gjörst sem má og gróðursetja i
hjörtun fróm.
Fölna jarðarblóm.
Gott fólk á sér Guð hér margt, sem gerir vort
land að prýða.
Fyrnist ísland fríða.
Pó loði við suma in ljóta art, að lifa sem eikin
gæðatóm.
Fölna jarðarblóm.
Siglingalólkíð setur hól á sum útlöndin viða,
Fyrnist ísland fríða,
í heiði skín oss hér heilög sól: hreint Guðs orð,
það lífsins blóm —
Fölna jarðarblóm.
Ef gárungur nokkur girnist það að galla vort land
og níða —
Fyrnist Island fríða,
gott fólk má ekki gefa því stað og gremjast ekki
slíkum róm,
Fölna jarðarblóm. —
Ekki hefi’ eg þetta ort aí því til óvirðingar að þýða,
Fyrnist ísland fríða.
Það yngist og blómgast aftur á ný,
eftir þann mikla Drottins dóm,
þá fegrast jarðarblóm,
á leið til himins langar mig, því lifa þar Guðs
börn fróm.
Fari vel ísland fríða.
(Séra Ólafur á Söndum f 1627),