Heimilisblaðið - 01.01.1922, Blaðsíða 14
12
HEIMILISBLAÐIÐ
Láru fanst, að ekkert mundi geta glatt
sig meira en, ef svo væ.ri. Og þá stundina
gerði þessi uþpgötvun henni hægt að gera
margt af þvi létt, sem henni fanst liggja
svo þungt á sér.
Og henni fanst það á sér, að þetta mundi
verða síðasta gleðiefnið sitt á æfinni.
Alt frá þeirri stundu, er hún þekti sjálfa
sig og öðlaðist frið við Guð, — og það gerð-
ist um sama leyti sem hún kendi sjúkleik-
ans í alvöru — þá hafði hún rýmt frá sér
miklu af þvi, sem áður haíði altekið huga
hennar.
Hana gat að sönnu dreymt um Yejdel i
vökunni, hún hugsaði til hans, en það var
ekki á sama hátt og áður. Ekki svo að
skilja, að ást hennar til hans væri útkuln-
uð og orðin alt annars eðlis en áður var,
nú var hún viss um, að ef hann slæði nú
alt i einu frammi fyrir sér, þá mundi það
eigi verða eins og fyr, er hún gat beinlínis
ekki haft vald á tilfinningum sínum.
Og nú slóð hann henni fyrir hugskols-
sjónum og hún sökti sér niður í að virða
fyrir sér drættina í svip hans og hlakka til,
er hún fengi að sjá hann auglitis til auglitis.
Og svipað var með foreldra hennar. Hún
hafði oft fundið til ásökunar samvizkunnar
út af því, að hún hafði stundum blygðast
sin fyrir þau og í raun og veru hugsað oft
og einatt, að þau væru sér til fyrirstöðu,
og i hjarta sínu hafði hún beðið þau fyrir-
gefningar á því. En gat hún þá að því gert,
þótt hún ynni þeim ekki eins heitt og þau
henni? ó, henni fanst það svo margt og
mikið, sem hefði átt að vera öðruvísi heima
í samlífi foreldranna og sambandi þeirra
við hana og í svo mörgu og mörgu öðru.
En nú var sem þetta alt væri frá henni
numið. Og er foreldrar bennar voru fyrir
i Vejle, til að taka á móti henni þar, þá
fanst henni hún vera frjáls og eins og
henni var eðlilegt að vera og leit á þau
alt öðrum augum en áður, og henni fanst
hún hefði aldrei fyrri gengið svo hispurs-
laust til móts við þau; nú gleymdi hún
öllum öðrum, sem viðstaddir voru, gleymdi
bæði stað og stundu, lagði hendur um háls
þeim og kysti þau á ennið. Svona hafði
hún aldrei fagnað þeim áður og það var
einmitt þessi ástúðlega viðtaka, er hafði
hin mestu áhrif á þau bæði; tárin streymdu
niður eftir kinnum Jörgensens, hann grét
meira að segja eins og barn, svo var haun
gagntekinn inn að hjartarótum.
Móðir hennar skildi þetta ef til vill betur
siðar; en þó var hún svo klökk, að hún
gat engu orði upp komið.
Þótt merkilegt mætti heita, þá virtist
Lára eigi vera neitt verulega eftir sig eftir
ferðina; hún óskaði þess einungis að ferðin
yfir Litlabelti liefði vai'að lengur en fjórð-
ung stundar.
Foreldrar hennar höfðu búist við að sjá
hana alt öðru visi. Það var þá fyrst, er
hún var komin á hælið, að allur fjörbragur
fór al henni.
XIII. KAPÍTIULI.
Nú hófst löng, ströng og oft kveljandi
barátta fyrir lifinu.
Þrjá fyrstu mánuðina brá lítið eða ekk-
ert lil bata, svo að yfirlæknirinn réð Láru
tii að vera þar áfram.
Annað veifið var hún á fótum, annað
veifið varð hún að leggjast aftur, er hitinn
bálaði upp alt í einu; hún var alt af að
svifa milli hita og hitaleysis, svo að henni
hvorki batnaði né versnaði, svo nokkru
næmi.
Á heilsuhælinu var sjúklingunum að jafn-
aði skemt með upplestrum eða samsöngum.
Einu sinni sagði læknirinn við hana.
»Sárt er það ungfrú Jörgensen, að þér
skuluð liggja. Á morgun kemur Dr. Wejdel,
frændi prófessorsins. hingað og heldur hér
hljómleik; fyrst heldur hann fyrirlestur um
sögu sönglisfarinnar og syngar svo og spil-
ar á eflir«.
Eg verð endilega að koma ofan og hlusta
á það«, sagði Lára með fullri rósemi.
»Nei, það tjáir nú vist ekki, að minsta
kosti þori eg ekki að leyfa yður það, Spyrj-
ið prófessorinn sjálfan. Þegar þér voruð